Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 7
hann hefti með myndum úr kirkjunni. í heftinu er einnig mynd af Bach' s styttu, er stendur úti fyrir kirkjunni. - María Eðvarðsdóttir túlkaði. Á eftir var sungið ,,Ég fel í forsjá þína” (lagboði: Nú fjöll og byggðir blunda), J.S. Bach raddsetti. Stjórnandi þá var Sigríður Norðkvist. Það þótti þeim þýzku óvanalegt, aðsjá konu stjórna, það er víst minna um það þar. - Þetta var áhrifamikil en látlaus athöfn. En nú verðum við að halda heim á hótelið, og vera tilbúin að fara á Sinfóníutónleika, en þeir byrja kl. 7.30 í Gewandhaus, Katarinestrasse 23. Vorum við þarna í boði menntamálaráðs heima. Við förum þetta gangandi, en á leiðinni urðum við heldur betur aðstaldra við. Þarna kom heilmikil bílalest á fullu stími, litlir bílar, stærri bílar, sem blikkuðu með bláum Ijósum, trukkar með yfirbreiðslur, lögreglumenn á mótorhjólum, engin leið að komast, meðan þessi ósköp fóru um. Fréttum við að allur þessi fyrirgangur stafaði af því að háttsettur maður frá Tékkóslóvakíu, Husach, væri að koma í heimsókn, í tilefni af 30 ára samstarfi bænda- og verkalýðssamtaka í þessum löndum. Loks linnti þessu og komumst við þá áfram og ítæka tíðá tónleikana. En okkur þótti gaman aðsjá þetta, hvernig svoddan fer fram í útlandinu. En nú er að víkja að tónleikunum. Hljómsveitin var: Gewandhaus Orchester. Stjórnandi: Kurt Masur. Einleikari: ítalskur fiðluleikari, Accardo. Efni: Rapsodi fyrir sópran ug hljómsveit, söngkona Roswitha Texler. Brahms: Violinkonsert í B-dúr. R. Schumann: Sinfónía í B-dúr(,,Vor''-sinfónían). Fyrir framan „Hótel Astoria" í Leipzig. ORGANISTABLAÐIO 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.