Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Ég var að lesa nýja frábæra bók „Á víg- velli siðmenningar“ sem er skrifuð af meistara orðlistar ís- lenskra skrifara, Matt- híasi Johannessen. Frá lágstilltu útvarpi heyrði ég frétt um mikið hagræð- ingarátak borg- arstjórnar, hækkun löggildingar aldurs eldri borgara úr 67 árum í 70 ár, því vegna óvenjulegrar hreysti nokkurra ár- ganga væri óþarfi að gefa því liði afslátt í sundlaugar og strætó. Smásálir hugsaði ég. Ég heyrði til Matthíasar fyrst um 1950 þegar ég stoppaði við í brekkusjoppunni við MR til að standa af mér úrhellisrigningu við bið eftir Hafnarfjarðarstrætó. Þeir voru þar líka tveir ungir og bráð- myndarlegir Matthías Johannessen og Einar Pálsson í háværri sam- ræðu um tilvistarvanda þess tíma og þótt ákafinn væri mikill, gáfu þeir hvor öðrum afslætti, en ekkert þras, yndislegt. Ég hafði aldrei fyrr orðið vitni að slíkri meitlaðri orðgnótt og samræðulist og missti af strætó fyrir bragðið, forvitni heltók mig og hefur verið bundin mér æ síðan við að leita uppi allt sem þessir tveir yf- irburða-menning- arleitendur færðu okkar hinum. Mogg- inn varð Mogginn „minn“, viðtalsþættir, skáldaskrif með ein- stakri víðsýni hafa lyft skuggum tilveru minnar oftar en ég get greint. Í kaflanum „Milli steins og sleggju“ segir frá því er Svan- ur sonur Jóhannesar skálds úr Kötlum bað Matthías að velja ljóð á heimasíðu þjóðskálds- ins. Matthías nefndi eitt en valdi annað. Það sem hann nefndi segir frá þeirri tilfinningu sem heltekur þegar hugsjónir manns hafa hrunið til grunna. Frumsmiðurinn stendur við lúbarið Grettistak - reiðir til höggs. í lausu lofti titrum við ósjálfbjarga milli steins og sleggju. Matthíasi var ljóst að hann stóð sjálfur milli steins og sleggju við hrun hófstillts og réttláts borgara- legs samfélags, eins og Jóhannes stóð þegar ýmsar marxískar hug- sjónir brugðust og hann orti þetta ljóð. Í bókinni er kvæði Matthíasar „Farsældar Frón“ með sama uppi á borðum. Við erum orðin eins og tré sem engu laufi fagna, getum samt sagt að gleðin sé gjörningur fornra sagna en askurinn sjálfur ekkert vé og allir fuglar þagna. Já, snillingar ljóðsins geta sagt svo mikið sem annars væri ósagt. Jarðsamband þeirra pólitískra hug- sjóna sem helst hafa ráðið Íslandi er nú hrunið, meinar Matthías með tilvísun til uppgjörs þeirra. En bókin öll sýnir að hann titrar milli steins og sleggju og þykir sárt að þurfa að yrkja nú sem Jóhannes. En við erum fleiri sem titrum milli steins og sleggju, harmi slegnir af stjórnsýslu sem traðkar niður hug- sjónir okkar hvort sem er hjá ríki eða byggðum. Við eldri skiljum ekki að óreiða „hægri“ stjórnvalda eigi að valda eignarnámi „vinstri“ stjórnvalda í eignum okkar og skerðingu á áunnum bótarétti frá tryggingarsjóðum eftir að hafa skilað landinu ríku að allskonar gæðum og verkfærum til að við- halda auði auðlinda til öryggis um alla framtíð. Svo að askurinn sjálf- ur verði aldrei tæmdur og fuglar geti sungið fyrir komandi kyn- slóðir. Skammhleypt stjórnvöld hafa slegið upp skjaldborg um fjár- málastofnanir, brask og svipað bruðl í ríkisbákninu sem áður, en við nytsamir sakleysingjarnir fáum yfir okkur gjaldborg með nýjum gerðum gengisfellinga hug- myndalausra stjórnvalda. Skerðingar á áunnum bótum eru ekkert annað en tvískattlagning sem er andstæð meginreglum sam- félagsins og verður ekki skilgreind sem annað en gróf misbeiting valds til eignarnáms. Þolinmæði er með þrautum kæfð fyrir eldri borgara þessa lands sem hafa náð líkum þroska og fv. ritstjórinn og starfsfélagi Matthíasar sem sagði m.a.: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt.“ Ef maður hefur nennu til að rýna í þjóðfélagið og stjórnvalds- aðgerðir liðinna þriggja ára verður niðurstaðan án efa sú að tilvist- arkreppa íslenskra stjórnmála eru að hægri öflin eru lömuð af fortíð- arvanda af innri sjálfbærni og vinstri öflin eru heltekin af fram- tíðarótta sem kemur meðal annars fram í að talsmenn táhreinu vinstri stjórnarinnar sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vanda- mál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál. Þessir flokkar leysa engin vandamál enda þeim sumum eðlislægt að finna upp vandamál, eins og varðandi nýtingu auðlinda og verða þar með í sjálf- um sér stærsta vandamálið við að skilgreina lausnir, því öfgafullar vandamálapæjur og peyjar leysa engan vanda. Ekki batnaði ástand- ið þótt Besti flokkurinn bættist í vandamálaflóruna og hirði ein- hverjar krónur í viðbót af eldri borgurum og barnafjölskyldum. Árið 1989 komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnahags- málum þjóðarinnar. Þá var það fólkið í atvinnulífinu sem tók völdin og leysti málin, engir flækjufætur óþroskaðrar stjórnmálaelítu á Ís- landi voru tilkallaðir sem betur fer. Það sem ég hef hér skrifað segir frá þeirri tilfinningu sem heltekur þegar hugsjónir manns eru að hrynja og allir fuglar þagna. Jafn- vel jólagjöf Steingríms og Jóhönnu veldur óþolandi þögn, „verðbætur á bótagreiðslur þegar verðhjöðnun er á fullu“ til að ná krónunum til baka. Snillingar. Snillingar ljóðsins geta sagt svo margt sem annars væri ósagt Eftir Erling Garðar Jónasson » Tilvistarkreppa ís- lenskra stjórnmála er að hægri öflin eru lömuð af fortíðarvanda af innri sjálfbærni og vinstri öflin eru heltekin af framtíðarótta. Erling Garðar Jónasson Höfundur er fv. rafveitustjóri. Vinstrimenn hafa aldrei getað stjórnað landinu svo vel sé, um það vitnar sagan með óyggjandi hætti. En þeir eru svip- aðir mörgum þeim sem gáfu sig fram til þátttöku í Idol- keppnum. Hljóðin sem komu úr börkum þeirra líktust kattarbreimi, þótt margir kettir virðist lagviss- ari en þeir, en með góðum vilja tókst að greina vott af laglínu. Vinstristjórnin er í sömu stöðu og þetta sérstæða fólk, sem stóð í þeirri meiningu að það væri prýðissöngvarar. Þau langar til að stjórna land- inu, en geta það ekki. Gallinn er sá að þau sjá það ekki sjálf. Kannski hefði Simon Crowell átt að segja þeim það? Þótt þau hafi með áratuga þjálfun þróað með sér vissa ræðutækni, sem fær málróm þeirra til að hljóma nokkuð sann- færandi, þá dugar það ekki til. Á erfiðum tímum þarf þjóðin leiðtoga er getur markað stefnu sem hentar þjóðinni en ekki eig- in draumórum. Við erum fram- leiðsluþjóð sem sérhæft hefur sig í fiskveiðum og álframleiðslu. Í stað þess að auðvelda þess- um greinum reksturinn er flest gert til að murka úr þeim lífið. Hótað er að setja aukagjöld á út- gerðina til að auka á erfiðleika hennar, þótt hún sé stórskuldug fyrir og álver mega víst ekki vera fleiri. En þeim þykir athyglisvert að skoða uppbyggingu skapandi greina og veita fjármagn til sprotafyrirtækja. Það er góðra gjalda vert, en fyrst þarf að fá tekjur og þær fást ekki öðruvísi en með útflutn- ingi. Ekki þætti það góður rekstur hjá einkafyrirtæki að skipta út rekstri sem fyrirtækið sérhæfir sig í og leita á önnur mið. Álver fluttu út fyr- ir 173 milljarða á síðasta ári. Óvíst er hvort atvinnuvegur Indriða H. Þorláks- sonar sem heitir víst „eitthvað annað“ myndi ná þeirri upp- hæð í útflutnings- tekjum. Þau eru einnig í hópi stærstu skattgreiðenda, ég hélt að Indriði væri glaður með alla sem borga mikla skatta, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Fyrir utan það að brjóta mark- visst niður framleiðslumöguleika þjóðarinnar, þá pína þau van- burða einstaklinga og einnig van- burða fyrirtæki með of háum sköttum, geta ekki staðið í lapp- irnar og varið þjóð sína í deilum við erlend ríki, þau grobba sig einnig af batnandi hag í þjóð- arbúskapnum en gleyma að geta þess að hann er að stórum hluta tekinn að láni. Forsætisráðherrann hæstvirt- ur gortaði af góðu gengi í efna- hagslífinu, eftir að hagvöxtur hafði verið neikvæður, að mig minnir þrjá ársfjórðunga í röð. Flestir hagfræðingar eru á þeirri skoðun að það þýði kreppu. En flest er öfugsnúið hjá vinstri- mönnum, því miður. Sjálfstæðismenn stjórnuðu í átján ár og það gerði stöðuna mun betri eftir að hrunið skall á haustið 2008. Vinstrimenn töluðu alltaf fyrir útgjaldaaukningu en sjálfstæð- ismenn greiddu niður skuldir ríkissjóðs. Hagspekingar frá vinstri vildu að bönkunum yrði hjálpað, á sama hátt og Írar gerðu. Það var sem betur fer ekki gert því vegna réttra ákvarðana þeirra sem kunnu að stjórna stöndum við betur að vígi en vin- ir okkar í Írlandi. Þeir hafa örugglega viljað gera eins og Davíð Oddsson gerði, neita að dæla fé í eitrað banka- kerfi. En vinstrimenn hata Davíð fyrir að hafa tekið réttar ákvarð- anir. Þeir segja að hann hafi sett þjóðina á höfuðið og gert seðla- bankann gjaldþrota, með því einu að gegna skyldu sinni. Davíð benti á að Seðlabankann hefði skort lagaheimildir til að gera það sem þurfti. Enginn hlustaði á það þegar rannsókn- arskýrslan var gerð opinber. Svo kom þeirra maður, Már Guðmundsson, og sagði nákvæm- lega það sama, Seðlabankann skortir lagaúrræði til að bregð- ast við, ef bankarnir lenda í vandræðum á ný. Engan hef ég heyrt efast um þessa ábendingu þegar hún kem- ur úr munni vinstrimanns, en það er ekki virt viðlits ef Davíð segir það. Ríkisstjórnin er eins og heila- dauður sjúklingur í öndunarvél. Aðstandendurnir vilja ekki taka vélina úr sambandi vegna þeirrar þráhyggju, að heilinn muni geta starfað á ný. Ekki er hlustað á rök lækna, sá heiladauði skal damla áfram. Hvenær skyldu þau taka önd- unarvélina úr sambandi og leyfa ferskum vindum að blása á ný? Hæfileikalausir stjórnmálamenn Eftir Jón Ragnar Ríkarðsson » Vinstrimenn töluðu alltaf fyrir útgjalda- aukningu, en sjálfstæð- ismenn greiddu niður skuldir ríkissjóðs. Jón Ragnar Ríkarðsson Hofundur er sjómaður. Á gamlársdag lýsti Jóhanna Sig- urðardóttir því að henni væri mis- boðið. Gagnrýni á hana og stjórn hennar væri út í hött. Hún sagði að henni og ríkisstjórninni hefði tekist að byggja hér upp þvílíkt fyrirmyndarsam- félag að aðrar þjóðir litu til okkar, og notuðu okkur sem fyr- irmynd. Skoðum þessi ummæli Jóhönnu aðeins. Hvað segir fólkið í landinu við þessu? Sævar Bjarna- son, formaður sjómannasambands- ins, sagði að aldrei í sögunni hefði verið minna hlustað á sjómenn en nú, ekkert samráð væri haft við sjómenn og mjög mikil óánægja ríkti með stefnu ríkisstjórnar Jó- hönnu Sigurðardóttur í sjáv- arútvegsmálum. Í sama streng tekur Árni Bjarnason, forseti far- manna og fiskimannasambandsins. Það var ekki þornað blekið á pappírnum þegar Jóhanna og co. sviku nýgerðan stöðugleikasátt- mála við launafólk í landinu. Aldr- aðir og öryrkjar hafa tekið í sama streng, þeir séu orðnir að ölm- usufólki í samfélaginu eftir að stjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók við völdum. Skyldu þeir fjórtán þúsund, sem mæla göturnar at- vinnulausir telja að samfélag Jó- hönnu hrunráðherra sé fyrirmynd- arsamfélag? Eða þeir fjögur þúsund sem greiða atkvæði með fótunum og flýja land á ári hverju? Og talandi um atkvæði þá fór ríkisstjórnin í þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave sem Jóhanna var mjög ákveðin í að berja í gegn. Jóhanna og ríkisstjórn hennar fengu 2% en þjóðin fékk 98% at- kvæðagreiðslunni. Ætli það segi okkur eitthvað um fyrirmynd- arstjórn Jóhönnu? Hvað segja þau sextíu þúsund heimili sem berjast í bökkum eða fólkið sem stendur í biðröðum eftir mat? Eða þeir sjúklingar sem þurfa að bíða í hálft ár fárveikir í lífshættu eftir hjartaaðgerð? Jóhanna er stjórnmálamaður af gamla skólanum sem leggur sam- starfsfólk sitt í einelti, að þess eig- in sögn. Hún stjórnar liði sínu eins og gamall harðstjóri með frekju- köstum og hótunum og er margt líkt með stjórnunarstíl Jóhönnu og Steingríms Joð. Það er hótunar- og ofríkisstíll sem á að heyra sög- unni til. Jóhanna og Steingrímur hafa setið á þingi í þrjátíu ár og hafa ekkert afrekað þjóð sinni til heilla. Eru menn búnir að gleyma ræðunni frægu þegar Jóhanna tapaði í formannskjöri fyrir Jóni Baldvin? Jóhanna stóð með rósina í hendinni á krataþinginu og titr- aði af bræði og öskraði „Minn tími mun koma“. En braut rósina í öll- um hamaganginum. Hver kannast ekki við Steingrím steytandi hnef- ann á Alþingi, öskrandi með heit- ingar en ræðir aldrei málin af nokkurri yfirvegun, veifandi skönkunum í allar áttir, og jafnvel slæmandi hendi í þingmenn og ráðherra. Það er ekki von til þess að svona æsingafólk nái árangri. Þetta er ekkert annað en ofbeld- isfull framkoma og maður veltir fyrir sá hvernig þetta fólk hagar sér heima fyrir. Ef þetta er fyr- irmyndarsamfélag Jóhönnu þá er eðlilegt að hún og hennar stjórn fékk ekki nema tvö prósent í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Það segir allt sem segja þarf. Hinsvegar eru bankar og fjár- málastofnanir ánægð með rík- isstjórnina. Nú er þjóðarnauðsyn að mynduð verði þjóðstjórn og það er lykilatriði til að sátt myndist um hana í þjóðfélaginu að Jóhanna og Steingrímur víki af þingi. Síðan verði boðað til kosninga í vor. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri. Fyrirmyndarsam- félag Jóhönnu Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.