Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þjóðarsorg var í Bandaríkjunum í gær vegna skotárásar sem kostaði sex manns lífið í Tucson í Arizona um helgina. Lögreglan sagði að fram hefðu komið vísbendingar um að 22 ára karlmaður, sem var ákærður fyrir árásina, hefði ætlað að myrða Gabrielle Giffords sem særðist lífshættulega í árásinni. Giffords er demókrati og á sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Árásin hefur því vakið umræðu um hvort rekja megi árásina til hat- rammra deilna í Arizona milli demókrata og hægrimanna í Repú- blikanaflokknum. Clarence W. Dupnik, lögreglustjóri Pima-sýslu, sagði að hatursfull stjórnmálaum- ræða í Arizona hefði stuðlað að árásinni. „Allt talið um hatur, van- traust á stjórnvöldum, sjúkleg tor- tryggni gagnvart því hvernig stjórnvöld starfa … hefur áhrif á fólk, einkum þá sem eru truflaðir á geðsmunum fyrir,“ sagði lögreglu- stjórinn. „Arizona er orðin að mekka fordóma og ofstækis.“ Lögreglustjórinn segi af sér Dupnik er demókrati og vinur Giffords sem náði endurkjöri á liðnu ári með naumum sigri á repú- blikana sem naut stuðnings hægri- manna í Teboðshreyfingunni svo- nefndu. Repúblikanar í Arizona vísuðu orðum lögreglustjórans á bug, sögðu það ósanngjarnt að bendla flokk þeirra eða Teboðs- hreyfinguna við slík ódæðisverk. Nokkrir þeirra kröfðust þess að lögreglustjórinn segði af sér. Þingmenn repúblikana for- dæmdu árásina og þingfundum fulltrúadeildarinnar var frestað. „Árás á einn þingmann er árás á alla þingmennina,“ sagði John Boehner, sem var kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar eftir að repú- blikanar náðu meirihluta í henni í kosningunum í nóvember. „Ég skipulagði fyrirfram“ Jared Loughner, sem var hand- tekinn eftir árásina, var leiddur fyrir dómara í gær og ákærður fyr- ir morð og morðtilraun. Saksóknari sagði að Loughner hefði farið á fund sem Giffords hélt í ágúst 2007 og í peningaskáp á heimili hans hefði fundist bréf frá þingkonunni þar sem hún þakkaði honum fyrir að mæta á fundinn. Í peninga- skápnum fannst einnig umslag sem innihélt handskrifaða miða: „Ég skipulagði fyrirfram“, „morðið mitt“ og „Giffords“ stóð á miðun- um. Reuters Sorg Maður kveikir á kerti við sjúkrahús í Tucson til minningar um þá sem biðu bana í skotárásinni um helgina. Sex manns létu lífið og 14 særðust. Afleiðing pólitísks haturs?  Lögreglustjóri segir að rekja megi árásina í Arizona til hatursfullrar stjórn- málaumræðu en repúblikanar vísa því á bug  Þjóðarsorg vegna blóðbaðsins Mikil kjörsókn hefur verið í þjóðaratkvæða- greiðslu í Suður- Súdan um sjálf- stæði landshlut- ans. Atkvæða- greiðslan hófst á sunnudag og henni lýkur á laugardaginn kemur. Þótt framkvæmd atkvæðagreiðsl- unnar þyki hafa tekist vel fram að þessu hafa blossað upp átök í olíu- héraðinu Abyei þar sem minnst 33 hafa beðið bana síðustu þrjá daga. Atkvæðagreiðslan er haldin í sam- ræmi við friðarsamkomulag sem náðist árið 2005 og batt enda á 22 ára borgarastríð sem er talið hafa kostað um tvær milljónir manna líf- ið, auk þess sem fjórar milljónir þurftu að flýja heimkynni sín. Verði sjálfstæði Suður-Súdans samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni verður stærsta ríki Afríku skipt í tvennt. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en í byrjun febrúar. Mikil kjörsókn í S-Súdan Yfir 30 manns féllu í átökum í olíuhéraði Á kjörstað í Suður- Súdan. Tom DeLay, fyrr- verandi leiðtogi repúblikana í full- trúadeild Banda- ríkjaþings, var í gær dæmdur til þriggja ára fang- elsisvistar fyrir þátt sinn í pen- ingaþvættismáli í tengslum við öfl- un fjár vegna kosningabaráttunnar í Texas árið 2002. Kviðdómur sakfelldi DeLay og fé- laga hans í nóvember fyrir að beina ólöglegum fjárframlögum fyrirtækja upp á 190 þúsund dali í kosningasjóð. Dómari í Austin í Texas dæmdi þing- manninn fyrrverandi nú í þriggja ára fangelsi fyrir samsæri en fimm ára skilorðsbundið fangelsi að auki fyrir peningaþvætti. DeLay sagði af sér þingmennsku vegna málsins 2006 en neitar að hafa brotið lög. Tom DeLay dæmdur í 3 ára fangelsi Laus Tom DeLay áfýjar dómi sínum. Flestir þeirra sem verða fyrir skoti í höfuðið af stuttu færi deyja áður en hægt er að koma þeim á sjúkrahús en læknar telja að þingkonan Gabrielle Giffords kunni að reynast ein af þeim fáu heppnu sem lifa slíka árás af. Læknarnir eru hóflega bjartsýnir á að hægt verði að bjarga henni en segja að of snemmt sé að segja til um hvort hún nái sér. Hetjuleg viðbrögð bráðaliða, lækna og fólks á staðnum eru talin hafa átt stóran þátt í því að hægt var að koma Giffords lifandi á sjúkrahús. Daniel Hernandez, lærlingi í starfsliði þingkonunnar, hefur verið lýst sem hetju eftir að hann hljóp til hennar – og nær árásarmanninum – andartaki eftir skotárásina. Hann þrýsti að sárinu til að stöðva blæðinguna og togaði Giffords að kjöltu sinni til að koma í veg fyrir að hún kafnaði. Bráðaliðar fluttu hana síðan á nálægt sjúkrahús og hún var komin inn í skurðstofuna um 38 mínútum eftir árásina. Skurðlæknirinn Peter Rhee, sem stjórnaði aðgerðinni, sagði að Giffords hefði verið heppin að kúlan skyldi að- eins hafa farið í gegnum vinstra heilahvelið en ekki það hægra eða í miðju heilans. Skurðlæknarnir þurftu ekki að fjarlægja mikið af dauðum heilavef. Bólgan getur orðið hættuleg Eins og gert hafði verið ráð fyrir olli kúlan bólgu í heil- anum og hún getur valdið jafnmiklum skaða og kúlan sjálf, að sögn The Washington Post. Búist er við að bólg- an nái hámarki eftir nokkra daga og hjaðni síðan á rúmri viku. „Heilabólgan getur versnað hvenær sem er,“ sagði taugaskurðlæknirinn Michael Lemole. „En ég er hæfi- lega bjartsýnn.“ Giffords er haldið að mestu í svefndái til að hvíla heil- ann og hún getur því ekki talað. Hún hefur þó gefið til kynna að hún skilji einföld skilaboð og það þykir góðs viti þar sem vinstra heilahvelið gegnir lykilhlutverki í mál- skilningi og skemmdir á því geta komið fram sem erfið- leikar við að skynja og skilja talað mál. Lemole varaði þó við of mikilli bjartsýni og sagði að liðið gætu margir mánuðir, eða jafnvel ár, þar til þing- konan næði sér. Hetjuleg viðbrögð urðu þingkonunni til bjargar  Skot í heilann oftast banvæn en Giffords var heppin KÚLAN FÓR Í GEGNUM VINSTRA HEILAHVELIÐ Heimildir: Læknamiðstöð Tucson-háskóla, fréttir bandarískra fjölmiðla Tvísýnt er um líf bandarísku þingkonunnar Gabrielle Giffords eftir að hún fékk byssukúlu í höfuðið í skotárás manns í Tucson í Arizona um helgina. Kúlan fór aðeins í gegnum annað heilahvelið og læknar sögðu það vekja von um að Giffords lifði af og næði sér. Bólga í heilanum vegna kúlunnar getur þó valdið heilanum jafnmiklum skaða og kúlan sjálf, auk þess sem hætta er á sýkingu og meiri blæðingu Vinstra heilahvel Sendir hreyfiboð til hægri hluta líkamans og í flestu fólki stjórnar það talhreyfingum og gegnir mikilvægu hlutverki í málskilningi Hér fór kúlan út Kúlan var 9 mm og fór út fyrir ofan vinstri augabrún Hægra heilahvel Hér fór kúlan inn Byssukúlu var skotið aftan í höfuðið og hún fór í gegnum vinstra heilahvelið án þess að fara í það hægra eða í miðju heilans Lögreglustjórinn Clarence Dup- nik lauk lofsorði á 61 árs gamla konu, Patriciu Maisch, sem sýndi mikið hugrekki þegar skotárásin var gerð. Maisch var að bíða eftir því að mynd yrði tekin af henni með Giffords þegar árásarmað- urinn hóf skothríðina. Maisch þreif í byssuna til að koma í veg fyrir að maðurinn gæti hlaðið hana aftur og er talin hafa afstýrt enn meira blóðbaði. „Þetta er ein mesta hetju- dáð sem ég hef nokkru sinni séð,“ sagði Dupnik. Á meðal þeirra sem dóu var níu ára stúlka, sem fæddist 11. september 2001, þegar hryðju- verkin voru framin vestra. Afstýrði enn meira blóðbaði 61 ÁRS KONA SÝNDI MIKIÐ HUGREKKI Giffords

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.