Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 11
Áhugasmiðir Þeir Eyjólfur og Karl áætla að sjósetja kajakana í vor. til grind sem síðan eru strengdir listar utan á. Grindin er formið á bátnum og síðan eru sagaðir niður timburlistar og strengdir utan á. Settir á flot í vor „Svo er pússað mikið þessa dagana og svo í áframhaldinu setj- um við fiberglass-dúk yfir og loks þrjú lög af epoxí-vatnsvörn. Við erum því rétt hálfnaðir eins og stendur. Nú er þetta hobbí en í fyrravetur litum við svolítið á þetta eins og vinnu og vorum nokkuð duglegir daglega. En svo liðu margir mánuðir núna í sumar og fram á haustið sem við gerðum ekki neitt. Við þessir fjórir erum allir skrifstofumenn þannig að okkur finnst rosalega gott að koma í annað umhverfi og gera eitthvað allt annað. Gleyma pólitík, Icesave og öllu heila galleríinu. Svo verður sjósetning einhvern tímann þegar vorar vonandi og námskeið þurfum við að fara á til að læra að sigla. Það er ekki nema einn í hópnum sem hefur siglt eitt- hvað. Svo er ég búinn að lofa kon- unni minni því að ég ætli að smíða annan fyrir hana þannig að þetta er rétt að byrja. Ég hef ekki gefið út lokadag á því verki,“ segir Eyj- ólfur. Grænlandslag Eyjólfur og Karl eru að smíða svokallaðan grænlenskan kajak en til eru margar tegundir af kajök- um. Eyjólfur segir efniskostnað reiknast um 150-200.000 krónur en þeir meta ekki vinnuna til fjár. Hann segir að sjósetningin verði gerð með stæl, þeir muni sjósetja allir í einu og gera eitthvað úr því. Eyjólfur segir óþreyjuna við smíð- ina helst vera þá að þeir séu að gera þetta í frítímanum en vildu helst geta verið að alla daga. En það sé aldrei að vita nema þeir geti haslað sér völl á þessum starfsvettvangi síðar meir. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Fosvallarétt en ekki Lögbergsrétt Í viðtali við Jens Pétur Högnason fjárbónda í Fjárborgum í Morgun- blaðinu þann 5. janúar var rangt far- ið með þegar sagt var að fé hans gengi á Hellisheiði. Hið rétta er að hann eins og aðrir fjáreigendur í Fjárborg sleppir fé sínu í afrétt Sel- tjarnarneshrepps hins forna, sem fjárbændur úr Reykjavík, Kópavogi og af Seltjarnarnesi nýta. Til gam- ans má geta þess að nú koma Reykjavík og Kópavogur eingöngu við sögu því að fjárlaust hefur verið á Seltjarnarnesi í 45 ár. Þetta er svæði norðan Sandskeiðs. Sennilega er Reykjavík eina höfuðborg í heimi sem á hlutdeild í afrétti. Einnig var farið rangt með þegar sagt var að kindum Jens Péturs væri Morgunblaðið/Árni Sæberg Fallegar Þessar gimbrar frá Jens Pétri koma til með að ganga á af- rétti Seltjarnarneshrepps hins forna í sumar. smalað í Lögbergsrétt, en hið rétta er að afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna er smalaður til Foss- vallaréttar á Fossvöllum, skammt ofan við Lögberg og Lækjarbotna. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum rangfærslum og þakkar ábendingar um hið rétta. LEIÐRÉTT „Grænlenskur kajak er eins og sjófugl á sundi, hann liggur í öld- unni og hreyfist mjúklega með henni. Ef þú hendir plastflösku í sjóinn þá hoppar hún og skoppar án mýktar. Þetta er munurinn á steyptum kajak og grænlenskum kajak með grind. Í grænlenskum báti er grindin alltaf bundin, aldrei skrúfuð og enn síður steypt, þetta er það sem gefur kajaknum líf,“ sagði Baldvin Kristjánsson, kajakframleiðandi og kajakleiðsögumaður, í viðtali í Morgunblaðinu síðastliðið sum- ar. Eins og sjó- fugl á sundi GRÆNLENSKUR KAJAK Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þegar búið er að skrifa niður og gera opinbert fyrir fjölskyldunni hvaða metnaðarfullu markmiðum á að ná á hlaupabrautinni árið 2011 er fátt ynd- islegra en að gleyma sér við lestur hlaupadagskrárinnar fyrir árið 2011 sem má finna á vefnum hlaup.is. Í einni svipan má sjá hlaupaárið fyrir sér, hvenær maður kemst í næsta keppnishlaup, hvenær kvöld- vaktirnar á fréttadeildinni þvælast fyrir keppnisferlinum, hvenær maður þarf nauðsynlega að grátbiðja um vaktaskipti og hvert fjölskyldan á að fara í sumarfrí – því áfangastaðirnir í sumar fara að sjálfsögðu að verulegu leyti eftir því hvar boðið er upp á skemmtileg hlaup. Fram til vors eru ýmsir fastir lið- ir á dagskrá eins og Powerade- vetrarhlaupin í Elliðaárdal en einnig ýmsar nýjungar, s.s. ný hlauparöð í Hafnarfirði. Þar standa FH og Atl- antsolía fyrir þremur 5 km keppn- ishlaupum sem haldin verða síðasta fimmtudag í janúar, febrúar og mars. Hlaupin hefjast kl. sjö á kvöldin sem er fínn tími fyrir barnafólk sem getur skotið börnunum í pössun til ættingja á meðan það rennur sprettinn. Ef ættingjarnir búa t.d. í Hafnarfirði eða nágrenni verða börnin væntanlega södd og ánægð þegar þau eru sótt og jafnframt nægur tími til að koma þeim í háttinn fyrir klukkan átta. Til- tölulega lítið hefur verið um 5 km keppnishlaup og því er þetta fín við- bót við hlaupaflóruna. Víðavangs- hlaup ÍR eru sömuleiðis spennandi kostur en of mörg flott hlaup eru á dagskránni til að hægt sé að telja þau öll upp. Vorar á góðum tíma Vormaraþon Félags maraþon- hlaupara er óvenju seint á ferðinni þetta árið, líkt og páskarnir, og því hafa menn enn betri tíma en ella til undirbúnings, bæði fyrir heilt og hálft maraþon. Vor- og haustmaraþon FM standast alþjóðlegar kröfur um keppnishlaup og duga t.d. fyrir þá sem þurfa að ná tilteknum tíma til að komast í Boston-maraþonið, en það er furðualgeng þráhyggja hjá hlaup- urum að þeir þurfi endilega að ná Boston-lágmarkinu, jafnvel þótt þá langi ekkert sérstaklega til að hlaupa í Boston. Klikki það í vor má reyna aftur í Mývatnsmaraþoninu sem er haldið í lok maí, svo í Akureyrarmara- þoninu, svo í Reykjavíkurmara- þoninu … Fjölmörg utanvegahlaup verða í boði í sumar líkt og fyrr. Laugavegs- hlaupið er á sínum stað og stendur ávallt fyrir sínu en í ár taka gildi strangari keppnisreglur og stífari kröfur um skráningu og undirbúning hlaupara. Margir eru þegar byrjaðir að sperra sig fyrir Laugavegshlaupið á þar til gerðum bloggsíðum. Hlauparöð 66°N heppnaðist sér- deilis vel í fyrra er haldin aftur. Nú mun Úlfljótsvatnshlaupið reyndar heita Grafningshlaupið. Fyrir þá sem búa í borginni er Grafningshlaupið af- ar hentugt þar sem það er svo stutt frá bænum. (Hið sama á við um Tindahlaupin í Mosfellsbæ). Andinn sem svífur yfir vötnum við Úlfljóts- vatn er þægilega afslappaður; mátu- leg blanda af kæruleysi og keppn- isskapi. Vanir Úlfljótsvatnslauparar láta nafnbreytinguna ekki setja sig úr jafnvægi enda eru þeir vanir því að leiðin breytist árlega og breytingin gefur fyrirheit um að hún breytist enn í ár. Það hefur komið fyrir að leið- arbreytingar valdi villum hjá fremstu mönnum, sem er auðvitað kostur því slíkt gefur hinum skreflatari smá von, þó það sé bara um tíma. Sumarfríið liggur fyrir Sá sem þetta skrifar hljóp öll hin- hlaupin í 66°N-seríunni í fyrra, nema Þorvaldsdalsskokkið, og getur mælt með þeim öllum. Það er ekki mögu- legt að gera upp á milli Vesturgöt- unnar, Jökulsárhlaupsins og Barðs- neshlaupsins, allt eru þetta snilldar- hlaup og hafa hvert sinn sjarma. Í fyrra var hægt að stilla sumarfrí fjöl- skyldunnar af miðað við þessi þrjú hlaup því þau voru haldin með viku millibili og því þægilegt að taka fjöl- skylduna með í keppnisferðalagið. Nú hefur Jökulsárhlaupið verið fært aft- ur um tvær vikur, til að jafna álagið á Ásbyrgi þar sem hlaupið ber upp á annasamasta ferðamannatímann. Sá sem þetta ritar á þó erfitt með að sætta sig við þessa breytingu og minnir á að meðal þeirra sem eru á ferðalagi á annasamasta ferðamanna- tímanum eru einmitt hlauparar. En hlaupadagskráin er fjöl- breytt og um að gera að byrja að æfa! Hlaupadagskráin 2011 komin á hlaup.is Lesið hlaupadagskrána og sjáið hlaupaárið fyrir ykkur Morgunblaðið/G.Rúnar Vorboðar Brautin í vormaraþoni liggur frá Elliðaárdal út á Ægissíðu. lofaði að gera mig að meistara í ól- sen-ólsen,“ segir Auður. „Ég stefni á gullið og það má segja að Gunnar sé búinn að vera lærifaðir minn. Við erum eiginlega búin að spila ólsen- ólsen í gegnum ritstjórnina á þess- ari bók.“ Sérstaklega ætluð fjöl- skyldufólki Auður skrifar meirihlutann af efninu, Páll Jökull sá um uppsetn- inguna og Gunnar sá um að útvega viðmælendur. „Bókin er fyrir alla veiðimenn en við vildum sérstaklega ná til fjölskyldufólks, verða þess valdandi að fjölskyldurnar færu saman að veiða og væru saman. Við förum hringinn í kringum landið og fjöllum um veiðivötn allan hringinn. Þeir sem eru að fara í sumarfrí hringinn í kringum landið geta því haft bókina með sér og fundið veiði- staði við hæfi,“ segir Auður. Upplýsingar og uppskriftir Markmiðið var að skrifa bók sem veitti upplýsingar um alla þætti veiðinnar en gæti jafnframt nýst sem handbók í ferðalaginu. „Í upp- hafi bókarinnar eru upplýsingar um veiðiaðferðir, allan útbúnað og síðan förum við í þau vötn sem er hentugt fyrir fjölskyldur að veiða í. Svo til að auka áhuga barna þá fylgja með sögur af krökkum sem hafa veitt sinn maríulax og upplifun þeirra. Frásögnunum fylgja svo upplýs- ingar um árnar sem börnin veiddu sinn lax í.“ Fjallað er um fjölmargt annað, svo sem fiskitegundir, mismunandi gerðir veiða og fluguhnýtingar auk uppskrifta. „Það er hægt að skoða uppskriftir í bókinni og grilla feng- inn strax á árbakkanum í lok veiði- ferðarinnar. Við reyndum að hugsa fyrir öllum þáttum.“ Á allra færi Auður og Páll sæl og glöð með heljarinnar lax. Bókin er fyrir alla veiðimenn en við vild- um sérstaklega ná til fjölskyldufólks, verða þess valdandi að fjöl- skyldurnar færu sam- an að veiða og væru saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.