Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Ófríðir hrottar réðust á ... 2. Íslendingur á forsíðu NME 3. Lýst eftir karlmanni 4. Afklæddist á flugvelli »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í ár verður í fyrsta sinn blásið til hljómsveitakeppni meðfram Ford- fyrirsætukeppninni sem haldin verð- ur þann 4.febrúar. Þetta er því gott tækifæri fyrir nýjar hljómsveitir og bílskúrsbönd sem vilja láta í sér heyra. »32 Hljómsveitakeppni og fyrirsætukeppni  Árni Hjörvar Árnason er með- limur í The Vacc- ines sem prýðir nú forsíðu NME sem er eitt víð- lesnasta tónlist- arblað heims. Sveitinni er spáð miklum frama í ár og var í 3. sæti yfir þá listamenn sem BBC spáir góðu gengi. Var hún efsta hljómsveitin, söngkona og söngvari voru þar fyrir ofan. Íslendingur á forsíðu NME-tímaritsins  Leiðtogi ensk-íslensku rokkabillí- sveitarinnar The 59’s, Smutty Smiff, er óþreytandi við trúboðið og er helj- armikil rokka- billíveisla fyrir- huguð um miðjan febrúar þar sem Langi Seli og Skuggarnir munu troða upp og svo sveit Smutty að sjálf- sögðu. Johnny Cash Íslands verður einn- ig valinn. Hver er Johnny Cash Íslands!? Á miðvikudag Norðaustlæg átt, 10-15 m/s NV-til, annars víða 5-10. Víða él eða dálítil snjókoma, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 10 stig. Á fimmtudag Norðaustanátt, víða 5-10 m/s A-lands en 8-15 V-til. Vaxandi austan- og norðaustanátt síðdegis, einkum V-til. Snjókoma eða éljagangur og heldur hlýnandi. VEÐUR Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, landsliðskona í blaki, varð um helgina norskur bikar- meistari með liði sínu UiS Volley. Jóna og félagar sigr- uðu Oslo Volley eftir æsi- spennandi rimmu í loka- hrinunni, 15:13 og var Jóna kosin besti leikmaður UiS Volley í leiknum. Jóna er frá Neskaupstað og var í lyk- ilhlutverki þegar félagið varð Noregsmeistari síð- asta vor. »3 Jóna best í bikarúrslitunum Landsliðskonan Dóra María Lárus- dóttir hefur ákveðið að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Djur- gården í Stokkhólmi. Þar hittir hún fyrir gamlan samherja úr Val, Guðbjörgu Gunn- arsdóttur, sem ver mark liðsins. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er auk þess hjá félaginu en hefur nánast ekkert leikið frá því á EM 2009 vegna höfuðmeiðsla. »2 Dóra María endurnýjar kynnin við Guðbjörgu Hið árlega Nýárssund fatlaðra ung- menna var haldið í Laugardalslaug- inni á sunnudaginn. Kolbrún Alda Stefánsdóttir úr íþróttafélaginu Firði úr Hafnarfirði var heiðruð fyrir að vinna besta afrek mótsins. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari Morgun- blaðsins var á mótinu og má sjá af- raksturinn í myndasyrpu í íþrótta- blaðinu í dag. »4 Fjölmennt Nýárssund hjá fötluðum ÍÞRÓTTIR Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landsmenn hafa ekki farið varhluta af kuldatíðinni að undanförnu, eink- um norðan- og austanlands, með frosti, snjókomu og éljagangi. Lægðagangur suður yfir landið hef- ur verið þrálátur en hvort heim- skautaveður er í aðsigi telja veður- fræðingar of snemmt að fullyrða um. Veturinn hafi þó til þessa verið kald- ur og óvenjulegur að mörgu leyti. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur hefur fjallað nokkuð um kulda- tíðina á bloggsíðu sinni (esv.blog.is). Norðan- og norðaustanáttir með lægðum á suðurleið hafi verið næsta fátíðar hér á landi síðustu 10-15 árin. „Spurning hvort þetta sé tilfallandi nú þennan veturinn eða að vetrar- veðráttan sé að skipta um ham. Þannig að veturinn 2010-2011 verði vetur straumhvarfa líkt og var 1964- 1965 eða 1995-1996? Tíminn verður að leiða í ljós hvort sú sé raunin,“ rit- ar Einar á bloggsíðunni. Hann segir við Morgunblaðið að svonefndar fyrirstöðuhæðir með háum loftþrýstingi hafi verið ríkjandi síðan um miðjan nóvember, með ým- ist mjög köldu veðri eða mjög hlýju líkt og milli jóla og nýárs. Hin svonefnda N-Atlantshafs- sveifla, einnig nefnd N-Atlantshafs- vísitala (NAO), hafi verið neikvæð frá miðjum nóvember sl. En vísitalan er einfaldur þrýstimunur á milli Ís- lands og Azor-eyja. Þegar þrýsti- munurinn er mikill er sterk vestanátt á Atlantshafi og mikill lægðagangur. Þegar þrýstimunurinn er lítill er vísi- talan neikvæð og lægðagangur lítill. Einkennilegur og óhefðbundinn Einar segir að þessu hafi fylgt kuldi og vetrarríki á meginlandi Evr- ópu. Nú sé útlit fyrir að NAO verði jákvæð aftur, sem geti þýtt mildara loft á meginlandi Evrópu en Íslend- ingar geti setið uppi með þrálátar norðan- og norðaustanáttir. Einar segir við Morgunblaðið að svo geti farið að þessi vetur verði ein- stakur fyrir tilviljun, og allt hrökkvi í sama farið með tilheyrandi hlýindum líkt og nokkra undanfarna vetur, eða þá að við séum að sigla inn í nýtt og kaldara tíðarfar næstu árin. „Veturinn hefur verið einkenni- legur að ýmsu leyti og óhefðbundinn, mikið um stillur og kaldir og hlýir dagar í bland og úrkoma ekki mikil. Það hefur verið snjólétt á landinu þrátt fyrir nokkur köst.“ Trausta Jónssyni veðurfræðingi hefur á bloggsíðu sinni (trj.blog.is) einnig orðið tíðrætt um þessa kulda- polla sem hann hefur gefið nafnið Snarpur 1, 2, og 3. Í samtali við Morgunblaðið segir Trausti of snemmt að spá um hvort einhver straumhvörf séu að verða í tíðar- farinu. Þetta sé aðeins annar kaldi veturinn í V-Evrópu eftir langt hlý- indaskeið, allt frá 1989. Það muni sjást eftir 4-5 ár hvort veturinn núna marki einhver tímamót. Heimskautaveður framundan?  Veðurfræðingar varkárir með slíkar spár en veturinn er óvenjukaldur Morgunblaðið/Theódór K. Þórðarson Sk otv ind ur Veik hæð Veik lægð Milt og minni hafís Kalt og þurrt „Fyrirstaða“ Kalt og þurrt Kalt og meiri hafís Skotvindur Öflug hæð Öflug lægð Hlýtt Milt og rakt Jákvæð mæling Neikvæð mæling Norður-Atlantshafssveiflan (NAO) Hlýtt og rakt Kaldi og snjókoma Skotvindur SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-15, hvassast V-til. Snjókoma eða él um landið norð- anvert, en annars yfirleitt þurrt. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.