Morgunblaðið - 11.01.2011, Side 2

Morgunblaðið - 11.01.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F í t o n / S Í A Verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica hotel í kvöld kl. 19.30. Dagskrá: Lagabreytingar. Önnur mál. Tillögur til breytinga á lögum VR liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagsmenn hvattir til að mæta. Framhalds- aðalfundur VR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ekki undanþegnir rannsókn  Stjórnvöld fullvissuð um að rannsókn á skjalaleka fari fram í samræmi við lög Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Líkur eru á að Alþjóðaþingmannasambandið muni á mánudag fjalla um stefnu bandarískra stjórn- valda gegn Twitter þar sem krafist er aðgangs að samskiptum sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur átt í gegnum Twitter-vef- inn, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofu- stjóra Alþingis. Alþingi hefur óskað álits sam- bandsins á stefnunni og réttarstöðu Birgittu. Þingmenn njóta þinghelgi samkvæmt íslenskum lögum. Í 49. grein stjórnarskrárinnar segir að með- an Alþingi sé að störfum megi ekki setja alþing- ismann í gæsluvarðhald eða höfða mál gegn honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Ekki megi heldur höfða mál gegn þingmanni vegna einhvers sem hann hefur sagt á Alþingi nema með leyfi Alþingis. Ítarlegri er greinin ekki. Helgi segir að í þessu tilfelli sé tekist á um málið fyrir bandarískum dómstólum en íslensk lög um friðhelgi þingmanna gildi ekki í Bandaríkjunum, ekki fremur en bandarísk lög gildi hér á landi. Þá séu á Íslandi í gildi lög sem heimili lögreglu að gera kröfu um að netfyrirtæki afhendi tiltekin gögn og Helgi segir að þingmenn séu ekki und- anþegnir þeim ákvæðum laganna. Helgi minnti á hinn bóginn á að til þess að slík gögn yrðu afhent hér á landi yrði eigandi þeirra að vera grunaður um refsiverða háttsemi. „Jafnframt verður að hafa í huga að alþingismenn njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og sakamálalögum,“ segir hann. Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, var í gærmorgun kallaður til fundar í utanríkisráðu- neytinu vegna málsins. Í kjölfar fundarins sendi Laura J. Gritz, talsmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi, frá sér yfirlýsingu. Í henni segir að ís- lensk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að rann- sókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna fari fram í samræmi við bandarísk lög og lúti öllum við- miðunum um réttarreglur og sanngjarna máls- meðferð sem bundnar eru í stjórnarskrá Banda- ríkjanna og viðeigandi alríkislögum. Fyrir liggur úrskurður dómstóls í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum um að Twitter afhendi bandaríska dómsmálaráðuneytinu upplýsingar um samskipti sem Birgitta og fleiri sem tengjast eða tengst hafa starfsemi Wikileaks hafa átt. Í úrskurðinum kem- ur fram að beiðnin sé sett fram vegna sakamála- rannsóknar en hvergi kemur fram hver sé meintur þáttur Birgittu, eða annarra, í því sakamáli. Ekk- ert segir heldur um hvers eðlis sakamálarann- sóknin sé eða hvaða broti hún beinist að. Twitter og þeir sem nefndir eru í úrskurðinum berjast nú fyrir því að fá honum hnekkt. Talsmaður banda- ríska dómsmálaráðuneytisins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í gær þegar Morgunblaðið leitaði eft- ir því. Alþingismenn njóta sér- stakrar verndar sam- kvæmt stjórnarskrá og sakamálalögum. Helgi Bernódusson Fjórða endur- skoðun efnahags- áætlunar Íslands og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins var samþykkt í stjórn AGS í gærkvöldi. Með henni opnast ís- lenskum stjórn- völdum aðgangur að síðustu hlutum gjaldeyrislána áætlunarinnar. Með endurskoðuninni stendur stjórnvöldum til boða lánafyrir- greiðsla sjóðsins að fjárhæð tæplega 19 milljarðar kr. Einnig öll sú lána- fyrirgreiðsla sem Norðurlöndin höfðu boðið í tengslum við áætlunina og verður dregið á þau lán eftir því sem nauðsyn krefur. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að samþykki fjórðu endurskoðunar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sé traustyfirlýsing. Efnahagsáætlunin sem samþykkt var 2008 gerir ráð fyrir að AGS láni Íslendingum allt að 2,1 milljarð Bandaríkjadala og önnur ríki veiti þrjá milljarða. Samsvarar þetta rúm- um 600 milljörðum á gengi dagsins. Gert er ráð fyrir því að samstarfinu við AGS ljúki í lok ágúst nk. Í tengslum við fjórðu endurskoð- unina sendu stjórnvöld sjóðnum end- urnýjaða viljayfirlýsingu þar sem fram kemur að efnahagsleg endur- reisn er í góðum farvegi. Síðustu lánin eru nú til reiðu AGS Höfuðstöðvar AGS í Washington.  AGS samþykkir fjórðu endurskoðun Vegna anna við að sinna öðrum mál- um sem bundin eru tímafresti, hefur embætti ríkissaksóknara ekki getað sinnt könnun á málefnum eftirlits- sveitar bandaríska sendiráðsins við Laufásveg í Reykjavík. Í skýrslu ríkislögreglustjóra frá desember sl. kom fram að svör sendiráðsins við spurningum rík- islögreglustjóra um eftirlitssveitina voru ófullnægjandi og skilaði könn- un ríkislögreglustjóra fyrir vikið ekki niðurstöðu hvað varðar hugs- anleg brot gegn íslenskum lögum. Ögmundur Jónasson, innanrík- isráðherra, sendi því embætti rík- issaksóknara málið til þóknanlegrar meðferðar með bréfi dagsettu 14. desember 2010. Ekki kannað eftirlitssveit Frostkaflinn undanfarna daga hefur sett mark sitt á ár og fossa. Þótt að- eins hafi losnað um í Elliðaánum er vatnið sem rennur yfir Elliðaárstífluna enn í klakaböndum. Þar sem vatn og frost koma saman verður oft til ný- stárlegt og síbreytilegt landslag sem vegfarendur sjá aðeins einu sinni. Út- lit er fyrir að frost verði á meginhluta landsins næstu daga, minnst sunnan til, þar til á föstudag að rauðar tölur fara að sjást aftur. Frostið setur ár og fossa í klakabönd Morgunblaðið/Ómar Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður við Morgunblaðið, lést í gær, eftir erfið veik- indi, 52 ára að aldri. Bergþóra fæddist í Reykjavík 24. sept- ember 1958. Hún ólst upp á miklu tónlistar- heimili og var elst fimm systra sem all- ar hafa lært og starf- að við tónlist. For- eldrar þeirra eru hjónin Kristín Ólafs- dóttir, fyrrverandi tónlistarkennari, og Jón Hallsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verk- fræðinga. Bergþóra lærði á fiðlu og fleiri hljóðfæri sem barn og stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykja- vík. Hún menntaði sig síðan í tónlistar- og kennslufræðum í Ill- inois-háskóla í Urbana- Champaign í Banda- ríkjunum og lauk það- an meistaraprófi. Hún vann sem þáttagerðar- maður hjá Ríkisút- varpinu og var fram- kvæmdastjóri Íslenskrar tónverka- miðstöðvar um árabil. Bergþóra starfaði sem blaðamaður við Morgunblaðið frá árinu 2001 en hafði þá um skeið skrifað tónlistargagnrýni fyrir blað- ið. Hún skrifaði alla tíð um menn- ingu og listir, sérstaklega tónlist. Árið 2006 dvaldi hún í þrjá mán- uði á eyjunni Naxos í gríska Eyja- hafinu og liggur meðal annars eftir hana útvarpsþáttaröð um dvöl hennar þar sem Ríkisútvarpið út- varpaði. Tónlistin var helsta áhugamál Bergþóru og tók hún meðal annars þátt í að halda Blúshátíð í Reykja- vík. Þá var hún að skrifa sögu Eddu Heiðrúnar Backman, leikkonu og leikstjóra, þegar hún veiktist. Bergþóra lætur eftir sig dóttur, Úlfhildi Flosadóttur, íslenskunema við Háskóla Íslands. Morgunblaðið þakkar Bergþóru Jónsdóttur fyrir farsæl störf og vin- áttu og sendir dóttur hennar og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Andlát Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.