Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 3
Grandeur nature Vetrarkvöld eitt fyrir röskum tíu árum síðan ráfaði ég um regnvotar götur, án leiðarljóss eins og Diogenes, og var að leita að kennara. Þetta væri ekki frásagnarvert ef stórviðburður hefði ekki verið á næstu grösum; sögulegur atburður. Að minnsta kosti í mínum augum. Ég kem auga á mann, sem gengur út úr húsi og leiðir við hlið sér lítinn dreng; hann fer inn í tóbaksverslun og þar ávarpa ég hann. Að vísu á skollafrönsku, en ég verð að kynna mig einhvern veginn: Ég á að baki langttónlistarnám, lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Madrid, er búinn að kenna um nokkurra ára skeið í Suður-Ameríku..., og nú langar mig til að hefja nám aftur til að komast lengra á þroskabrautinni. Alúðlegt viðmót og gott skopskyn láta ekki á sér standa: „Og þér komuð hingaðtil Parísartil að læra orgelleik? Það varsvei mérskrítin hugmynd!" Við fórum heim til hans, hann sýndi mér „Régale", sem hann átti og einradda orgel, og við mæltum okkur mót að viku liðinni. Ég man að fyrsta verkið sem ég lék undir handleiðslu hans var „Variations sur un theme de Clément jannequin" eftir Jehan Alain. Annað verkið var fyrsta heftið af „La Nativité du Seigneur" eftir Messiaen. Síðan tóku við Guilain, Bach, Couperin... Ég varð strax hrifinn, bæði af manninum og listajpanninum. Maðurinn; hjartahlýr, hreinn og beinn, án peningahugsjóna, en auðugur að ímyndunarafli. Listamaðurinn; Þroskaður; kom á óvart þegar hann leysti af hendi erfið verkefni, Gordonshnútana hjá Grigny eða Vierne...; hafði fullkomlega á valdi sínu það sem ég kalla „hina ósýnilegu tækni": að leika jafnauðveldlega og maður dregur andann. Aldrei í óviðráðanlegri spennu; „lífrænt" (organique) eins og Stanislavski orðaði það. Skilyrði - „sine qua non" - til að leika Scherzo eftir Alain, Sónötu númer tvö eftir Bach, Offertoires eftir Couperin, Tientos eftir Cabanilles... Hann þekkti hljóðfæriðeinsog hann hefðismíðaðþaðsjálfurog var listamaður í að stilla það. Ég hafði komist í góðar hendur- og fætur-: úlnliðurinn ætíð liðugur, (hælnum beitt jafnmikið og tánni - öfugt við hinn þýska „skóla,,). Mér varð hugsað til Diderot og þess sem hann sagði u,iji þann falska ástríðuhita sem menn bera á torg: „Það þarf skapstyrk til að halda hrifningunni í skefjum" eða „að vera tilfinninganæmur er eitt, að finna til er annað. Hiðfyrra má rekja til sálarlífsins, hið síðara til skynseminnar". Maðurinn sem um er að ræða hafði, þegar hér var komið sögu, hlotið fyrstu verðlaun fyrir orgelleik og impróviseringu við Tónlistarskólann í París (1960), einnig farið með sigur af hólmi í Alþjóðasamkeppninni í impróviseringu í Saint- Albans (Englandi), 1965, og líka á þeim mótum sem haldin voru í Haarlem (Hollandi) 1966-67-68. Menn komust fljótlega á þá skoðun, að enginn hefði jafndjúpa og vífeðma þekkingu á fornfranskri tónlist. Árið 1971, þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu Proust og Valéry, ákvað tímarit eitt í Madrid að gefa út sérrit sem væri helgað franskri menningu, og var ég beðinn um að ski*ifa grein um einhvern fulltrúa hennar. Til greina komu Sartre, Aragon, Sarraute... Ég tek þá ákvörðun aðfara á fund mannsinssem eitt sinn leiddi lítinn dreng sér við hlið. Hann er að pakka niður - er á leið til Bandaríkjanna í sína fyrstu hljómleikaferð - en gefur sér samt tíma til að svara spurningum mínum. Á hverjum hefur hann mest dálæti?, hverjir túlka best? Thiry, Darasse, Heiller. Nokkrar plötur á döfinni? Áríðandi að bíða. Við spjöllum um ágæti verka Claude Le Jeune (1528-1600), um Bach-æðið, um ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.