Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 12. júní. - Ferð til Meissen, Dresden og Freiberg. í Dresden var á miðöldum gömul slavnesk byggð. Fékkkaupstaðarréttindi árið 1216. Verslun og handiðnaðar aðaltekjulindir. Um 1500 verður Dresden aðsetur landgreifanna, en hámarki hirðlífsins náði borgin undir stjórn Ágústs sterka og sonar hans, Ágústs II. Á þessum árum voru reistar þær byggingar, sem borgin erfrægust fyrir, sem ein af fegurstu barokborgum Evrópu. - Einfrægasta bygging bæjarins er ,,Der Zwinger"-höllin, sem Ágúst sterki frá Saxlandi lét reisa. Hánn var hreystimaður mikill, svo sterkur að hann gat beygt og rétt skeifu, vafið saman silfurdiska í kefli, hann var vín- og kvennamaður mikill, átti 310 börn. Sá hefur komið víða við, ekki hefir hann getað átt þetta allt með þeirri sömu. Sonur hans, Ágúst II var samtíðamaður Karls 12, og börðust þeir mikið. - Þessi höll er vegleg að sjá, byggð úr sandsteini, hún skemmdist mikið í seinni heimstyrjöldinni, en hefir verið gerð upp, er það nýrra með Ijósari litum, en eftir nokkur ár sést það ekki, sandsteinninn dökknar með árunum. Við komum ekki inn í höllina, en skoðuðum umhverfi hennar. Á eina hlið er allbreiður skurður með vatni í, voru bátar á vatninu. Þessi skurður var fyrr á öldum kringum alla höllina, voru hafðar vindubrýr, er hleypt var yfir er vinir komu í heimsókn, en skurðurinn var til að varna óvinum að komast að. - Við gengum gegn um opin bogagöng, þar undir sáum við inn í heilmikið gímald með steinflísalögðu gólfi. Þetta var hesthús kóngsins. í seinna heimsstríðinu varð borgin fyrir miklum loftárásum bandamanna. 135 þús. manns týndu lífi og allar hinar sögufrægu byggingar stóðu í björtu báli. Af 220 þús. íbúðum voru 80 þús. alveg eyðilagðar og aðeins 45 þús. voru óskemmdar. Meira en 250 þús. manns misstu heimili sín. Var borgin lömuð fyrstu árin eftir stríðið, en hefir verið endurbyggð. - Þarna er fallegt útsýni. Borgin er byggð beggja megin við Saxelfi. Landslag hæðótt meðskógi, ökrum og túnum í nágrenni. Tónlistin á sér langa sögu í listalífi borgarinnar. Krosskórinn var til þegar á miðöldum. Ýmsir frægir tónlistarmenn hafa starfað þar, s.s. H. Schutz (1617- 72), upphafsmaður þýzku óperunnar J.A. Hasse, hirðhljómsveitarstjóri frá 1734, gerði Dresden að frægri tónmenntaborg. Weber og Wagnar störfuðu þarna um tíma. Dresden-óperan átti sitt blómaskeið í byrjun 20. aldar. Þar starfaði Einar Kristjánsson óperusöngvari um árabil. Margir rithöfundar og heimspekingar hafa átt þarna heima um lengri eða skemmri tíma, s.s. Körner, E.T.A. Hoffmann, Schopenhauer, skáldin Ibsen, Dostojevsky og Martin Andersen Nezö, var hann þar sín síðustu ár. Dó árið 1954 sem heiðursborgari bæjarins. Én það frægasta í Dresden, það sem gefur bænum heiðursnafnið, Flórenzvið Saxelfi, er málverkasafn, sem geymt er í byggingum er nefnast ,,Der Zwinger" (hringurinn). - Frægasta málverkið þar er Madonna (María með barnið) eftir ítalska málarann Rafael. Var málverk þetta ætlað fyrir altaristöflu í krikju, en þótti of tilkomumikið til að kirkjan, sem það átti að fara í, fengi að njóta. Ágúst sterki keypti það fyrir 60 þús. dúkata og lét koma því fyrir þarna. En (tölum þykir illt að hafa misst þaðfrá sér. Nú er það virt á milljónir marka, og erekkifalt, hvað sem í boði er, neitað er að lána það á sýningar, hver ábyrgð sem boðin er. „Madonna fer ekki frá okkur", sagði maður við ferðamann er þarna kom. þeir er þessa mynda hafa séð, dást að fegurð hennar, andlitin vekja eftirtekt, t.d. Rafaels-englarnir neðst á myndinni. Sú mynd er víða til í eftirprentunum hér á 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.