Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 ✝ Sigún Vilbergs-dóttir fæddist í Sandgerði 8. apríl 1953. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. janúar 2011. Sigrún var dóttir Jóhönnu Ögmunds- dóttur, f. 7.9. 1932, og Vilbergs S. Jóns- sonar, f. 17.8. 1929, d. 27.8. 2002. Þau slitu samvistum árið 1954. Albróðir Sig- rúnar er Grétar Vil- bergsson, f. 1954. Systkini sam- feðra eru Pétur Daníel, f. 1959, Jóna Björg, f. 1960, Þröstur, f. 1965, og Soffía, f. 1968. Sigrún ólst upp hjá föðurömmu sinni, Sigurbjörgu Þorleifsdóttur, f. 10.7. 1906, d. 4.10. 1999, frá 2ja ára aldri. Sigrún átti tvær dætur með fyrrverandi eiginmanni sínum, Svavari Óskari Bjarnasyni, f. 1953, Sigurbjörgu, f. 5.9. 1970 sem er gift Eyþóri Örlygssyni, f. 22.11. 1966. Börn þeirra eru Aar- on Eyþórsson, f. 22.11. 1989, og Hanna Rún, f. 5.3. 1995. Aaron á einn son, Karl Mikael, f. 6.8. 2010. Sylvía Svavarsdóttir, f. 3.2. 1977, sem er gift Ragnari Björnssyni, f. 14.11. 1973. Dætur þeirra eru Sigrún María, f. 19.1. 1999, og Birna Clara, f. 10.1. 2007. Sigrún starfaði hjá Landsbanka Íslands, bæði á Höfn í Hornafirði og í Mjódd, á árunum 1978-1998. Frá árinu 1998 til ársins 2005 starfaði hún hjá Úrval Útsýn sem far- arstjóri á Kanaríeyjum, Mallorca, Edinborg og Costa del Sol með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Kjartani Trausta Sigurðssyni f. 1939. Árið 2005 hóf Sigrún störf hjá Reiknistofu bankanna og vann þar til síðasta dags. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa henni mömmu minni sem ég kveð nú í hinsta sinn í dag. Mamma var dugnaðarforkur, hjartahlý og skapgóð manneskja. Falleg að innan sem utan. Mamma ól okkur systurnar ein upp. Sibba systir var átta ára og ég var ársgömul þegar mamma og pabbi skildu. Ég dáist að því hvað hún var dugleg alla tíð. Hún vann alltaf fulla vinnu frá heimilinu ásamt því að sauma, baka, þrífa og elda fyrir okkur þrjár. Hún stóð sig allt- af vel í að sjá til þess að okkur syst- urnar skorti ekki neitt. Fyrir þetta verð ég henni ávallt þakklát. Mamma var kona framkvæmda, ef henni datt eitthvað í hug þá fram- kvæmdi hún það strax. Hún hikaði ekki við að ganga beint að verki. Gott dæmi um það er þegar við fluttum í Grafarvoginn þá var ég 11 ára gömul. Flutningarnir hófust á föstudegi eftir vinnu og þegar við fórum að sofa á laugardagskvöldi var hún búin að taka upp úr hverj- um einasta kassa og koma öllu fyrir á sinn stað, tengja ljós og þvottavél- ina og hengja upp gardínur. Sólarlandaferðir og menning ann- arra landa voru ofarlega í huga mömmu og í einni slíkri jólin 1991 kynntist hún fyrrverandi sambýlis- manni sínum, Kjartani Trausta. Það var svo árið 1998 sem hún lét drauminn um að dvelja erlendis rætast og fór að vinna sem farar- stjóri. Saman unnu þau svo fram til ársins 2005 er leiðir þeirra skildi. Þessi tími var mömmu dýrmætur því eins og hún sagði alltaf þá á maður að gera það sem mann lang- ar til. Veikindi mömmu stóðu stutt, hún greindist með banvænt krabbamein 6. desember síðastliðinn en þessa baráttu var því miður ekki hægt að vinna. En hún var staðráðin í að gera allt sem hún gæti til að hafa betur í þessari baráttu eins og öðr- um. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og þegar svona gerist er maður óþægilega minntur á að stundum fáum við engu að ráða. Hér fylgir bæn sem mamma kenndi mér þegar ég var lítil stelpa, Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgrímur Pétursson) Hvíl í friði, mamma mín. Þín elskandi dóttir, Sylvía. Þá hefur hún endað ferð sína – Sigrún mín Vilbergsdóttir – sú sem var svo mörgum landanum til halds og trausts á ferðum þeirra erlendis á árum áður. Sigrún hafði ekki gengið heil til skógar í töluverðan tíma og erfið- lega gengið að fá rétta sjúkdóms- greiningu en eftir að hún loks lá fyr- ir, þá voru endalokin á næstu grösum. Leiðir okkar Sigrúnar lágu fyrst saman á sólarströnd á Spáni fyrir margt löngu. Í framhaldinu upphófst svo sam- starf okkar, samvinna og sambúð, alveg eins og best varð á kosið allt saman, og stóð í fjölmörg ár. Þetta voru ógleymanleg ár með frábæru samstarfsfólki við fararstjórn Ís- lendinga á ferðum þeirra erlendis. Fjölskyldur okkar Sigrúnar bund- ust strax frá því fyrsta mjög sterk- um vináttuböndum er haldist hafa alla tíð og fyrir það er nú þakkað frá rótum hjartans hans Kjartans. Sigrún var glæsileg kona og góð. Frábær vinur og félagi. Afbragðs starfskraftur – klár og vel liðin. Sannur vinur vina sinna. Sigrún var mér og mínum mjög góð og reyndist okkur traustur vin- ur. Minningar mætar hrannast upp í hugann hvort heldur eru frá Mal- lorca, Edinborg, Gran Canaria eða öðrum stöðum. En því miður kom að því að leiðir skildi, en minningarnar um okkar tíma eru og verða perlur í minning- anna sjóði. Jóhönnu, móður Sigrúnar, dætr- unum elskulegu, Sylvíu og Sibbu, sem og Grétari, bróður Sigrúnar, og fjölskyldum þeirra allra færi ég innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínum og bið þeim Guðs bless- unar. Góðrar konu er gott að minnast. Blessuð sé minning Sigrúnar Vil- bergsdóttur. Kjartan Trausti Sigurðsson. Kæra vinkona. Nú kveð ég þig, Sigrún mín, með miklum söknuði. Hún var ekki löng sjúkralega þín, sem þú hófst á þeim tíma þegar flestir voru farnir að hlakka pínu til jólahátíðarinnar, sem senn var að ganga í garð. Það var að kvöldi í byrjun desem- ber sem hún Sylvía okkar hringdi í mig og tjáði mér frá þínum dómi sem þú fékkst, og laukst á skömm- um tíma. Við hittumst síðast 20. desember og þá vissum við báðar að þetta væri okkar kveðjustund, ekki nema að ég kæmi mjög fljótt í borg- ina aftur. En við áttum margar stundirnar saman, bæði þegar þú bjóst hér á Höfn og ég passaði hana Sylvíu þína, og þegar þú fluttir þá eyddum við oft á tíðum löngum stundum í símanum. Og það var ósjaldan að við hringdumst á og sögðum hvor annarri frá okkar draumum og leyndarmálum. Það var svo gott að hringja í þig, Sigrún mín, þegar maður var í vanda stadd- ur og þurfti góð ráð. Og það var líka svo gaman að spjalla við þig, Sigrún mín, og ég á eftir að sakna þess óendanlega að geta ekki sest út í horn með símtólið og hringt í þig. En það þýðir ekki að lifa eingöngu í fortíðinni og sakna, það er líka gott að þakka það sem við höfum gert skemmtilegt saman um okkar ævi. Ég á eina óendanlega skemmtilega minningu í mínum huga og það var árið sem við áttum merkisafmæli, það vill svo skemmtilega til að það eru 10 ár sem skilja okkur að, og báðar erum við fæddar í apríl og í hrútsmerkinu. Þegar þú varst 50 ára þá varst þú að vinna á Kan- aríeyjum sem fararstjóri hjá Úrval- Útsýn og stelpurnar þínar ætluðu að heimsækja mömmu sína á þess- um tímamótum. Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar ég sat hér við tölvuna mína og spurði hana Sylvíu okkar hvort ég mætti fljóta með og helst að þú fengir ekkert að vita af minni heimsókn. Ég man svo vel þegar þú tókst á móti okkur þegar við vorum loksins komnar til þín. Þetta framkvæmdum við og ég þakka það mikið í dag að hafa gert þetta. Það var svo gaman að eyða viku með ykkur mæðgunum í hit- anum og sólinni. Elsku Sigrún, hafðu þakkir fyrir allar móttökurnar sem þú veittir mér og minni fjölskyldu þegar við vorum í borginni okkar. Takk fyrir allan góða matinn sem þú gafst okk- ur og takk fyrir þær ferðir sem þú komst hingað til mín á Höfn. Elsku Sylvía, Sigurbjörg og ykk- ar fjölskyldur. Hanna mín, það er sárt að þurfa að kveðja barnið sitt, söknuðurinn er sár. Grétar og fjölskylda og aðrir aðstaðendur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Þín vinkona, Þorbjörg Helgadóttir. Sigrún Vilbergsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma, takk fyrir að vera fyrirmynd í dugnaði, þrautseigju, áræði og bjart- sýni. Þín Sigurbjörg. Það víkur sér eng- inn undan því kalli al- mættisins sem við verðum öll að hlýða. Einhvern veg- inn er það þó svo að þegar klippt er snöggt á lífsstrenginn er maður aldrei viðbúinn. Skarphéðinn var að gera góðverk, svo sem hann hafði oft áður gert, þegar dauðinn kvaddi dyra og hreif hann með sér fyrir- varalaust. Það eru margir sem telja að við ákveðnar aðstæður séu þetta góð endalok, ekki get ég dæmt um það. Ég hefði viljað hitta Skarphéð- inn og ræða við hann dægurmálin eins og við gerðum jafnan þegar við hittumst. Ég vissi að hann var að hugleiða ferð til Kanarí og veit að hann lék á als oddi þennan dag og ræddi við mann og annan um góðan mat og gott atlæti á dvalarheimilinu Höfða sem hann dásamaði mjög í alla staði. Það liðu nákvæmlega fjórir mánuðir á milli þeirra hjóna Ragnheiðar Björnsdóttur og Skarp- héðins. Hann taldi sig hafa verið vel búinn undir hennar brottför en ég er ekki viss um að svo hafi verið. Getur verið að almættið hafi viljað eitthvað um þetta segja og hafi lagt hér hönd að, það er spurning sem ekki verður svarað. Kynni mín af Skarphéðni Árna- syni eru frá árinu 1957, þegar við unnum báðir hjá Þórði Sigurðssyni við aðgerð í páskahrotu, hjá fisk- verkun Sigurðar Hallbjörnssonar Skarphéðinn Árnason ✝ SkarphéðinnÁrnason fæddist að Bæ á Selströnd í Steingrímsfirði 31. mars 1924. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi 27. desember 2011. Útför Skarphéðins fór fram frá Akra- neskirkju 7. janúar 2011 og hafa þau tengsl varað æ síðan. Einnig varð góð vinátta föður míns, Einars Gísla- sonar og bróður míns Rögnvaldar og Skarp- héðins til að viðhalda góðum vinaböndum. Árið 2004 keypti ég bát af Skarphéðni, sem bar nafnið Kveld- úlfur, þau kaup urðu ekki til fjár en þeim fylgdi að fyrri eigandi skyldi fylgja með sem fiskilóðs einhvern tíma. Ákveðið var að það skyldi vera á áttræðisafmæli Skarphéðins sem var haldið 31. mars og stóð til mið- nættis það kvöld. Klukkan 03:00 var svo haldið í fyrsta róður með grá- sleppunet og var ekki að sjá á Skarpa að hann hefði ekki sofið nema í tvo tíma. Haldið var á Hval- seyjar undan Mýrum og skemmst er frá að segja að um einhverja hörðustu vertíð var að ræða um ára- bil. Nánast stöðug vestan- og norð- vestanátt sem ætlaði allt að drepa, sáralítil veiði og stöðugt netatjón. Við þessar aðstæður vorum við saman Einar Kristinn sonur minn og Skarphéðinn í þrjá mánuði og reyndist þetta ótrúleg lífsreynsla. Ég minnist þess sérstaklega að við drógum net dálítið norðan við Þor- móðssker í norðaustan-hagléli sem var svo sárt að blæddi úr kinnum Skarphéðins sem stóð við rúlluna. Ég bauð honum þá að hætta drætti en svar Skarphéðins var „við hætt- um ekki að draga mín vegna“. Þetta segir svolítið um hörku þessa átt- ræða manns sem nú er kvaddur átta árum síðar með mikilli virðingu. Skarphéðinn var einnig meyr þegar maður nálgaðist hann með hlýju en ég held að hann hafi oft dulið þann eiginleika á ýmsan máta. Við hjónin og sonur okkar Einar, sem áttum drjúgt saman við Skarp- héðin að sælda, vottum aðstandend- um samúð okkar og virðingu við þessi leiðarlok, í þeirri trú að þau séu þrátt fyrir allt farsæl. Gísli S. Einarsson og fjölskylda. Síminn hringdi, á hinum enda lín- unnar ómaði rödd frekar hrjúf og ákveðin. Erindið var að mótmæla dragnótaveiðum í Faxaflóa. Kynni okkar Skarphéðins voru hafin og í aldarfjórðung sem þau vörðu þróað- ist vinátta milli okkar. Meðal smábátaeigenda varð hann strax áberandi. Hann barðist gegn ákvörðun stjórnvalda að hefta veið- ar smábáta. Var í forystu trillukarla sem lokuðu Reykjavíkurhöfn í mót- mælaskyni við henni. Skarphéðinn reri frá Akranesi fyrst á Rún, síðan Ásrúnu og í lokin Kveldúlfi. Hann var grásleppukarl í húð og hár en stundaði einnig bol- fiskveiðar. Allt sem hann gerði var stundað af kappi og ekkert gefið eftir. Lognmollan var ekki í hans föruneyti. Á fundum var hann fastur fyrir, knúði fram sín sjónarmið. Dæmi voru um að hann sneri við sátt í ágreiningsmáli. Hann sagðist vera algerlega ósammála, rökstuddi, og óðar var allt komið upp í loft sem virtist ekki hafa óþægileg áhrif á minn mann. En hann kunni einnig þá list að sætta menn, enda verk hans aðeins hálfnað. Skarphéðinn hvikaði aldrei fyrir óréttlæti. Ég minnist þess þegar hann komst upp á kant um fiskverð á Skaganum. Ósáttur við það sem greiða átti á vetrarvertíðinni. Ein- skipa lét hann sig hafa það að sigla með aflann til Reykjavíkur og selja þar. Í einni af söluferðunum gerði hann boð eftir mér. Ég mátti hafa mig allan við þegar ég fetaði mig gegn skafrenningnum í átt að Ás- rúnu. Einn skipverjanna stóð við löndunarkranann og annar niðri í bátnum að húkka á. Ég kallaði til þeirra: „Er einhver glóra í að sigla yfir flóann í þessu veðri?“ Þeir svör- uðu: „Það segir hann“, og bentu á skipstjórann glottandi í dyrum stýrishússins. Boðið var í kaffi og ég leystur út með glænýrri ýsu. Þó mörgum hafi fundist Skarp- héðinn hrjúfur var hann gæðablóð og mátti ekkert aumt sjá, gjafmild- ur, vinur vina sinna og hjálpsamur með afbrigðum. Hann var viðkvæm- ur og átti erfitt með að sætta sig við að lúta í lægra haldi jafnvel þó hann væri að kljást við ægi í sínum versta ham. Hann var mikill fjölskyldumaður og fann ég vel fyrir þeirri hlýju þeg- ar litið var inn til þeirra Ragnheið- ar. Það var gaman að sækja þau hjónin heim, velgjörðir og vinarþel þeirra sérgrein. Skarphéðinn var léttur á fæti og bar aldur sinn vel, var reffilegur karl. Hann vildi ávallt hafa mikið fyrir stafni og fann sér strax verk- efni þegar um hægðist. Eins og þeg- ar hann samkvæmt læknisráði hætti útgerð, honum var ætlað í framhaldinu að stunda sund og aðra hreyfingu. Óðar var hann þó búinn að kaupa sér bát aftur og farinn að róa. Hann gaf mér þá skýringu að þetta hefði kannski gengið ef sund- laugin hefði verið í Borgarnesi! Skarphéðinn var einn af stofn- endum LS, sat í stjórn félagsins í tvo áratugi og gerður að heiðurs- félaga 2004. Þá gegndi hann for- mennsku í Smábátafélagi Akraness sem nú heitir Sæljón. Trillukarlar eru í þakkarskuld við hann. Ég votta aðstandendum Skarp- héðins mína dýpstu samúð. Hann skilur eftir sig margar minningar. Mikill garpur sem setti mark á sitt samfélag er fallinn. Örn Pálsson. Hann er genginn, maðurinn sem sagði „ef ég dey“, farinn. Kvaddi með stæl, eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Skarphéðinn Árnason var einn af stofnendum Landssambands smá- bátaeigenda 1985 og sat í stjórn fé- lagsins í 20 ár. Áður en við hittumst í fyrsta skipti, en það var á sjálfum stofnfundinum, hafði ég af honum frétt í gegnum fjölmiðla. Af þeim fréttum dró ég þá ályktun að betra væri að hafa manninn með sér en á móti. Við fyrstu kynni hurfu allar áhyggjur þar af eins og dögg fyrir sólu. Þótt hrjúfur væri á yfirborð- inu og ýmislegt látið fjúka geymdi þessi hraundrangur hjarta úr gulli. Ekki minnist ég þess í eitt einasta skipti í allri þeirri félagsmálavinnu sem við áttum saman, að hann léti eigin hagsmuni yfirskyggja sýn sína á heildarmyndina. Þær voru ófáar snerrurnar sem við tókum gegnum tíðina. Stundum virtist allt komið í óleysanlegan hnút. En þá kom iðulega fyrir að sá gamli sýndi snilli sína: hann var all- an tímann með lausnina, það var bara engin ástæða til að sleppa góðri snerru af svo ómerkilegri ástæðu. Fáa veit ég sem verið hafa jafn fylgnir sér. Sagan segir að eitt sinn hafi hann verið að koma keyrandi norðan af Ströndum. Fljótlega velti hann bílnum sem kom þó aftur á hjólin, gangfær en framrúðuna vantaði. Á var hörku gaddur og snjókoma. Skarphéðinn lét það ekki aftra sér, heldur ók alla leið til Akraness með íslenska veturinn bókstaflega í fanginu. Mér er minnisstætt þegar hann og Ragnheiður heitin heimsóttu mig í Túngötuna fyrir nokkrum ár- um, þegar dóttir mín var enn korna- barn. Þá hrundi af harðjaxlinum harða skelin. Hann ljómaði eins og sólin með litlu stúlkuna í fanginu. Þetta tvennt rammar í stórum dráttum inn myndina af Skarphéðni sem ég geymi í hjarta mér. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni og minnist vinar míns með söknuði. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Arthur Bogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.