Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 10
þar fór fram brúðkaupsveisla, er þetta vinsaell staðurfyrirsmærri hópa. Þarna er víntunna mikil uppi á vegg, á hún að vera frá dögum Fausts, sátu brúðhjónin undir henni. Þarna snæddum við kvöldmat. Fyrst var súpa í litlum bollum, og skeiðar með, sem voru heldur stórar, komum þeim ekki ofan í bollana. Fórum við að brosa að, fundum út að við myndum ekki kunna ofvel átið. Sem við erum að leggja okkar kolla í bleyti, hvernig ætti að bera sig til, kom þjónninn brosandi til okkar með réttar Skeiðar (minni), vakti þetta heilmikla kátínu. Þarna vorum við til kl. 5 mínúturfyrir 12, áttum þarna skemmtilegt kvöld, var sungið, brugðið í dans, farið með gamanmál o.s.frv. - Einhvern næsta dag fóru nokkrar stelpur úr okkar hóp þarna inn að fá sér hressingu, var þeim vel tekið. Þjónustuliðið þekkti þær frá kvöldinu er við vorum þarna. Sunnudagur 10. júní. Flámessa í Tómasarkirkjunni með altarisgöngu, sem allur hópurinn okkar tók þátt í. Messan fór mjög fallega fram, drengjakór kirkjunnar söng, organleikurinn mjög fallegur og tilkomumikill. -Síðar um daginn var önnur messa ísömu kirkju, fóru sumir af okkur þangað, þá söng drengjakórinn ekki, fannst mér þá mikið vanta, en söfnuðurinn söng með organleiknum, sem var fallegur þeir hafa þann háttinn á þarna úti, að breyta raddsetningu við hvert vers, ( söngurinn er einraddaður) gerir þetta tilbreytingu í spilið. Eftir fyrri messuna fórum við í safnhús, sem er skammt frá kirkjunni. Skoðuðum herbergi, sem er þarna til minningar um Bach. Einnig er þarna herbergi til minningar um Mendelsohn, með þeim munum er hann bjó við og bera vitni góðum smekk. Þarna er til sýnis nótnahandrit og útgáfur af verkum þeirra. Saga þessara snillinga andar á móti manni. Mánudagur 11. júní. Lagt af stað snemma morguns, til Eisenach, en þar var æskuheimili Bach' s, Wartburg, sem er þarna skammt frá og víðar átti að koma við. Þessi leið er 1 60 km. Veður er gott, bláleit móða yfir landinu, útsýn óglöggt í fjarska. Landið láglent og slétt fyrst, en stór og falleg tré af ýmsum tegundum setja vinalegan svip á umhverfið. Stundum er farið gegnum skuggsæl trjágöng. Við sjáum skjólbelti víð, einstök tré og trjáþyrpingar. Sum trén með hvítum blómum (eplatré), önnur með dökkrauðu laufi, (blóðbeykir), sum með slútandi blöðum (grávíðir). Við sjáum heim á bændabýli. Þau standa nokkur saman í þyrpingum. en óbyggð svæði á milli, tún akrar og búfjárhagar. Okkur er sagt að öllu úrgangsvatni frá borgunum sé safnað í stórar þrær, það síðan leitt og veitt á tún og akra sveitanna. Við sáum þarna stórar kúahjarðir á beit í högum, einr.ig kindahópa, er maður með, mér sýndist þeir hnappsitja fénaðinn, hefði það ekki þótt gott heima í fyrri daga í hjásetu. Er sunnar dregur hækkar landið, hæðir og fjöll skógi vaxin upp á efstu brúnir, kastalar og kastalarústir efst á fjöllunum, dalir með blómlegum byggðum á milli. Þarna sjáum við ofan í þröngan dal, bratt er þar niður, þéttir skógar, skuggsýnt þar niðri. Okkur er sagt að hann heiti Teufelstal (djöfulsdalur), einn úr hópnum sagði hann ætti að heita Skolladalur á íslensku, var því vel tekið. - Viðökum gegn um Þýringaskóg (Turingerwald), upp með Saxelfi, mjög falleg leið, skógi vaxnar hæðir og klettar, en býli á milli með túnum og vínekrum. En nú erum viðkomintil Eisenach, en þarfæddist J.S. Bach. Viðfáum aðkoma 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.