Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 20
dr. Hallgrímur Helgason dósent. íslenskur kirkjusöngur og söfnuðurinn Söngur er jafn sjálfsagður í kirkju sem boðun guðsorðs. Öðru máli gegnir um hljóðfæri. Hér hafa skoðanir löngum veriðskiptar. Oft hafa komiðfram raddirgegn hljóðfa§raundirleik. Menn óttuðust þá aðallega innrás heiðinna helgisiða. Flautumússik var þar einkum varhugaverð, þó varð þesskonar fyrirvari aldrei að bannreglu. En söngur hefir í kirkjusögu Evrópu líka verið háðurtakmörkunum. [frumkristni er söngur skylda sérhvers kristins manns („hefir hver sitt: einn sálm", 1. K >r. 14:26), en nokkrum öldum síðar er söfnuður dæmdur til þagnar. Áður en '■ and byggist (um 600) er kór kominn í stað safnaðar, að því kemur að hann skipa að- eins prestar og prestlærlingar. Gegn þessari misvirðingu safnaðar og kennimannseinokun á kirkjumúsík rís Lúther öndverður. Hann vill lýðhæfa eða „demókratísera" guðsþjónustuna. Hann gerir söfnuð aftur að virkum aðila athafnar, lætur hann stunda sameigin- legan söng og útbýr í þeim tilgangi rímuðandleg Ijóð með viðeigandi sönglögum. Þannig er kórall siðbótar safnaðarlag. Og þetta safnaðarlag eigum við í okkar Grallara. Lúther verður tíðrætt um áþján mannsins í líki hins vonda. Bót má þar finna í músíkástundun, því að „hún gerir glaða mannsins sál og hrekur á brott djöful- inn". Þar með stendur músik í námunda við guðspjall, þótt ekki búi hún yfir endurlausnarmætti þess. Þessi sameigind ertvíþætt. Guðspjall getur ífyrsta lagi ekki afsalaðsér hljómi raddar, því að það er meira en hugmynd til hljóðrar íhugunar. Sögn og söngur eru fyrirmynd í allri Ijóðagerð og Ijóðaflutningi miðalda og verða ei sundur skilin, svo sem sannar íslenzkur rímnakveðskapur. Söngur er á þessu skeiði upphafin frá- sögn. Þessi samruni er Lúther augljós. Hann kveður evangelíum vera ánægju- an boðskap, sem menn hermi frá í söng og sögu, og að gleði veki það. i öðru lagi býr músík yfir krafti regluhneigðar. Hún stendur í flokki með þeim öflum, sem stuðla að samræmdu skipulagi veraldar. Innsýn í lögmál tónsmíðar glæðir skilning á byggingarkerfi skapaðs heims. Þessvegna hamlar músík gegn þeirri upplausn, sem ógnar mannlegu samfélagi. Þessi regluþindandi máttur verður þar að auki ofur skynjanlegur við smeiginlegan söng: en hann er ekki aðeinseiniytri möguleikinn til þessaðmargirmennsamtakaflytjisamtímissama texta, heldur fellir hann og hið innra alla menn saman íeina órofa heild. Og krist- inn maðurer ekki einangraðursjálfstaklingur, heldurlifirísamfélagisafnaðar;og því útheimtir guðspjallið sem fagnaðarboðskapur söng. Nátengt söng og kirkjumúsík er orgel. Andstaða gegn orðvana músík og hreinum hljóðfæraleikolli því, aðorgel vartiltölulega seintviðurkenntsemguðs- þjónustulegt hljóðfæri; og meðal Islendinga farafram orgellausarkirkjuathafnirí meira en 800ár. Núádögumþykirorgelleikurþósvosjálfsagðurviðguðsþjónust- ur, að réttmæti hans orkar naumast tvímælis. Samt getur máttur vanans ekki komið í stað guðfræðilegrar réttlætingar. Höfuðröksemd fyrir tilvist orgels er lítúrgískur orgelleikur sem leiðsögn safnaðarsöngs. Hér er auðsær tilgangur boðunar, tilbeiðslu og lofsemdar. En í rödd hljóðfæris einni saman getur \orgel- 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.