Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Elskulegur bróðir minn Guðmundur Einarsson er látinn langt um aldur fram. Hetjulegri baráttu hans við erfiðan sjúkdóm er nú lokið, baráttu sem hann háði með ótrúlegri jákvæðni og æðruleysi uns yfir lauk. Guðmundur var einstaklega hæfi- leikaríkur og vandaður piltur, bráð- myndarlegur, skemmtilegur og greindur. Hann var mikill fagurkeri og það sem hann tók sér fyrir hend- ur bar vott um fágun og vandvirkni. Þessir eiginleikar voru mjög ríkjandi í fari hans, hann var mjög listrænn og hafði ríka sköpunargáfu og það að hann valdi sér hönnun að lífsstarfi kom því engum á óvart. Guðmundur sýndi afburðaframmi- stöðu í námi og hann á að baki frá- bæran starfsferil sem iðnhönnuður, en hann setti á stofn sitt eigið fyr- irtæki að námi loknu og þar sinnti hann sínu lífsstarfi. Það er svo dýrmætt að eiga fal- legar minningar um yndislegan pilt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir bróður, elsku Guðmundur minn, og ég var og verð alltaf svo óendanlega stolt af þér. Stolt og virðing verður alltaf efst í huga mér þegar ég minnist þín. Elsku Fríða Björk, Kristjana Margrét, Þórhildur Bryndís og Ein- ar Hafsteinn, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Hrefna Sylvia. Elsku bróðir, hvernig á ég að byrja þetta? Ef einhver hefði sagt við mig fyrir 2 mánuðum síðan, að ég ætti eftir að sitja hér á annan jóladag og skrifa minningargrein um þig, þá hefði ég talið að sá hinn sami væri „á einhverju“. Þegar þú fæddist þá vorum við þrjár systurnar og því var þetta ekkert smá spennandi, þegar mamma fór að eiga þig. Við sáum strax þegar hún kom með þig heim að þú varst allt öðruvísi en við: strákur! Hann er með „snúð“, kall- aði Binna þegar mamma var að skipta á þér og hún fór að skoða þig. Það voru ófáar stundirnar sem við eyddum saman í leik og starfi. Þú varst ekki gamall, þegar þú sast með okkur byggjandi úr lego-kubb- unum og strax þá varstu farin að Guðmundur Einarsson ✝ Guðmundur Ein-arsson var fædd- ur í Kópavogi 3. apríl 1962. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. desember 2010. Útför Guðmundar fór fram frá Háteigs- kirkju 7. janúar 2011. hanna allt milli himins og jarðar. Þú hannaðir einnig fyrir okkur fyrstu húsgögnin sem við höfðum í kjallaranum. Þetta voru síldartunn- ur sem við höfðum fundið (örugglega á öskuhaugunum) sem þú sagaðir út og gerð- ir úr þessu stóla og sófaborð. Þú fórst snemma að vinna með pabba í múrverkinu sem handlangari og lærðir síðan þá iðn, en vannst ekki mikið við það, enn var það hönnunin sem átti hug þinn allan, sem leiddi að lokum til þess að þú lærðir iðnhönnun. Eitt af því sem þér fannst mjög skemmtilegt var að ferðast um land- ið, við vorum alin upp við það þegar við vorum minni, að alltaf á föstu- dögum á sumrin var mamma tilbúin með krakkahópinn, nesti og tjald og farið var í útlegu. Þær voru ófáar ferðir sem við fórum saman í, eftir að við urðum eldri, stundum fjöru- ferðir, stundum helgarferðir og stundum lengri ferðir. Eftir að þú keyptir sumarbústaðin, þá fækkaði ferðunum, en þá komum við bara upp í bústað til þín í staðinn. Það var svo fyrir 20 árum sem þú kynntir okkur fyrir henni Fríðu. Það hefur verið alveg sama, hvað þið hafið tekið ykkur fyrir hendur síðan, hvort heldur það hefur verið fallega heimilið ykkar í Úthlíðinni, sumarbústaðurinn, börnin, ykkur hefur farið það allt mjög vel úr hendi. Þú fékkst reyndar ekki bara Fríðu og börnin, heldur fékkstu einnig yndislega tengdaforeldra. Eftir að pabbi dó, þá hefur þú reynst okkur systkinunum sem besti faðir. Alveg sama hvað hefur komið upp á, það hafa allir alltaf komið með öll mál til þín og þú hef- ur hjálpað okkur að leysa úr þeim eftir bestu getu, hvort heldur það hefur verið fyrir okkur eða börnin. Það var ósjaldan, að þú barst undir mig ýmislegt sem þú varst að hanna. Ekki það að ég hefði nú neitt vit á þessu, en það var samt mik- ilvægt fyrir þig, að fá skoðun okkar á því sem þú varst að gera. Á því var engin undantekning nú. Fjórum kvöldum fyrir andlát þitt, sat ég uppi á spítala hjá þér og þú dróst að þér þrjár servéttur og varst að út- skýra fyrir mér hversu erfitt það væri að hanna hornsófa, sem þú varst að hanna fyrir Olgu systur. Þarna var þér nákvæmlega lýst. Hönnunin átti hug þinn allan alveg fram í andlátið. Elsku bróðir, þakka þér innilega fyrir öll árin sem við höfum átt saman, hvíldu í friði. Þín systir, Guðrún Agnes (Nenna.) Það er aðfangadagskvöld, fjöl- skyldan þín er án þín, harmi slegin og fyrirséð að pabbi kemur ekki heim. Við erum hér tvö ein á spít- alanum, Guðmundur og Hansína, afi og amma sem við heitum eftir. Það er aftur komið að þér – sagðir þú – ég veit hvað þú hugsar. Hugurinn reikar, minningarnar hrannast upp, myndum bregður fyrir, tár og til- finningar bera mann ofurliði. Við er- um rík, samtals tíu, átta systkin sem ólust upp saman, ég elsta dóttir og þú elsti sonur. Mamma stýrði öllu af mikilli kænsku, með einstaka skipulags- gáfu. Heima ríkti jafnrétti. Við 4 elstu áttum að skipta með okkur uppvaski. Þú líka. Fljótur að finna lausn á þessu, Guðmundur minn, lokaðir eldhúsinu, sast svo tímunum saman, enginn komst inn, þar til mamma varð óð og pabbi dró þig að landi. Á sjöunda áratugnum var fjöl- skyldan stórframleiðandi á bollu- vöndum, allir höfðu ákveðið hlut- verk þér var falið að vefja bolluvandarsköftin og raða þeim í kassa. Þú ræddir við pabba um að hanna kassa með loki, setja svo göt á lokið, þá gætu bolluvendirnir stað- ið óhaggaðir – frábær lausn, Guð- mundur, vísun í það sem síðar yrði þitt hlutverk í annars allt of stuttu lífi. Þú fórst ekki í tímakennslu eins og við eldri systur þínar, við settum bara upp skóla heima þegar þú varst 4 ára og tókum þig inn í bekk- inn, enda vorum við fullnuma kenn- arar að okkar mati. Þannig var það með þig, elsku litli bróðir, við ól- umst upp við að heyra: „Takið svo Guðmund með.“ Þetta var viðkvæð- ið. Þú passaðir ekki inn í nein kerfi enda búið að móta þig á yngri árum. Þú reyndir ýmsa skóla, lærðir múr- arann hjá pabba, fatahönnun, saum- aðir jakkaföt og skyrtur, komst með lausnir, en þetta mæltist ekki vel fyrir á þeim árum. Þegar pabbi dó fyrir 25 árum varðstu fyrir miklu áfalli enda voruð þið afar nánir og miklir vinir. Þú ákvaðst að gera breytingar. Iðn- hönnun skyldi það vera og Ítalía varð fyrst fyrir valinu. Við ræddum þetta, skoðuðum skólann og ég ýtti þér af stað út í ókunnan heim, setti vandaða gullkeðju um hálsinn á þér og sagði að þetta myndi vernda þig. Svo komu árin þegar þú varst alltaf til staðar, hjálpaðir við allt sem ég var að sýsla við, kaupa íbúð, byggja bústað, byggja upp fyrirtæki yfir í það að kaupa skó og dúka. Þú hafðir jafnmikla skoðun á skóm, gleraug- um og dúkum eins og því að hanna bekki, sólpall eða sófa. Elsku Guðmundur. Þú varst flott- ur, mun flottari en þig grunar. Síð- asta sem við ræddum, meðan við áttum ennþá von, var hvernig við gætum haft jákvæð og uppbyggj- andi áhrif á samfélagið í framtíð með sameiginlegri þekkingu og reynslu, því samfélagsleg vitund þín og ábyrgðartilfinning var mjög sterk. Þú getur verið viss um að þú skilur eftir þig þekkingu og hugsun sem við öll og margir aðrir munum áfram nota um ókomna tíð. Elsku mamma, þú litla stóra sterka kona, sem þarft að grafa elsta soninn þinn, soninn sem nam alla þína fagurfræði, fagmennsku, gæði og vöruvöndun, mamma – þú ert hetja handa og anda. Guðmund- ur, þín fjölskylda er í okkar faðmi, við elskum þau öll með þér og fyrir þig. Þín systir, Hansína B. Einarsdóttir. Síðustu ár hefur það verið hefð hjá mér og móður minni að halda aðfangadag hátíðlegan heima hjá Guðmundi móðurbróður mínum, konu hans og börnum. Þetta hefur orðið órjúfanlegur hluti af jólahaldi okkar mæðginanna og minnist ég margra góðra stunda. Árið í ár var frábrugðið þar sem Guðmund frænda vantaði og má með sanni segja að hugur allra þeirra sem á staðnum voru hafi verið hjá honum. Það er skrýtið að hugsa til þess að aðeins viku áður hafi ég setið í sömu stofu og átt langt spjall við frænda eins og svo oft áður. Guð- mundi fannst gaman að ræða um allt milli himins og jarðar hvort sem það voru málefni líðandi stundar, pólitík eða dægurmál. Í seinni tíð fannst honum jafnframt áhugavert að fá skoðun mína laganemans á ýmsu og var gaman að geta rökrætt við hann um þau mál sem voru efst á baugi hverju sinni. Guðmundur var ávallt höfðingi heim að sækja, hvort sem var heima hjá honum í Úthlíð eða í bústað hans í Eilífsdal. Þeir vinir mínir sem honum kynntust bera honum allir vel söguna og var gaman að geta kynnt þá fyrir honum og hans helstu verkum enda þar á ferð mað- ur sem ég gat ætíð stoltur kynnt sem móðurbróður minn. Hönnun Guðmundar má sjá víða til að mynda á Þjóðarbókhlöðunni þar sem ég hef eitt ófáum stundum síð- ustu ár umkringdur innréttingum sem teiknaðar voru upp af frænda mínum. Guðmundur var auk þess góð fyr- irmynd að hafa enda var hann mað- ur sem ávallt bar sig vel, var mann- blendinn og vinamargur auk þess að rækta samband sitt við fjölskyld- una, konu og börn sín af alúð. Það er einnig aðdáunarvert hvernig hann byggði upp fyrirtæki sitt og gerði það að því glæsilega hágæða vörumerki sem það er í dag. Hann útskýrði fyrir mér mikilvægi þess að ganga beinn í baki, hnakkreistur eins og hann orðaði það, horfa ávallt í augun á þeim sem rætt væri við hverju sinni og leggja sig allan fram við hvað eina sem maður tæki sér fyrir hendur. Það var síðan í útskrift minni fyrir rúmu ári sem frændi sagði mér hversu stoltur hann og fjölskyldan öll væru af mér og hversu ánægjulegt það væri að fá loksins lögfræðing í fjölskylduna enda ekki vanþörf á. Það er mikil eftirsjá að því að geta ekki fagnað næstu útskrift með Guðmundi, skál- að með honum og ef til vill haft tækifæri til þess í framtíðinni að launa honum ýmsa greiða í gegnum árin með lögfræðiráðgjöf eða ann- arskonar greiðasemi sem hann átti svo sannarlega inni. Það er á þennan hátt sem ég mun minnast Guðmundar sem mikils fjöl- skyldumanns sem fannst gaman að velta fyrir sér hlutunum, var hæfi- leikaríkur hönnuður, gaf góð ráð og var ávallt tilbúin að veita aðstoð eða hjálpa til ef þess var þörf. Guðmundur skilur eftir sig heil- mikla arfleifð, þrjú glæsileg börn sem ég veit fyrir víst að eiga eftir að verða föður sínum til mikils sóma í framtíðinni, leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi og vörumerki sem á eftir að lifa áfram sem og fjölmarg- ar góðar minningar í huga þeirra sem honum kynntust og voru hon- um náin. Að honum er því mikil eft- irsjá. Þín er sárt saknað, Þinn frændi, Ketill Einarsson. Það voru daprar fréttir sem bár- ust eftir hátíðarnar um að Guð- mundur frændi væri fallinn frá. Ég kynntist Guðmundi frænda mínum fyrir um 25 árum. Það voru því mið- ur ekki gleðilegar aðstæður, en faðir hans hafði farið í nýrnaaðgerð í Kaupmannahöfn og fékk sýkingu eftir aðgerðina og dó skömmu síðar. Þar gat ég þó endurgoldið svolítið af þeim vinargreiða sem fjölskylda hans hafði sýnt okkur systkinum mínum í mörg ár með árlegum jóla- gjöfum frá fjölskyldunni í Kópavogi. Sem barn var ég ávallt glaður að fá þessa gjöf á hverjum jólum en kynnist þeim ekkert fyrr en þarna við sjúkrasæng fjölskylduföðursins. Þar gat ég hýst þau litla stund þar sem ég bjó sjálfur í Kaupmanna- höfn. Eftir fráfall föður síns ákvað Guðmundur að breyta til í lífi sínu hóf hönnunarnám sitt. En hann hafði áður starfað að múriðn, líklega með föður sínum. Ég hef haft reglu- legt samband við hann síðan og fylgst með starfi hans og fyrirtæki. Guðmundur var afar hæfileikaríkur hönnuður sem vörur hans bera sannarlega vott um. Ég starfa sjálf- ur í hugbúnaðargeiranum og bað hann eitt sinn að koma með hug- mynd um hvernig ætti að pakka vörunni minni inn til afhendingar til viðskiptavina. Hugmyndin lét ekki á sér standa og þar sýndi hann ótrú- lega sköpunargáfu. Ég nýtti mér þetta í sölu erlendis um skeið þegar hugbúnaðurinn var enn afhentur á geisladiskum. Guðmundur var var- kár og skynsamur í rekstri fyrir- tækis síns. Við hittumst reglulega og nú síðast í upphafi ársins og ræddum aðstæður í landinu og þar kom í ljós að hann hafði haldið sjó í þessum hremmingum landsins og reksturinn hafði ekki verið skuldum vafinn eins og víða. Við vorum sam- mála því báðir að nú þyrfti landið á útflutningstekjum að halda og ráð- gerðum hvor með sínum hætti útrás í fyrirtækjum okkar. Síðast hitt- umst við á ráðstefnu um útflutning á vormánuðum og kom ég Guðmundi í samband við aðila sem gæti hjálpað honum á markað í Noregi en þangað hugðist hann sækja. Ég var á leið- inni að hafa samband og spyrja hvernig gengi með útflutningsáætl- unina þegar þessar fregnir bárust. Nú hittumst við ekki og skegg- ræðum um hvernig við getum orðið landi og þjóð að gagni, því Guð- mundur hefur verið kallaður til ann- ara verkefna. Ég bið Guð að blessa konu hans og börn og móður og systkini sem ávallt fylgdust með honum, en hann var afar stoltur af þeim öllum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kveðja, Gunnlaugur frændi. Fyrir nokkrum vikum hringdi Guðmundur vinur minn í mig. Við spjölluðum lengi saman og fórum yfir ýmislegt sem við höfum rætt í gegnum árin. M.a. rifjuðum við upp tímann sem við unnum saman. Hann þakkaði mér fyrir og ég þakk- aði honum. Guðmundur var að hringja í mig til þess að segja mér að hann væri orðinn alvarlega veik- ur. Hann vonaðist til að sér myndi batna en var ekki viss. Ég velti því fyrir mér hvort hann hefði verið að kveðja mig. Það að hann væri að þakka mér fyrir góðar samveru- stundir var reyndar ekkert óvenju- legt því þannig var Guðmundur. Hann var góður vinur og kærleiks- ríkur, átti auðvelt með að hrósa og hann hafði áður þakkað fyrir gott samstarf og góð kynni. Ég vildi trúa því að hann gæti unnið á þessum veikindum, tekið á þeim eins og stóru erfiðu verkefni og leyst þetta. Guðmundur var vanur að leysa stór verkefni, en þetta var öðruvísi. Ég kynntist Guðmundi árið 2002 þegar ég sótti um vinnu hjá honum. Ég fann strax hvað hann hafði góða nærveru. Það var skemmtilegt og gott að vinna með honum og við hlógum mikið. Vorum ekki alltaf sammála og það var einstaklega skemmtilegt að rökræða við hann. Guðmundur setti alla mögulega hluti sem voru að gerast í kringum hann og í þjóðfélaginu í skemmtilegt samhengi. Þeir sem þekkja til hönn- unargeirans hér á landi vita hversu erfitt það getur verið að halda út þegar erfiðlega gengur. En það var ekki erfitt fyrir Guðmund, a.m.k. lét hann ekki mikið á því bera. Það er engin tilviljun að Prologus og verk Guðmundar hafa náð eins langt og raun ber vitni. Hann hafði óbilandi trú á því að þetta kæmi til með að ganga. Honum þótti vænt um vinn- una sína. Ég sé hann fyrir mér velta vöngum yfir einhverju sem þurfti að leysa, með pípu í annarri hendinni og skissur fyrir framan sig. Hann var fljótur að leysa verkefnin. Eftir að ég fór frá Prologus spjölluðum við reglulega saman og ég heimsótti hann í nýjum bækistöðvum. Það var alltaf gaman að koma til hans og fara yfir stöðuna eins og við orð- uðum það. Vinnan var Guðmundi mikilvæg, en fjölskyldan var honum allt. Hann átti gott heimili og gerði sér grein fyrir að hann gæti ekki unnið svona mikið og einbeitt sér svona vel að verkefnum sínum nema vegna þess að hann ætti svo gott bakland. Þegar ég hætti að vinna fyrir ✝ PÁLL ARASON ferðafrömuður, Bugi, Hörgárdal, lést miðvikudaginn 5. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Pálsson, Ari Karlsson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS GUNNAR HINZ, andaðist föstudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.00. Gunnar Björn Hinz, Laima Hinz, Elís Örn Hinz, Sigrún Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.