Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 21
vitað af glímu Þóreyjar við erfiðan sjúkdóm kom fregnin á óvart enda vorum við nýbúin að eiga saman ánægjulega samverustund á aðvent- unni og höfðum væntingar um að hitta hana aftur á nýju ári. En örlögin gripu í taumana og þarna í upphafi að- ventunnar kvöddum við hana í síðasta sinn. Þórey hóf störf við Selásskóla á öðru starfsári skólans haustið 1987. Lengst af þess tíma sem hún starfaði við skólann var hún umsjónarkennari tíu til tólf ára barna en seinustu árin sinnti hún deildarstjórn og hafði um- sjón með bókasafni skólans. Störf sín vann Þórey ávallt af trúmennsku og fagmennsku og á löngum starfsferli ávann hún sér traust og virðingu sam- starfsmanna sinna. Margur kennar- inn leitaði ráða hjá henni enda var auðvelt að leita til hennar og reynslu- bankinn ríkulegur sem Þórey var ætíð boðin og búin til að miðla af. Minningin um góðan kennara mun lifa áfram í huga þeirra fjölmörgu samstarfsmanna og nemenda sem nutu leiðsagnar Þóreyjar á yfir fjöru- tíu ára starfsferli hennar við grunn- skóla Reykjavíkur. Með þessum orðum vill starfsfólk Selásskóla þakka Þóreyju fyrir allt sem hún gaf okkur í starfi og leik þau ár sem hún starfaði með okkur. Einn- ig vottum við eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum Þóreyjar okkar dýpstu samúð. Fh. starfsfólks Selásskóla, Þorkell Daníel Jónsson. Kær vinkona er látin. Að eiga Þór- eyju sem vin voru forréttindi. Hún var traust og trú, ráðagóð og leiðbeinandi. Skipulag og snyrtimennska var henn- ar aðalsmerki. Þórey var öflugur kennari. Hún var fróð og vel gefin, miðlaði nemendum sínum af mikilli röggsemi og var alltaf vel undirbúin. Þórey var einnig strangur kennari, en þegar nemendur voru búnir að læra tækni hennar og vinnubrögð var ísinn brotinn og betri kennara var vart hægt að fá. Að vinna með Þóreyju var bæði skemmtilegt og gefandi. Hún miðlaði ekki aðeins til nemenda heldur nutu kennarar hand- leiðslu hennar. Þórey átti alltaf svör við því sem leitað var eftir. „Spyrjum Þóreyju“ heyrðist oft þegar spurning- ar vöknuðu. Fegurð Borgarfjarðar er mikil og Þórey og fjölskylda eiga sælureitinn Tobbukot í Hvítársíðu umvafinn birkiskógi. Þær eru margar ferðirnar sem ég hef farið til þeirra hjóna í Tobbukot og oft var gist. Þá var margt skrafað, mikið hlegið og spilað fram á nótt. Húsafellshringurinn var gjarnan ekinn og þar þekkti Þórey öll kennileiti og sögur staðanna. Komið var við á Húsafelli, jafnvel litið inn hjá listamanninum þar eða gengið um svæðið og höggmyndirnar skoðaðar. Áð var við Hraunfossa og Barnafoss og sagan rifjuð upp. Í Borgarfirði má finna góð berja- lönd og er líða tók á ágústmánuð var farið á berjamó. Þórey þekkti vel bestu berjalöndin og leyfði okkur vin- um sínum að njóta berjalandsins og tína berin blá á þessum fallegu og gjöfulu berjasvæðum. Kringum berjatínsluna var stofnað hlutafélagið Bláber. Þórey og Ögmundur voru höfðingj- ar heima að sækja, hvort heldur í Hörðukórinn eða sveitina. Börnin þeirra tvö, Hobba og Siggi voru auga- steinar þeirra og var gaman að fá að fylgjast með og taka þátt í atburðum í lífi þeirra. Í brúðkaupi Hobbu í nóv- ember ljómaði Þórey af stolti og gleði og mikil var hamingja hennar. Þórey var félagi í Oddfellow og gegndi þar fjölmörgum ábyrgðar- störfum. Mikil var gleði mín þegar hún bauð mér að ganga í Oddfellow. Betri félagsskap er vart hægt að hugsa sér, því þar fer fram gott og göfugt starf. Við unnum saman í kertasjóði Soffíu J. Claessen og þar málaði Þórey hin fegurstu kerti, sem báru vandvirkni hennar og listfengi glöggt merki. Það var gott að ferðast með Þór- eyju og fórum við margar ferðir bæði á vegum skólans og með Oddfellow. Þórey var alltaf búin að kynna sér sögu og menningu viðkomandi staða og hvað helst væri að sjá og njóta á hverjum stað. Á þann hátt varð ferðin ánægjulegri og eftirminnilegri fyrir ferðafélagana. Söknuðurinn við fráfall Þóreyjar er mikill og þær eru margar minningarnar sem ég mun varðveita af glæsilegri vinkonu. Ég sendi fjölskyldunni allri mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðan guð að styrkja hana á þessum erfiðu tímum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Anna Guðrún Jósefsdóttir. Sú var tíðin að hlaðnar vörður vís- uðu fólki veginn milli byggða. Margar voru þessar vörður svipaðar hver annarri. En fáeinar voru mikilvægari og eftirminnilegri en aðrar, þar sem þær skiptu ferðalanginn meginmáli á leið hans. Oft er talað um að leið okkar gegnum lífið sé vörðuð atburðum, gjörðum og síðast en ekki síst öðru fólki. Líkt og sumar vörður forðum daga eru margir þeir samferðamenn sem við kynnumst eftirminnilegri en aðrir. Þórey var þannig manneskja. Hún átti mikilvægan þátt í að varða leið samferðafólksins gegnum lífið. Fljótlega eftir að ég kom til starfa á vinnustað Þóreyjar bauð hún mig vel- komna, pírði á mig augun og rakti ættir mínar. Hvergi er maður óhult- ur, svaraði ég. Þórey snögg upp á lag- ið bætti við: Ég passaði einn frænda þinn þegar ég var stelpa, hann var alltaf með hor og átti ljótasta barna- vagninn í götunni! Vitandi varla hvernig ég ætti að taka þessu skoti varð mér þá betur litið á snarpt augnaráðið sem var fullt glettni og stríðni og brátt hljómaði innilegur hlátur hennar sem lét engan ósnort- inn. Og áfram hélt Þórey að varða leið mína og samkennara gegnum verk- efni þau sem biðu hvers vinnudags. Hún var stoð okkar og stytta og oft- ast var viðkvæðið þegar staðið var frammi fyrir vanda: – best að spyrja Þóreyju. Hún var einstaklega greind, fagleg og skipulögð. Hló stundum að því að hún væri nú af gamla skólan- um, en fáir voru jafneljusamir og hún að viða að sér nýjum fróðleik. Vandað var til allrar vinnu og fljótt lærðum við sem með henni störfuðum að ekki var sama hvernig hlutirnir voru unn- ir. Þórey var föst fyrir og fylgin sér, en jafnframt sveigjanleg. Hún var hreinskiptin, en gamansöm og stríðin og oft var glatt á hjalla á kennarastof- unni, ekki síst þegar Þórey var að gera grín að sjálfri sér. Hún kom upp ýmsum siðum á vinnustaðnum sem fólki fannst brátt ómissandi. Vinnu- síðdegið á föstudögum var einn þeirra. Var þá staldrað við og tekið upp léttara hjal áður en haldið var í helgarfrí. Þá var Þórey oft á leið í ríki sitt í Hvítársíðunni. Það lætur ekki mikið yfir sér og sést vart frá veg- inum. Þegar komið er í Tobbukot ertu þátttakandi í ævintýri. Húsráðendur leiða gesti um ævintýralandið. Um- hverfið og húsakostur – órjúfanleg heild. Öllu haganlega fyrir komið, hugsað fyrir öllu, nákvæmlega nóg, hvergi of mikið. Hver hlutur á sína sögu hvort sem það er gamla heynál- in frá Kolstöðum eða nýlegt málverk. Þórey sýnir stolt allar breytingar síð- an síðast og brosir kankvís yfir þeim framkvæmdum sem standa yfir. Far- ið er í ökuferð um heimasveitina. Þór- ey við stýrið. Segir sögur, sannar og ýktar. Nefnir alla bæi og kennileiti. Yfir frásögninni er viss andakt. Undir kvöld afsannar Þórey þá staðföstu fullyrðingu sína að hún kunni ekki að elda. Með Þóreyju er genginn skörung- ur sem er ógleymanlegur öllum sem þekktu. Að leiðarlokum telur maður í sig kjark og minnist þess að þeir sem fallnir eru frá eru ekki horfnir að fullu, einungis farnir ögn á undan okkur. Fjölskyldu Þóreyjar votta ég mína dýpstu samúð. Anna Sólveig Árnadóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 hafði náð að telja honum hughvarf, að fá sér Volvo, en það kom ekkert ann- að til greina hjá honum en að bíllinn skyldi vera úr sænsku eðalstáli. Við fórum hvern dag í rúman mánuð áður en rétti bíllinn varð fyrir valinu, bíll- inn sem hann átti til síðasta ævidags síns. Hann þótti vera snyrtilegur maður, klæddist alltaf sínum bestu fötum og átti föt fyrir hverja athöfn, hvort sem var að fara í bankann eða að þrífa bíl- inn. Mikinn áhuga hafði hann á ætt- fræði og þótti gaman að rekja ættir saman með fólki og átti auðvelt með að rekja ættir langt aftur, sérstak- lega þeirra sem frá Austfjörðum voru. Handverksmaður var hann mikill, hvort sem var við smíðar, list- málun, fluguhnýtingar eða útskurð, allt virtist leika í höndum hans. Það er fyrir mér svo óraunverulegt að kveðja þig núna, elsku afi minn. Þú sem alltaf varst svo heilsuhraustur og áreiðanlegur í öllu sem þú gerðir eða sagðir frá. Margar stundirnar áttum við saman og verða mér ætíð kærar. Veiðiskapurinn kemur fyrst í huga mér þar sem við áttum marga góða daga við veiðar. Ég hlakkaði til sum- arsins sem barn og unglingur því þá fórum við og amma austur til Stöðv- arfjarðar. Þar var alltaf gott og gam- an að vera með þér, dytta að húsinu, garðinum og fara að veiða. Ófáar voru ferðirnar okkar inn í botn fjarðarins og gengum Ölduna til að veiða í soðið. Ég er ákaflega hreykinn af þeim gildum sem þú kenndir mér í lífinu, margt hef ég tileinkað mér og fleira mun ég taka upp. Alltaf kemur í huga mér varkárni þín og gætni sem þú hafðir gagnvart hlutum, passa hornin á borðinu, puttana í falsinu og svo oddlausu skærin. Ég veit að synir mínir hafa fengið sinn skerf af þeim fyrirlestrinum. Margar eru minning- arnar og ætla ég ekki að tíunda þær hér, heldur skulum við halda þeim fyrir okkur. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Ég kveð þig með sárum söknuði, afi minn Afastrákurinn, Ólafur Ragnar. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR kennari, Meðalbraut 14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.00. Þórir Gíslason, Brynjólfur Þórisson, Herdís Þórisdóttir, Ingvi Guttormsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og sambýliskona, GYÐA STEINGRÍMSDÓTTIR, Fróðengi 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 15.00. Kristjana Óladóttir, Þráinn Garðar Þorbjörnsson, Þórarinn Ólason, Eydís Unnur Tórshamar, Bjarni Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ELÍAS KRISTJÁNSSON frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni þriðjudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.00. Klara Hjartardóttir, Ellý Elíasdóttir, Guðmundur Stefánsson, Óskar Elíasson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðný Sólveig Elíasdóttir, Sigtryggur Antonsson, Hjörtur Kristján Elíasson, Ómar Elíasson, Hallfríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, FINNBOGI JÓNASSON, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 6. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. janúar kl. 13.00. Jónas Pálsson, Björn Jónasson, Hermann Páll Jónasson, Gunnar Börkur Jónasson, Dóra Hansen, Kristín Jónasdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Trönuhólum 14, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni miðvikudaginn 5. janúar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 14. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd og Krabbameinsfélagið. Magnús Ingólfsson, Björg Björnsdóttir, Erna Magnúsdóttir, Mörður Finnbogason, Ásta Lilja Magnúsdóttir, Ingólfur Már Magnússon. Mamma mín, dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR blaðamaður, lést á Landspítalanum mánudaginn 10. janúar. Úlfhildur Flosadóttir, Kristín Ólafsdóttir, Jón Hallsson, Sigríður Jónsdóttir, Þórir Bragason, Ólöf Jónsdóttir, Íma Þöll Jónsdóttir, David Zoffer, Þórhildur Halla Jónsdóttir, Jóhann Matthíasson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.