Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 12
ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Jólahaldinu lauk á Seleyrinni með þrett- ándabrennu seinnipartinn á sunnudag, en gleðinni hafði verið frestað vegna veðurs. Björgunarsveitin Brák hafði veg og vanda af brennunni og glæsilegri flugeldasýningu. Mjög kalt var í veðri og nokkur vindur af norðri svo að rafmagnskeflin sem nyrst stóðu í kestinum voru lengi að brenna. En allt fór þetta vel fram og notalegt var að hlusta á harmonikkuleik Steinunnar Pálsdóttur á með- an flugeldasýningin stóð yfir. Enginn vill missa af þrettándagleðinni sem er fastur liður á hverju ári, enda létu menn norðanvindinn ekki á sig fá og komu heim með flottar epla- kinnar!    Lionsballið svokallaða er líka árvisst og af mörgum talið einn aðalviðburður samkvæm- islífisins í Borgarnesi, en Lionsklúbburinn Agla heldur ballið. Það er haldið fyrstu helgina í janúar og er jafnan mikið lagt í skemmti- atriðin. Þau eru heimatilbúin, leikir, glens og gaman, en einnig sýndu dansarar frá Dans- skóla Evu Karenar snilli sína auk þess sem Ingi „uppistandari“ Tryggvason lögræðingur tróð upp. Margrét Maack frá Rás 2 var með sýnikennslu í magadansi, en síðan þeytti hún ásamt Óla Palla skífum fram á rauða nótt. Ekki var annað að sjá en að ballgestir skemmtu sér konunglega og allt fór þetta vel fram.    Það er merki um nýtt og spennandi ár þegar námsvísir Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi berst inn um lúguna. Sjaldan hefur eins margt spennandi verið í boði og á þessari önn sem gengin er í garð. Má telja alls kyns heilsueflandi námskeið, tómstunda- námskeið og starfstengt nám, svo ekki sé minnst á námskeið þar sem fólk getur nýtt list- ræna hæfileika sína. T.d. verður framhald á myndlistarnámskeiði þar sem kennt er að mála með olíulitum. Borgnesingar sem og aðrir Vestlendingar eru hvattir til að kynna sér námsvísinn rækilega og skrá sig á námskeið hjá www.simenntun.is.    Háskólinn á Bifröst verður efldur sem sjálfstæður háskóli og fallið hefur verið frá hugmyndum um sameiningu við aðra háskóla. Þetta var ákveðið í desemberlok og Borgfirð- ingar anda léttar. Unnið verður að því að renna styrkari stoðum undir starfsemi skól- ans, bæði fjárhagslega og faglega. Athygli vek- ur að nýr stjórnarformaður skólans er Guð- steinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, þannig að Bifröst virðist nálgast uppruna sinn og tengingu við samvinnuhreyf- inguna. Bryndís Hlöðversdóttir var skipuð nýr rektor við skólann þann 5. janúar sl. Það verð- ur áhugavert að fylgjast með þróun skólans, eflingu hans og sérstöðu.    Vegagerð ríkisins í Borgarnesi átti hundrað ára starfsafmæli á liðnu ári, en árið 1910 fluttist Guðjón Bachmann, brúarsmiður og verkstjóri, þangað og hóf störf við vega- gerð. Í tilefni af afmælinu var opið hús í Safna- húsinu þann 21. desember og afhenti stofnunin Byggðasafni Borgarfjarðar líkan af gömlu Hvítárbrúnni til varðveislu. Hvítárbrúin hefur löngum þótt mikið stórvirki og héraðsprýði og ánægjulegt að líkanið sé nú til sýnis í Safna- húsinu. Jól kvödd með harmon- ikkuleik og flugeldum Morgunblaðið/ Guðrún Vala Elísdóttir Afraksturinn Nokkur olíumálverk sem máluð voru á námskeiði hjá Símenntun. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Húsaleiga hjá Félagsbústöðum hf. í Reykjavík og Brynju, hússjóði Ör- yrkjabandalagsins, er vísitölubundin og hefur hækkað á sama tíma og kaupmáttur almennings hefur rýrn- að. Bæði félögin fjármagna húsnæði sitt með verðtryggðum lánum og verðtryggja leigusamningana með því að vísitölubinda þá. Leigjendur hjá Félagsbústöðum eru undir skil- greindum tekju- og eignatakmörk- um og öryrkjar leigja hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. „Það er fyrst og fremst hjá Ör- yrkjabandalaginu og Félagsbústöð- um, þar sem húsaleiga hækkar eftir vísitölu, sem húsaleiga er að hækka,“ sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún taldi að húsaleiga á almennum markaði hefði lækkað fyrst eftir að kreppan skall á haustið 2008. Eink- um átti það við um leigu á stökum herbergjum sem var orðin mjög há. Neytendasamtökunum bárust í fyrra 414 fyrirspurnir vegna húsa- leigumála en árið 2009 voru slíkar fyrirspurnir 218 talsins. Aukningin var því um 90% á milli ára. Fyrir- spurnirnar varða húsaleigumarkað- inn almennt. „Það er ekkert laun- ungarmál að það hefur borið á talsvert mikilli aukningu vegna vísi- tölutengingar hjá Félagsbústöðum,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, um húsaleigukvartanirnar. Ástæðan er verðtryggð lán Sigurður Kr. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða hf., sagði að leigan hjá þeim breyttist ársfjórðungslega með neysluverðs- vísitölunni. Hann sagði eðlilegt að fólk fyndi fyrir hækkun leigunnar þegar kjörin stæðu í stað eða jafnvel versnuðu og kaupmáttur rýrnaði. Þeir sem ættu sitt húsnæði fyndu einnig fyrir þessu. Félagsbústaðir hf. eru í eigu Reykjavíkurborgar og eiga 2.150 íbúðir. Sigurður sagði að fjármagns- kostnaður væri langstærsti þáttur- inn í rekstrinum. „Við erum fjár- magnaðir af Íbúðalánasjóði og það eru verðtryggð lán,“ sagði Sigurður. Hann sagði að leigjendur Félagsbú- staða stæðu mjög vel í skilum. Árið 2008, þegar þyngja fór undir fæti, voru vanskil um 1%. Þau hækkuðu í 2% á árinu 2009 og voru um 3% árið 2010. Sigurður sagði að 600-700 íbúðir hefðu komið inn á almenna leigu- markaðinn í ársbyrjun 2009. Við það lækkaði húsaleiga þar og um 20 íbúð- ir Félagsbústaða stóðu tómar að jafnaði, aðallega 4-5 herbergja íbúð- ir. Í fyrra voru allar íbúðir Félagsbú- staða komnar í leigu og ásókn jókst, einkum í stórar íbúðir. Sigurður taldi þetta vera til merkis um að fólk sem hefði farið annað í leiguhúsnæði væri að koma til baka. Félagsbústaðir fjölguðu ekki íbúðum í fyrra og hitt- eðfyrra. Sigurði sýnist að leiguverð á almenna leigumarkaðinum hafi verið að hækka frá því í febrúar 2010. Hærri leiga en sömu bætur Brynja, hússjóður Öryrkjabanda- lagsins, á rúmlega 700 íbúðir víða um land. Flestar eru í Reykjavík, 485 íbúðir. Björn A. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Brynju, sagði að leigj- endur hefði fundið fyrir mikilli hækkun 2008, þegar vísitalan hækk- aði um tæp 18%, og um 6% árið 2009. „Við erum með mun lægri leigu en önnur leigufélög,“ sagði Björn. Hann nefndi til dæmis að tveggja her- bergja íbúð í Hátúni væri leigð á tæpar 51 þúsund krónur. Þar til frá- dráttar koma húsaleigubætur sem eru 18 þúsund kr. hjá flestum. Greiðslubyrðin er því 33 þúsund krónur á mánuði. Björn benti á að örorkubætur ættu að fylgja verðlagi en ekki væri gert ráð fyrir neinni hækkun í fjárlögum fyrir árið 2011. Verðbólga upp á 3-4% myndi því valda kaupmáttarrýrnun hjá öryrkj- um sem henni næmi auk þess sem leigan hækkaði. Húsaleiga vísitölubundin  Leiga hjá Félagsbústöðum hf. í Reykjavík og hjá hússjóði öryrkja hækkar stöðugt Morgunblaðið/Ásdís Félagslegar íbúðir Langflestar íbúðir Félagsbústaða, eða 54%, eru tveggja herbergja. Íbúðunum fækkar eftir því sem þær eru stærri. Langflestir á biðlista eftir húsnæði eru einstaklingar. Þeir eru yfirleitt í einstaklings- eða tveggja herbergja íbúðum. Fólk með börn fær hærri húsaleigubætur en barnlausir. Meðalverð mánaðarleigu hjá Félagsbústöðum samkvæmt grunni húsaleigubóta í nóvember 2010 Leigan er án hita og rafmagns 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Le ig uv er ð (k r.) Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur Greiðslubyrði leigutaka Heimild: Félagsbústaðir hf. 66.244 82.223 104.845 119.742 139.885 147.554 Einstakl. íbúð 2 herb. íbúð 3 herb. íbúð 4 herb. íbúð 5 herb. íbúð 6 herb. íbúð 64.626 64.772 61.623 53.531 40.370 36.255 29.989 41.853 51.314 58.119 75.113 82.928 Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 2008 380 340 300 260 Janúar 2008 Desember 2010 282,3 366,7 (29,9% hækkun) Heimild: Hagstofa Íslands Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Verkefnisstjóri starfshóps sem ætlað er að kanna möguleika á að sameina skóla, leikskóla og frí- stundaheimili í Reykjavík hefur átt fundi með ríf- lega 120 skóla- stjórnendum og umsjónarmönnum frístundastarfs frá því hópurinn var settur á laggirnar í nóvember. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur, segir að hópurinn muni skila tillögum sínum í febrúar og að til sameiningar komi strax í haust enda sé í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gert ráð fyrir að sameiningar og samvinnu leiði til sparnaðar. Starfshópurinn hittist vikulega og fjallar m.a. um spár um nemenda- fjölda, um nýtingu húsnæðis, mörk skólahverfa og fleira. Verkefnisstjór- inn mun skila inn upplýsingum sem byggjast á viðtölunum, sem hann tek- ur í trúnaði, hópurinn mun líta til þeirra ábendinga sem berast um sér- staka ábendingagátt á vef borgar- innar og framundan eru fundir með fulltrúum foreldra og kennara í leik- og grunnskólum borgarinnar. Skólum ekki lokað Oddný segir að hópurinn sé ekki byrjaður að ræða breytingar á starf- semi einstakra skóla. Sums staðar blasi við að hægt sé að sameina og auka samvinnu en annars staðar sé minna svigrúm til slíks. Aðspurð segir Oddný að hún sjái ekki fyrir sér, a.m.k. ekki í fljótu bragði, að einstökum skólum verði lokað. „Með sameiningu erum við að tala um sameiningu í yfirstjórn. Af því hlýst ýmiskonar hagræðing, í starfsliði, innkaupum, áætlanagerð og svo framvegis. Áfram verða öll þessi börn í borginni og við þurfum á öllum þessum húsum að halda. En við nýtum þau öðruvísi,“ segir hún. Sums staðar komi til greina að nýta hús- næði grunnskóla undir leikskóla- deildir. „Með sameiningu erum við aldrei að tala um að loka heldur sam- eina yfirstjórn þannig að færri takist á við stærri verkefni,“ segir Oddný Sturludóttir. Sameining þýðir ekki lokun skóla Fundir með yfir 120 skólastjórnendum Oddný Sturludóttir Húsaleigubótum má skipta í tvennt: Annars vegar almennar húsaleigubætur, sem fjármagn- aðar eru af ríki og sveitar- félögum nokkurn veginn til helminga. Hins vegar eru sérstakar húsaleigubætur sem Reykjavík- urborg og nokkur önnur sveitar- félög greiða úr sínum sjóðum. Leigjendur hjá Félagsbústöð- um hf. fá húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur. Almennar og sérstakar HÚSALEIGUBÆTURNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.