Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Við erum bara fúskarareins og þar stendur,áhugamenn um kajak-smíði,“ segir Eyjólfur í léttum dúr þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Hann segir hugmyndina hafa kviknað fyrir um einu og hálfu ári. „Þá hittumst við þrír sem höfðum verið að pæla í slíkri smíði hver í sínu horninu. Þannig skapaðist ákveðið and- rúmsloft og hlóð hugmyndin síðan utan á sig þannig að í fyrrahaust vorum við 10 eða 12 sem fórum af stað. Við ætluðum okkur fyrst að vera allir á sama stað en tókst ekki að finna húsnæði á viðráðan- legu verði svo við enduðum tveir saman, ég og Karl Snorrason, í bílskúr og hinir eru svo víðs vegar um bæinn,“ segir Eyjólfur. Uppskriftir að kajak Þeir Karl og Eyjólfur hafa helst krunkað sig saman með tveimur öðrum kajaksmiðum úr hópnum og segir Eyjólfur þá alla vera á svipuðum stað í smíðinni. Hann segir hlæjandi að þeir séu ekki að keppa heldur sé mark- miðið að klára. Í byrjun nýttu þeir félagar sér netið til að kanna hvernig smíða ætti kajak. Þá kom í ljós að víða erlendis eru margir að bjástra við þetta sama. Til eru margar bækur í kringum smíðina og völdu þeir Eyjólfur og Karl eina slíka þar sem finna má upp- skriftir að þremur mismunandi tegundum af kajak. Þannig náðu þeir sér í grunn að teikningum sem þeir færðu síðan yfir í tölvu- forritið AutoCAD. Það er mikið notað bæði í hönnun á húsum og hlutum og þannig voru útbúnar teikningar. Í kjölfarið á því er búin Tveir fúskarar smíða kajak Í bílskúr á höfuðborgarsvæðinu keppast tveir menn við að smíða kajak. Smíðin er þeirra áhugamál og er áætlað að sjósetja kajakana næsta vor. Morgunblaðið/Ernir Kajaksmíði Mikil vinna liggur í því að pússa viðinn vel og vandlega. Grænlandskajak Mótið að kajökunum fengu þeir félagar í bók. Bloggsíðunni Blackbeltmama.com er haldið úti af hressri bandarískri móð- ur um þrítugt. Hún vinnur heima, á tvær dætur og eiginmann, og hefur mikinn áhuga á karate. Hún vinnur að því að ná svarta beltinu í okinawan kenpo og kobudo. Hún segist vera að ala dætur sínar upp í að verða klárar og sterkar konur og er sú eldri farin að æfa danzan-ryu ju-jutsu. Í desember hóf móðirin að æfa hjá einkaþjálfara til að taka þjálfun sína með meira trompi. Hún bloggar mikið um þjálfun sína og er farin að drekka próteinhristinga í staðinn fyrir að éta heilan snakkpoka. Hún er líka farin að halda þjálfunardagbók til að hjálpa sér við að ná settu markmiði, sem er að komast í frábært form. „Einka- þjálfarinn minn veit hvernig á að sparka í rassinn á mér; en hann er líka mjög góður í að hvetja mig og veita mér innblástur til að ég haldi áfram,“ skrifar svartabeltismamman í nýlegri færslu um einkaþjálfarann. Hún ritar um margt annað en þjálf- unina, fjölskyldulífið og vinnan eru henni líka ofarlega í huga. Því er þetta blogg sem venjulegt fólk ætti að hafa gaman af að lesa. Vefsíðan www.blackbeltmama.com Morgunblaðið/Kristinn Karate Bandarísk móðir sem er hugfangin af karate bloggar. Mamma með svarta beltið Allt í lagi, þú ferð alltaf á hlaupa- brettið og svo í hot jóga-tíma eða í göngutúra um þitt nærumhverfi og svo í sundlaugina. Hvernig væri nú á nýju ári að prófa nýja hreyfingu? Vissulega er alltaf einfaldast að gera það sem maður þekkir en það getur líka verið gaman að taka áskorunum og athuga hvað líkaminn og hugurinn geta. Hvað veistu nema það henti þér miklu bet- ur að fara í magadans en hot jóga eða í pallaleikfimi frekar en að vera alltaf á brettinu. Það lífgar upp á sálar- tetrið að prófa eitthvað nýtt og láttu nú vaða í staðinn fyrir að hugsa stanslaust um það. Endilega … … prófið nýja hreyfingu Morgunblaðið/Eggert Sund Gæti hentað þér betur en sú hreyfing sem þú stundar núna. Tilkynnt var um niðurstöðu kosninga um langhlaupara ársins 2010 á laug- ardaginn og má sjá úrslitin á vefsíð- unni Hlaup.is. Langhlaupari ársins í flokki karla er Björn Margeirsson en næstir hon- um komu Gunnlaugur Júlíusson og Jón Guðlaugsson. Í flokki kvenna varð Rannveig Oddsdóttir fyrir val- inu, en næstar henni komu Helen Ólafsdóttir og Anna Sigríður Sigur- jónsdóttir. Að auki voru María Kristjánsdóttir, María Kristín Gröndal og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir tilnefndar í flokki kvenna og Guðmundur Sigurðsson, Höskuldur Kristvinsson og Sigurjón Sigurbjörnsson í flokki karla. Hlaup Morgunblaðið/Eggert Best Rannveig Oddsdóttir sigraði í Reykjavíkurmaraþoni 2010. Langhlauparar ársins 2010 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Þangað til fyrir skemmstuhöfðu hjónin Auður ogPáll Jökull einbeitt sér aðskrifum um garðyrkju. Þau hafa gefið út bækur um efnið og auk þess hafa þau lengi gefið út tímaritið Sumarhúsið og garðurinn. Einn daginn vatt Gunnar, alvanur veiðimaður, sér að þeim og lagði til að þau skrifuðu saman bók um stangaveiði. Hann náði að sann- færa þau endanlega eftir að hann fór með þau í veiðiferð. „Gunnar fór með okkur í Kaldá í ágúst 2009 og þar veiddi ég maríulaxinn minn og þá var ég komin með bakteríuna. Þetta var svo mikið fagnaðarerindi. Ég fékk gæsahúð og það var svo mikil spenna og þetta var ólýsanleg til- finning að veiða sinn fyrsta lax. Eftir það jókst áhuginn mikið,“ seg- ir Auður. Stefnir á gull í ólsen-ólsen Spilið ólsen-ólsen kom líka mik- ið við sögu. „Gunnar er mikill snill- ingur í ólsen-ólsen, það er alltaf stórmót í ólsen-ólsen annan í jólum í minni fjölskyldu og fékk ég silfrið í fyrra. Það má segja að þarna í veiði- ferðinni hafi ég sæst á að fara í þetta verkefni með honum því hann Stangaveiði á allra færi Hjónin Auður I. Ottesen og Páll Jökull Pétursson höfðu litla reynslu af stangaveiði þegar Gunn- ar Bender, reyndur stang- veiðimaður og útgefandi Sportveiðiblaðsins, viðr- aði við þau þá hugmynd að gefa út bók um sportið. Fallist var á það eftir að Gunnar lofaði að gera Auði að meistara í ólsen- ólsen og eftir að hún veiddi maríulaxinn sinn varð ekki aftur snúið. Bókin Á allra færi leit dagsins ljós fyrir skömmu og á hún að vera leiðar- vísir á mannamáli jafnt fyrir óvana sem þaul- reynda veiðimenn á öll- um aldri. Morgunblaðið/Eggert Við árbakkann Hjónin Auður I. Ottesen og Páll Jökull Pétursson skrifa nú um fleira en garðyrkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.