Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 5
Franck, „Messes" eftir Couperin, „Hymnes" eftir Grigny, „Suites" eftir Guilain, „Noels" eftir D'Aquin, og auðvitað Bach, svo sem BWV540,541,542,544,545 548, 564..., og að hann hafði farið í margar hljómleikaferðirtil Norðurlandanna, Japan, Bandaríkjanna... Meðan ég sit og skrifa þessar línur fyrir „Organistablaðið", verður símtal til að upplýsa mig um að hann hafi fengið enn ein verðlaunin - le Grand Prix du Disque 1979 fyrir Tríó-sónötur Bach, og að inn á þá plötu hafi hann leikið í Lúxemburg. Þótt ótrúlegt sé kannast almenningur ekki við þennan mann. Margir hafa áhuga á að fá hann til íslands og ég hef reynt að koma því til leiðar, en fram að þessu hefur það ekki tekist þar sem hann er svo önnum kafinn. Ég hef samt von um að hann geti komið hingað í apríl 1981 og geti dvalist hér í tvær vikur. Þar sem svo fágætt tækifæri býðst varla aftur, mundi ég leggja til að hann fengi ekki aðeins aðgang að bestu orgelunum í landinu, heldur líka, og það er ekki síður mikilvægt, að komið yrði á fót námskeiði í túlkun og impróviseringu undir hans handleiðslu. Ég hef dregið hér upp ófullkomna mynd af André Isoir. Antonio D. Corveiras ÍSLENSK TÓNVERKAMIÐSTÖD kynnir og selur islenskar nótur iit umvidáveróld. Hún utvegar lika allar nótur erlendis frá. Freyjugötu 1 Sími 21185 ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.