Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Gunnar Rögnvaldsson birti afláts-bæn ungs sænsks stjórnmála- manns:    Þá var ég ráðinnhjá Liberala ungdomsförbundet og sem heilsdags evrusinni. Samt minnist ég þess ekki að við ræddum stjórnmál nokkru sinni. Þess í stað þeystum við um landið og deildum út ókeypis baðboltum, kaskeitum, lyklahringjum og Guð veit hverju fleira með „Já við evru“ boð- skapnum á. Allar auglýsingatöflur í landinu voru þaktar með boð- skapnum frá okkur. Við eyddum meiri fjármunum í evru-lógó- auglýsingar í tímaritum en nei- sinnar eyddu í alla baráttu sína. Nei-sinnar höfðu á hinn bóginn dálítið annað; þeir höfðu rökin. Á meðan við píptum um evru sem frið- arverkefni þá kynntu nei-sinnar al- vöru og þekkta hagfræðinga fyrir þjóðinni og sem vöruðu við evrunni. Við romsuðum upp tilbúin og gegn- um tuggin rök, en vantaði í flestum tilfellum þekkingu á málefninu. Þess utan réðum við yfir ótakmörkuðu fjármagni. Við réðum til og með fólk til starfa til að spjalla í netheimum á meðan ólaunaðir nei-sinnar festu með teiknibólum upp A4 blöð á til- kynningatöflur bæjarfélaga. Þar sem peningarnir streymdu inn foss- aði gáfnafarið út. Á þessum mán- uðum komst Svíþjóð mjög nálægt pólitískri geðsýki. Ég skammast mín fyrir þátttöku mína í þessari herferð og ég vona að þeir sem fjármögnuðu hana skamm- ist sín líka.“ Gösta Torstensson    Skyldi þetta vera það sem Íslend-inga bíður? Ekki ósennilegt. En því má ekki gleyma að allur hræðsluáróðurinn, og peningaaust- urinn dugði ekki til í Svíþjóð. Þar var sagt Nei. Og þar voru hagfræð- ingarnir betur að sér í fræðunum en þeir sem helst láta heyra í sér hér. Gunnar Rögnvaldsson Þá munaði litlu, nú eru Svíar fegnir STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.1., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík 0 snjóél Akureyri -4 snjókoma Egilsstaðir -8 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -5 skýjað Nuuk -2 heiðskírt Þórshöfn 1 skýjað Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 0 skýjað Brussel 2 skýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 2 skýjað London 7 léttskýjað París 6 skýjað Amsterdam 2 heiðskírt Hamborg 2 heiðskírt Berlín 2 heiðskírt Vín 3 alskýjað Moskva 1 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 5 skúrir Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -15 alskýjað Montreal -7 skýjað New York -1 heiðskírt Chicago -2 skýjað Orlando 20 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:04 16:08 ÍSAFJÖRÐUR 11:39 15:43 SIGLUFJÖRÐUR 11:24 15:24 DJÚPIVOGUR 10:41 15:30 Björn Björnsson bgbb@simnet.is Þann 4. janúar síðastliðinn voru 120 ár liðin frá andláti Konráðs Gísla- sonar, prófessors við Kaupmanna- hafnarháskóla. Í tilefni þessa af- hjúpuðu félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks veglegan minnisvarða um Konráð á áningarstað Vegagerð- arinnar á þjóðvegi 1 þar sem vegur- inn liggur um land Löngumýrar rétt austan Varmahlíðar í Skagafirði, en á Löngumýri var Konráð fæddur ár- ið 1808. Í tilefni þessarar afhjúpunar fóru Rótaryfélagar blysför frá Löngu- mýri til varðans þar sem „Konráðs- nefndin“ afhjúpaði hann. Forseti klúbbsins, Jón Daníel Jónsson, gerði grein fyrir sögunni sem lá að baki ákvörðun klúbbsins varðandi það að reisa Konráð Gíslasyni minnisvarða og hvernig að því hefði verið staðið. Þá tók til máls Hjalti Pálsson og rakti í stórum dráttum sögu Kon- ráðs Gíslasonar, og störf hans. Fram kom í máli Hjalta að Konráð hefði fæðst að Löngumýri, en slitið barnsskónum að Skörðugili og Húsabakka og ef til vill fleiri stöðum í Skagafirði og verið smali hjá föður sínum fram til 18 ára aldurs er hann var sendur suður á Nes til sjóróðra. Áður hafði Konráð numið nokkuð í dönsku, reikningi og latínu hjá Jóni Konráðssyni, prófasti á Mælifelli, og reynst afburðanámsmaður. Fanatískur Íslendingur Við sjóróðrana komst Konráð í kynni við Hallgrím Scheving, kenn- ara á Bessastöðum, og um haustið innritaðist hann í Bessastaðaskól- ann. Frá þeim skóla brautskráðist Konráð árið 1831 og sigldi sama haust til Kaupmannahafnar og inn- ritaðist í háskólann þar. „Hann kom aldrei síðan til Íslands, en var þó nánast fanatískur Íslendingur í Danmörku a.m.k. fyrri hluta ævinn- ar, en þess gætti minna eftir að hann varð embættismaður við há- skólann.“ Konráð hóf útgáfu tíma- ritsins Fjölnis ásamt félögum sínum þeim Tómasi Sæmundssyni, Brynj- ólfi Péturssyni og Jónasi Hallgríms- syni árið 1835 og var Konráð að sögn ótvíræður merkisberi þeirrar málhreinsunarstefnu er tímaritið boðaði. Konráð vann markvisst að mál- fræðirannsóknum og orðabókargerð sem styrkþegi Árnasafns, og gaf út sitt fyrsta málfræðirit, Um frum- parta Íslenskrar tungu, sem telst vera ótvírætt brautryðjandaverk í íslenskum málvísindum, árið 1839. Heimleiðis stefndi Konráð árið 1846 og hafði hlotið kennarastöðu við Lærða skólann á Íslandi, en missti þá heitmey sína um sumarið og varð afhuga því að fara til Ís- lands, og sótti um lektorsstöðu í fornnorrænu við Kaupmannahafn- arháskóla. Var honum síðan veitt prófessorsnafnbót 1862 og gegndi hann þeirri stöðu allt til 1886 er hann lét af störfum. Í lokaorðum sínum sagði Hjalti Pálsson: „Konráð Gíslason yfirgaf Ísland 23 ára gamall árið 1831, og átti ekki afturkvæmt í lifanda lífi. En nú – 180 árum síðar – er hann aftur í Skagafirði. Velkominn heim.“ Síðasti Fjölnis- maðurinn loks kominn heim  Minnisvarði um Konráð Gíslason afhjúpaður við Varmahlíð í Skaga- firði  4. janúar voru 120 ár liðin frá andláti síðasta Fjölnismannsins Morgunblaðið/Björn Björnsson Rotarymenn Konráðsnefndin svonefnda ásamt listamanninum, fv. Árni Ragnarsson, Hjalti Pálsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Ágúst Guð- mundsson, við athöfn í tilefni afhjúpunar minnisvarðans í Skagafirði. Það mun hafa verið á ferð fé- laga í Rotaryklúbbi Sauðár- króks um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn haustið 2004 sem sú hugmynd kviknaði að verðugt væri að reisa Konráð Gíslasyni, sein- asta Fjölnismanninum, minnisvarða í heimabyggð hans Skagafirði. Fljótlega eftir heimkomuna kaus klúbburinn „Konráðsnefnd“ sem í sátu Ágúst Guð- mundsson, Árni Ragnarsson og Hjalti Pálsson til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Nefndin tók skjótt til starfa og fjallaði um hvar og hvernig væri best að standa að þeirri ákvörðun sem tekin hafði verið. Varð að lokum sú niðurstaðan að reistur skyldi minnisvarði sem næst fæðing- arstað Konráðs og tók Árni Ragnarsson arkitekt að sér að hanna minn- isvarðann, sem er skagfirskur stuðlabergsdrangur á stöpli. Listamaðurinn Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson mótaði mynd Konráðs sem síðan var steypt í brons af Pétri Bjarnasyni, myndhöggvara í Garða- bæ. Félagar í klúbbnum önnuðust uppsetningu varðans og aðkomu að honum, en síðan mun bíða vors að ganga endanlega frá umhverfi hans á þessum áningarstað Vegagerðarinnar við þjóðveg 1. Hugmyndin kviknaði í Kaupmannahöfn FERÐALÖG LEIÐA MARGT GOTT AF SÉR Minnisvarði Blysför var gengin að minnisvarð- anum um Konráð Gíslason neðan við Varmahlíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.