Morgunblaðið - 31.01.2011, Page 12

Morgunblaðið - 31.01.2011, Page 12
SVIPMYND Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is V ið erum komnir niður í 700 fet. statikkin er byrjuð. Ég veit ekki hvernig þetta verður.“ Þetta voru síðustu orðin sem heyrðust frá áhöfn Glitfaxa, áð- ur en hann steyptist í sjóinn og fórst. Eng- inn veit fyrir víst hvar hann féll í sína votu gröf. Þó er víst að það var grátlega skammt frá áfangastað, Reykjavík. Glitfaxi lagði af stað í sína hinstu flug- ferð síðdegis hinn 31. janúar árið 1951 frá Vestmannaeyjum. Fyrr um daginn hafði Glitfaxi flogið norður á Sauðárkrók. Við heimkomuna í Reykjavík var Ólafi Jó- hannssyni flugstjóra tilkynnt að fljúga þyrfti til Vestmannaeyja. Vélin var þétt setin og hlaðin ýmsum vörum. Eyjar höfðu verið lokaðar í þrjá daga fyrir flugumferð, sökum veðurs. Glitfaxi fór ekki einn til Vestmannaeyja. Glófaxi, vél frá Flugfélagi Íslands, kom í humátt á eftir. Flugvél Loftleiða hafði reynt að fljúga til Eyja fljótlega eftir há- degi, en snúið við. En síðan þá hafði veðrið lagast í Eyjum, að sögn heimamanna. Sautján farþegar fóru um borð í Glitfaxa í Eyjum. Enginn kaus að fara með Glófaxa sem lenti í Eyjum um það bil þegar Glit- faxi fór í loftið. Farþegar voru í kappi við veðrið, því vindur fór vaxandi. Veðrið í Reykjavík hafði versnað í milli- tíðinni. Snorri Snorrason, fyrrum flug- stjóri, var staddur á Reykjavíkurflugvelli við vinnu hinn örlagaríka dag. „Það var suðaustan kaldi, strekkingur – kannski fimm eða sex vindstig. Það var ekkert óveður, en moksnjókoma og ekkert sjónflugsskyggni,“ segir Snorri. Hann starfaði sem hlaðmaður á vellinum á þess- um tíma jafnramt því að sinna starfi flug- manns í afleysingum. Eftir að Glitfaxi var kominn í loftið bár- ust fregnir af því úr flugturni Reykjavík- urflugvallar að veðrið væri „mjög vafa- samt“. Veðurfræðingur á staðnum trúði því að flugvöllurinn myndi jafnvel alveg lokast. Glitfaxi hélt áfram. Laust fyrir fimm var Glitfaxi staddur yf- ir stefnuvita Reykjavíkurflugvallar á Álfta- nesi. Honum var gefin heimild til að lækka flugið og stefna í átt að flugbrautinni í sjónflugi. Þegar Glitfaxi nálgaðist var flug- brautin hvergi sjáanleg. Ólafur stýrði vél- inni aftur upp samkvæmt ráðum flugturns- ins. „… það var svo mikil statik þarna að ég heyrði ekki nokkurn skapaðan hlut og ég þorði ekki að halda áfram,“ sagði flugstjór- inn við flugturninn. Veðrið var farið að hafa áhrif á sambandið á milli vélarinnar og jarðar. Glitfaxi flaug á haf út. Turninn kallaði: „Ég geri ráð fyrir að hyggilegt væri að reyna annað aðflug núna strax, reyna annað aðflug strax. Það er að byrja að lyfta til aftur, það er að byrja að lyfta til aftur.“ Ólafur flugstjóri og Garðar Gíslason, flugmaður vélarinnar, fylgdu ráðum turns- ins og gerðu sig reiðubúna í aðflug. Þeir voru komnir í rétta stefnu og lækkuðu flugið á nýjan leik. Skömmu síðar hættu að berast svör úr Glitfaxa. Hann var horfinn. Fundu hluta úr vélinni Eftir að mönnum varð ljóst að Glitfaxi var horfinn var byrjað að leita þegar í stað. Einhverjir voru sendir út í myrkrið um kvöldið. Það bar engan árangur. Dag- inn eftir var bæði leitað á landi, sjó og úr lofti. Leitarmenn fundu tvo stóra fleka úr gólfi Glitfaxa á hafsvæðinu út af Straums- vík og björgunarvesti úr flugvélinni við Vatnsleysuströnd. Þeir töldu sig einnig hafa fundið olíubrák úr vélinni. Síðar kom í ljós að brákin var sjávardýrafita. Leitað var áfram á næstu dögum. Varð- skipið Ægir og síldveiðiskipið Fanney leit- uðu á svæðinu með dýptarmælum og hið síðarnefnda slæddi sjávarbotninn með botnvörpu. Poki af sængurfötum, sem til- heyrði yngsta farþega Glitfaxa, fannst viku eftir slysið á hafi úti. Heyrnartól úr Glit- faxa og annar fleki úr vélinni, fundust í byrjun marsmánaðar við bæinn Hvol á Sel- tjarnarnesi. Nýlegasti fundurinn var árið 1982. Þá rak á fjöruna á Álftanesi svo kallaðan „Hat rack“ eða farangursgeymslu yfir sætunum. Jón Pálsson, yfir skoðunarmaður Flug- félags Íslands, þekkti hann þegar í stað og staðfesti að hann væri úr Glitfaxa. Allir þessir hlutir, auk frásagna flug- stjórnarmanna, gefa til kynna að vélin hafi steypst í sjóinn út af Álftanesi. Enginn hefur fundið flakið af Glitfaxa, en ætla má að það liggi á hafsbotni skammt undan landi. Þjóðarsorg „Þegar slíkir atburðir gerast eins og nú hefur orðið er það þungt áfall, ekki einasta fyrir ástvini þeirra, er farist hafa, heldur fyrir óskir og vonir þjóðarinnar allrar. Slíkur atburður veldur þjóðarsorg.“ Þannig komst Jón Pálmason, forseti Sameinaðs þings, að orði í samúðarávarpi sem hann flutti á þingi tveimur dögum eft- ir slysið. Morgunblaðið/Gísli Baldur Gamli flugturninn Flugstjórnarmenn sátu í þessum turni, sem stendur enn, þegar þeir reyndu að leiðbeina Glitfaxa til jarðar hinn örlagaríka dag, 31. janúar 1951. Flugvélin sem hvarf  Sextíu ár eru síðan Glitfaxi fórst með tuttugu manns  Var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og steyptist í sjóinn  Enginn veit fyrir víst hvar flakið liggur en hlutar úr vélinni hafa fundist 12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 Bæði Ólafur Jóhannsson flugstjóri og Garðar Gíslason flugmaður voru aðeins 22 ára gaml- ir þegar þeir fórust með Glitfaxa. Olga Guð- björg Stefánsdóttir flugþerna var 21 árs. Garðar var föðurafi blaðamannsins sem skrifaði þessa grein um flugslysið fyrir sextíu árum. Flugið var að slíta barnskónum á Íslandi á þessum tíma. Starfsstétt flugmanna var ung að árum. Atvinnugreinin var að miklu leyti í höndum ungu kynslóðarinnar. Engu að síður höfðu hinir ungu flugmenn mikla reynslu og höfðu áunnið sér traust þeirra sem þekktu til. Bæði Ólafur og Garðar urðu atvinnuflugmenn árið 1947. Þeir höfðu því starfað sem flugmenn í tæp fjögur ár. UNG ÁHÖFN FLUGMENN 22 ÁRA Sextíu ár síðan Glitfaxi fórst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.