Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  8. tölublað  99. árgangur  SMÍÐA SJÁLFIR SINN KAJAK Í BÍLSKÚRNUM HATURSFULL UM- RÆÐA ÁSTÆÐA? KAMELJÓN OG ÓHRÆDD VIÐ BREYTINGAR SKOTÁRÁSIN 15 RIHANNA 32SETTUR Á FLOT Í VOR 10 Þjóðarsorg vegna blóðbaðsins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Engin niðurstaða fékkst í helstu ágreiningsmál á löngum þingflokks- fundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem stóð samtals í um sjö og hálfa klukkustund í gær og lauk fundinum ekki fyrr en um hálftíuleyt- ið. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins fór mestur hluti fundarins í umræður um stefnu VG í Evrópu- sambandsmálum, en einnig var stefna flokksins í sjávarútvegsmálum rædd, og varð niðurstaðan sú að fresta frek- ari umræðum í þingflokknum fram í næstu viku. Þingmenn sem rætt var við í gær- kvöldi sögðu að umræðum um stefn- una í Evrópusambandsmálum væri hvergi nærri lokið. Nú tæki við funda- herferð VG um land allt og í kjölfar hennar ættu mál að hafa skýrst. „Það liggur alveg ljóst fyrir, eftir þennan langa, stranga en góða þing- flokksfund okkar, að umræðum um stefnu flokksins í Evrópusambands- málum er alls ekki lokið,“ sagði þing- maður VG í gærkvöldi. Á fundinn hjá VG í gær mættu, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, fulltrúar úr sjávarútvegs- ráðuneytinu og fulltrúar úr samn- inganefndum Íslands um land- búnaðarmál og sjávarútvegsmál og gerðu grein fyrir stöðu mála, eins og hún horfir við þeim. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins kom ekki til umræðu á fund- inum krafa þeirra Atla Gíslasonar, Ás- mundar Einars Daðasonar og Lilju Mósesdóttur, um að starfandi þing- flokksformaður biðjist opinberlega af- sökunar á ummælum sínum um Lilju Mósesdóttur, eins og þremenningarn- ir gerðu kröfu um í greinargerð sinni. Árni Þór sagði í seinni fréttum sjón- varps í gærkvöldi að hann hefði ekki verið beðinn um neitt slíkt. MEnn ófriðarblikur »4 Enn tekist á hjá VG  Engin niðurstaða á þingflokksfundi  Tekist á um ESB og stefnuna í sjávarút- vegsmálum í yfir sjö tíma í gær  Frekari umræðum frestað fram í næstu viku Mikil umferðarteppa myndaðist í gærmorgun á Hafnarfjarðarvegi og voru dæmi um að það tæki ökumenn klukkustund að komast úr Hafnarfirði að Austurvelli í Reykjavík. Þessi mynd var tekin af Kópavogsbrúnni niður í Kópavoginn þar sem bílarnir hlykkjuðust löturhægt eins og risavax- inn ljósormur í áttina til Reykjavíkur þótt ekki væru þeir á ljóshraða. Eflaust hefur reynt á þol- inmæði ökumanna að mjakast svo hægt áfram. Morgunblaðið/Golli Morgunumferðin mjakast áfram Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) hefur leit- að svara hjá Reykjavíkurborg um hvernig hún hyggst breyta reglum sínum um sérstakar húsaleigubætur. ÖBÍ kvartaði til sveitarstjórnarráðu- neytisins í janúar 2010 yfir því að borgin hefði ekki greitt lágtekjufólki sérstakar húsaleigubætur, þeim sem leigja hjá félags- og líknarsamtökum frá vorinu 2008. Leigjendur hjá Fé- lagsbústöðum hf. og á almennum markaði fá sérstöku húsaleigubæt- urnar frá borginni auk almennra húsaleigubóta. Í svari sveitarstjórnarráðuneytis- ins frá 18. nóvember 2010 er þeim til- mælum beint til borgarinnar að breyta reglum um félagslegar leigu- íbúðir og sérstakar húsaleigubætur. Ráðuneytið telur að reglur borgar- innar mismuni fólki og séu í and- stöðu við jafnræðisregluna. Hjá velferðarsviði Reykjavíkur var bent á að leiguíbúðir Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, væru fyrir afmarkaðan hóp fólks en ekki almenning líkt og Félagsbústaðir. Auk þess væri leiguhúsnæði Brynju nú þegar niðurgreitt. Eftir er að fjalla um álit ráðuneytisins í borg- arkerfinu og ákveða viðbrögð við því, að sögn talsmanns velferðarsviðs. » 12 Reykjavík breyti reglum  Reglur um sérstakar húsaleigubætur taldar mismuna fólki Sérstakar húsaleigubætur Janúar – nóvember (í Reykjavík) 2009 2010 Alm.markaður 851 979 Félagsbústaðir hf. 2.067 2.127 Fjöldi notenda Alm.markaður 166,5 200,1 Félagsbústaðir hf. 439,6 462,0 Samtals: 606,1 662,1 Upphæð (milljónir króna)  Almenn raforkunotkun hefur minnkað síðustu tvö ár, samhliða samdrætti í efnahagsmálum, og er þetta í fyrsta skipti sem notkunin dregst saman að ráði allt frá kreppuárunum á fjórða áratug síð- ustu aldar, eða í 80 ár. Þetta kemur fram í nýrri raf- orkuspá, sem raforkuhópur orku- spárnefndar gaf út í gær. Formað- ur hópsins, Íris Baldursdóttir, segir að vísbendingar séu um að raf- orkunotkun sé að aukast á ný. Spáð er 6,6% aukningu til 2015. »16 Fyrsti samdráttur í raforkunotkun í bráðum 80 ár Raforkunotkun hefur minnkað í kreppunni.  Nefnd um er- lenda fjárfest- ingu þarf að samþykkja kaup ástralska fyrirtækisins Wasabi Energy á orkustöð Orkuveitu Húsavíkur, sam- kvæmt upplýs- ingum frá efnahags- og viðskipta- ráðuneyti. Framkvæmdastjóri OH segir að samningur orkuveitunnar við er- lenda fyrirtækið feli í sér að það taki yfir rekstur orkustöðvarinnar, geri við hana og geri á henni nauð- synlegar endurbætur. OH geti svo keypt orkustöðina aftur af erlenda fyrirtækinu að þeirri vinnu lokinni. Hún segir að ekki sé verið að selja OH eða orkulindir. »14 Ekki verið að selja orkulindir OH Orkustöð OH.  Sala á áfengi og tóbaki dróst sam- an á síðasta ári samkvæmt upplýs- ingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, sérstaklega á sterku áfengi. Alls dróst salan á áfengi saman um 5,1% milli áranna 2009 og 2010 en þar munar mest um 34% sam- drátt í sölu á sterku áfengi. Sala á léttvíni og styrktu jókst hins vegar um 2,6%. Um milljón lítrum minna seldist í fyrra en árið áður. Þá dróst sala á sígarettum saman um 11,5% á síðasta ári en það er í samræmi við kannanir sem sýna fram á að reykingar séu á undan- haldi hérlendis. Á móti kemur að sala á neftóbaki jókst um 7,3% árið 2010. Gjöld á bæði áfengi og tóbak hækkuðu hinn 1. janúar. Virðis- aukaskattur hækkaði um 1% og áfengis- og tóbaksgjöld um 10%. »6 Minna tóbak og áfengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.