Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Morgunblaðið/Sverrir Þjónusta Drengnum var boðin stöðluð ferðaþjónusta fyrir fatlaða. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Blindir í Kópavogi búa við mun lægra þjónustustig en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Kristinn Halldór Einarsson, for- maður Blindrafélagsins. Lögmaður félagsins hefur lagt fram stjórn- sýslukæru til úrskurðarnefndar fé- lagsþjónustu- og húsnæðismála hjá velferðarráðuneytinu vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti 17 ára blinds drengs til ferðaþjónustu. Er þetta fyrsta kæran af slíku tagi eftir að málefni fatlaðra færðust alfarið yfir til sveitarfélaga um áramótin. Snýst málið um að Kópavogsbær hafnaði í desember þeirri kröfu að drengnum væru útvegaðar allt að sextíu ferðir með leigubíl á stræt- isvagnafargjaldi á mánuði. Hafnaði bærinn þeirri kröfu og bauð í stað- inn staðlaða ferðaþjónustu fyrir fatlaða sem kærandi telur ekki taka mið af þörfum drengsins. Almenn akstursþjónusta félagsþjónustunnar í Kópavogi er með þeim hætti að fatlaðir einstaklingar panta sér far með ferðaþjónustunni og verður það að vera með sólarhringsfyrir- vara. Engin svör fengið Kristinn segir að ferðaþjónustan sem Kópavogsbær býður upp á uppfylli hvorki ákvæði laga um mál- efni fatlaðra né samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem sveitarfélögum beri að taka til- lit til við framkvæmd laganna. „Allt síðastliðið ár erum við búin að leita eftir því við Kópavogsbæ að fá úrbætur og höfum bent á í hverju við teljum brotalömina felast. Þeir hafa ekki einu sinni svarað því að ræða við okkur,“ segir hann. Nú sé svo komið að beita þurfi þeim úr- ræðum sem löggjöfin bjóði upp á til að sækja rétt félagsmanna í Kópa- vogi. „Það eru um það bil 470 ein- staklingar á höfuðborgarsvæðinu sem eru lögblindir. Af þeim eru um það bil fimmtíu sem ekki hafa rétt á slíkri þjónustu og þeir búa allir í Kópavogi. Þeir búa við mun lægra þjónustustig en félagar þeirra hin- um megin við lækinn í Reykjavík.“ Reykjavíkurborg hafi á sínum tíma gert úttekt á sinni þjónustu, en þar bjóðast blindum leigubílaferðir, og var niðurstaðan sú að það væri hagkvæmasta lausnin, bæði hvað varðar kostnað og þjónustustig. Því sé ekki um fjárhagsleg rök að ræða fyrir því að hafna kröfu drengsins. Fyrsta kæran eftir breytingu „Samtök fatlaðra bentu á í um- ræðu um að færa málaflokkinn yfir að hætta væri á að það gæti verið mismunandi þjónustustig milli sveitarfélaga. Það var töluverður ótti við þetta,“ segir Kristinn. Það sé nú komið á daginn og fyrsta kæran sé komin aðeins tíu dögum eftir að málaflokkurinn flutt- ist til sveitarfélaganna. Uppfylla ekki skyldur við fatlaða  Blindrafélagið leggur fram stjórnsýslukæru vegna brota Kópavogsbæjar á réttindum blinds drengs FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hinn djúpstæði ágreiningur í þing- flokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs virðist bara hafa skýrst og orðið djúpstæðari í kjöl- far þess að þau Atli Gíslason, Ás- mundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir gerðu seint í fyrra- kvöld opinbera þá greinargerð sem þau lögðu fram á þingflokksfundi sl. miðvikudag, sem svar þeirra þremenninga við gagnrýni starf- andi þingflokksformanns, Árna Þórs Sigurðssonar, og fleiri á af- stöðu þeirra við hjásetu þegar fjár- lagafrumvarp Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra var afgreitt á Alþingi þann 16. desember sl. Ýmsir úr grasrót Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, ekki síst af landsbyggðinni, virðast ætla að þjappa sér að baki þeim þing- mönnum í VG sem gjarnan hafa verið nefndir „órólega deildin“ en höfundur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins kallaði nú um helgina „ærlegu deildina“, þeim Atla Gísla- syni, Ásmundi Einari Daðasyni og Lilju Mósesdóttur. Eins og kunn- ugt er eru ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson einnig í þeirri deild sem þremenn- ingarnir eru kenndir við, svo og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þing- flokksformaður, sem nú er í barn- eignarfríi frá þingstörfum. Vilja afsökunarbeiðni Samkvæmt samtölum við félaga í VG, óbreytta, bæði af höfuðborg- arsvæðinu og landsbyggðinni, virð- ist sem ofangreindir sexmenningar eigi umtalsverðan stuðning í flokknum. Erfiðlega gekk í gær að ná sambandi við þingmenn og ráð- herra VG sem komu saman til þing- flokksfundar í höfuðstöðvum sínum, Aðalstræti 6, kl. 13 og funduðu til kl. 16, en þá var gert hlé til kl. 18. Fundi var þá fram haldið og lauk honum ekki fyrr en um kl. 21.30 í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þetta afskap- lega erfiður fundur þar sem hart var tekist á. Mestur tími fundarins fór í umræður og ágreining um stefnu flokksins í Evrópusam- bandsmálum, en einnig var mikið rætt um stefnuna í stjórnun sjáv- arútvegsmála, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Engin niður- staða varð á fundinum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en ákveðið að halda umræðum um ágreiningsmál áfram í næstu viku. Eins og kunnugt er settu þau Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir m.a. fram þá kröfu í greinargerð til þingflokksins að Árni Þór Sigurðs- son, starfandi formaður þingflokks- ins, bæðist opinberlega afsökunar á ummælum sínum, sem fólu að þeirra mati í sér fordæmingu á mál- flutningi Lilju Mósesdóttur, vegna fjárlagagerðarinnar, þar sem þau þrjú sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Þau segja í greinargerð sinni að til- lögur þeirra hafi ekki fengið mál- efnalega umfjöllun í þingflokki VG og þau sökuðu flokksforystuna um óbilgirni og kölluðu ríkisstjórnina „svokallaða velferðarstjórn“. Stein- grímur J. Sigfússon, fjármálaráð- herra og formaður VG, sagði í sam- tali við fjölmiðla, þegar fundarhlé var gert síðdegis í gær: „Veistu það, ég bara stend ekki í þessu strákar mínir. Við erum bara að funda hérna … Við erum alltaf að ræða málin.“ Hann bætti því við að sjálfsagt væri hægt að biðja um afsakanir á báða bóga, aðspurður um kröfu þremenninganna um að starfandi þingflokksformaður bæðist afsök- unar á ummælum sínum um mál- flutning Lilju Mósesdóttur. Formaður VG sagði jafnframt að krafa um afsökunarbeiðni hefði ekki verið sett fram á þingflokks- fundinum sjálfum. Hann liti svo á að þremenningarnir væru enn stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar. Enn ófriðarblikur hjá VG  Er ágreiningurinn óleysanlegur?  Álitamál hvort flokkurinn klofnar eða ekki  Ýmsir úr grasrótinni virðast ætla að þjappa sér að baki „órólegu deildinni“ Um hvað er tekist á? » Þeir sem rætt var við í gær telja margir að ágreiningurinn innan þingflokks VG sé orðinn svo djúpstæður að hann muni leiða til klofnings. » Fullyrt er að annars vegar takist á þau öfl innan VG sem vilja standa vörð um þau grunngildi sem VG hafi að leið- arljósi í stefnuskrá sinni, en hins vegar standi meirihluti þingflokks VG fyrir því að standa við þann stjórnarsátt- mála sem ríkisstjórnarsam- starfið byggist á. Í slíku sam- starfi hljóti að felast mála- miðlun. Morgunblaðið/Golli Fundað Mestur tími fundarins fór í umræður og ágreining um stefnu flokksins í ESB-málum. Ákveðið var að halda umræðum áfram í næstu viku. Skeljungur hækkaði verð á eldsneyti í gær. Hækkaði bensínlítrinn um 3,50 krón- ur, í 213,60 krónur, og dís- ilolíulítrinn hækkaði um 2 krónur og kostar nú 213,40 í sjálfsafgreiðslu. Verð á 95 oktana bensíni með þjónustu er 219,60 krónur og 98 oktana bensín kostar 229,10 krónur lítrinn með þjónustu. Þá hafði N1 hækkað verð áður en blaðið fór í prentun. Kostar bensínlítrinn af 95 oktana bensíni þar því 213 krónur en af dísel 214,30 krónur. Síðast hækkaði verð á eldsneyti um tæpar tvær krónur um áramót- in. Var það rakið til þess að vöru- gjöld og kolefnisgjald af bensíni og olíugjald og kolefnisgjald af dísil- olíu hækkuðu um 3,60 krónur á lítr- ann um áramótin, samkvæmt ákvörðun Alþingis, sem svarar til 4,50 króna þegar virðisaukaskatti hefur verið bætt við. Enn hækk- ar elds- neytisverð  Skeljungur og N1 hækka verð hjá sér Á þriðja hundrað nemendur sóttu um að komast í fjarnám Háskóla- brúar Keilis á Ásbrú nú í jan- úar. Aðeins eru teknir inn 130 nemendur í fjar- námið þannig að biðlisti er langur. Hjálmar Árnason framkvæmda- stjóri segir að frá því Keilir hóf að bjóða fjarnám hafi áhuginn vaxið hratt. „Bendir það til þess að þarna sé verið að svara mikilli þörf í sam- félaginu. Fólk kemur inn á Háskóla- brú til að ljúka námi í framhalds- skóla, til þess að geta svo látið draum um nám í háskóla rætast,“ segir Hjálmar. Hann segir að á síð- asta ári hafi þurft að hafna mörgum umsækjendum sem ekki uppfylltu skilyrði. Nú séu fleiri með betri bak- grunn. Hinir hafi leitað í Mennta- stoðir símenntunarstöðva. Biðlistar á Háskólabrú Hjálmar Árnason Í kærunni er vísað til 35. grein- ar laga um málefni fatlaðra en þar segir að sveitarfélög skuli gefa fötluðum kost á ferða- þjónustu. „Markmið ferðaþjón- ustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenn- ingsfarartæki kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tóm- stunda.“ Auk þess er vísað til 20 gr. samnings SÞ um málefni fatl- aðra en þar segir meðal annars að aðildarríki skuli „greiða fyr- ir því að fatlaðir geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, þeim hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi“. Vísað til laga MÁLEFNI FATLAÐRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.