Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 23

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 23
söngsins nægtabrunnur, sem enn megnar að laða og seiða til sín alla þá, sem þrá sanna tjáningu sönglegrar lofgjörðar meðal kristinna manna, íslendingar hljóta aðsækja til þessara kirkjulegu söngva þann/rraftog þann fögnuð, semeraðalein- kenni siðbótarlaganna, Með nútímalegri endurvakningu þeirra lagfærast smám saman þær misfellur, sem truflað hafa sambúð safnaðar og söngs. Lítúrgísk nauðsyn vísar veg til uppruna. Þaðan er helzt að vænta aflstil endur- reisnar. Kantor siðskipta rís aftur upp. Hann verðurað vera jafn-mikilsverður og organisti, þótt bæði hlutverkséufalineinumogsama manni. Hannsinnirviðeig- andi orgelleik og er jafnframt söngstjóri kórs og forsöngvari í víxlsöng (responsorium) sem tengiliður milli söngflokks og safnaðar. Þáttur orgels má minnka að sama skapi sem söfnuður verður virkari; og sjálfsagt verður aðteljast, að sérhver kirkjugestur hlakki til þess að svara syngjandi presti sínum (t.d.: ,,Og með þínum anda.''), án þessaðstyðjastþurfi hérviðallskostaróþarftorgelundir- spil (og fjórradda syngjandi kór, sem aldrei skyldi verið hafa). Hinu má og heldur ekki gleyma, að í dreifbýli getur organisti verið vandfundinn, og er þá starf kantors þeim mun mikilvægara. Víða má sjáslælega kirkjusókn.Til þessliggjaýmsarfélagslegarogaldarfarsleg- ar orsakir.Enaðrarmáogfinna,svosemrofintengsl viðguðsþjónustulegaathöfn. Sumir vilja hér til úrbóta leita nýrra forma, nýtízkulegra sniðs nútímaguðsþjón- ustu, nýrrar gerðar prédikana, bæna og söngva. Hætt er við, aðslík lausn leiðitil dýrkunar á skynsemibundinni geröasteinu (konstrúktífismi), sem vanmetur líf- ræna þróun og ófalsaðan varanleik. Jafnaldra vestrænnar Evrópumenningar lætur sér sízt nægja einhver tilviljunarkennd yfirborðsúrræði, né heldur getur hún í sinni sögulegu tign, án þess að hætta á aðfyrirgera sóma sínum, aðhyllzt smekk smáborgara, dagblaðalesenda eða framúrstefnupostula. Sögulaus athafnastefna (aktífismi) er heldur ekki lykill að Paradís, frekar en gagnrýnislaus fornaldardýrkun (archaismi) eða hlutlaus erfðastefna (traditionalismi). Hér er leitað langt yfir skammt, því að rofin hafa aldrei veriðtil fulls þau tengsl, djúpt í frumvitund, sem knýta þjóðans barn viðsína eiginforsögu. Falin er hér sú töfraformúla, sem vísa má veg til „fyrirheitna landsins". Frumsannindi siðbótar- söngva stafa frá þeim tímum, er allar þjóðir Evrópu áttu sér sameiginlegan tón. Lögin i Hólabók og Grallara eru samnefnari yfir þessa sameign. Þau birta þá mannúðarstefnu (humanitas), undirstöðu alls kristindóms, sem miðmagnaðist fyrir kristilega trúarhrifningu baráttufúsra siðaskiptatíma. Með endurlífgun þessa mannúðararfs er stigiðtröllaukið sportil nútímalegrar lýðhæfingar kirkju- legs samstarfs og til endurreisnar afræktum söfnuði, því að í þessum hljómandi arfi kristins alþýðusöngs sannast, svo sem bezt verður á kosið, að voxpopuli er vox dei. Athugasemdir blaðnefndar Grein þessi birtist 1 979 í „Orðinu", riti Félags guðfræðinema 12.-13. árgangi og er birt hér með leyfi ritnefndar og höfundar. Blaðnefnd þakkar dr. Hallgrími Helgasyni fyrir að mega birta þessa ágætu ritgerð, sem er ekki sú fyrsta sem hvetur til safnaðarsöngs (einraddaðs sálmasöngs) og vonandi ekki sú síðasta sem ORGANISTABLAÐIÐ fær til birtingar, unz því marki er náð, að öllum íslenskum söfnuðum verður gert kleift að taka undir sálmasönginn. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.