Organistablaðið - 01.11.1980, Síða 26

Organistablaðið - 01.11.1980, Síða 26
Kirkjuritið gekkst fyrir ráðstefnu í Skálholti sumarið 1980 sem bar heitið: „Skáld og trú.” Eftirfarandi orð eru meðal þesssem sr. Bolli Gústavsson ritaði í Kirkjuritið að ráðstefnu lokinni: Hrifsöngur Oft er að því vikið, að söngvar svonefndra sértrúarsafnaða hrífi menn. Þar séu sungin fjörleg lög eða rómantísk, sem nái þegar í stað til fólks eins og hin ýmsu dægurfög, sem skjóta upp kolli og njóta vinsælda um stund. Þá fer þar á sömu lundog um meiri hluta sunginna dans- ogdægurlaga, að lítil alúðer lögð viðgerð texta, sem er hnoðaður saman í flýti eða lauslega þýddur, til þess eins að koma góðu sönglagi á flot. Áhrifa frá þessum hrifsöng hefur gætt í auknum mæli innan kirkjunnar, einkum í barna og unglingastarfi. Hér þarf kirkjan að vera vel á verði, að ekki sé slakað á listrænum kröfum í uppeldisstarfi. Hún á þess kost að njóta aðstoðar menntaðra og áhugasamra tónlistarmanna til þess að koma í veg fyrir að menningarleg reisn þjónustunnar hrörni. Þessir listamenn gera strangar kröfur um að tónlistinni, lofgjörði.nni, sé ekki misboðið með rislágum og efnisrýrum textum. Það dylst engum, sem vill kirkjunni vel, að veigalítill skáldskapur, lítilsigld tónlist og lítt grunduð ræða hafa fælt margan mætan mann frá kristnu samfélagi. íslenska kirkjan þarf ekki að fjarlægjast þá, sem eru kallaðir til alvarlegrar listsköpunar. Skálholtsstaður er á ný orðinn glæsilegt tákn endurreisnar þess æskilega samstarfs, ekki síst á sviði tónlistar og myndlistar. ---------------------------------\ HLJÓÐFÆRAVERZLUN Poul Bernburg hf. Rauðarárstíg 16 - 105 Reykjavík - Sími (91)20111. Höfum umboð fyrir hið fræga japanska fyrirtæki yamaha • Flygla • Piano • Orgel V_________________________________/ 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.