Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 21
kóral líka falizt útlegging á guðsorði, því að lög við marga sálma eru samvaxin til- heyrandi textum. Kirkjusöngur sem alþýðusöngur Sérhver kristinn maður ertil kvadduraðsyngja og segjafram lof Guðs. Jafnvel barn getur tjáð í tónum lofgjörð sína, þótt ófullkomin sé að hljómgæðum. En við guðsþjónustugjörð getur saman kominn söfnuður ekki látið sér lynda, hvaða músík sem er. Tóniðkun hans þarfnast háttskipunar og málefnalags réttmætis, bæði íformi texta ogtóna. Hér hvílirsem þungamiðjaevangelískrarguðsþjónustu sameiginlegur söngur safnaðar í sálmalagi. Skilyrði fyrir þessari virku þátttöku er hvorki kennimannleg menntun né embættisleg aðstaða, heldur er sérhver meðlimur kristins safnaðar sjálfkjörinn til þess að neyta krafta sinna ogtónvísra hæfileika. Þessi hópsöngur allra kirkjugesta er, ekki síður en predikun, sterkur burðprás heildarguðsþjónustu, þar sem á skiptast hljómandi og hlustandi trúar- gleði. Lúther gerði söng í fámennum, útvöldum hóp að almennum alþýðusöng. Til þess voru honum öll ráð kærkomin, jafnvelArúvez7Ó//7£'(contrafactum)veraldlegra laga til andlegs innihalds. Viðkvæði hans var.Þaðerótækt, aðfjandinnskulihirða mörgbeztu lögin. Söfnuðurtókoft slík lög einna mestu ástfóstri og þótti vænt um að hitta afturþanniggamlakunningjaúrharki ískartbúningi kirkju. (Áöðrum vett- vangi hefir löngum Hjálpræðisherinn haldið fram þessari stefnu). í heimalandi Lúthers varð almennur safnaðarsöngur kristileg og skemmtileg þegnskylda sem óskráð kirkjulagafyrirmæli. Enginn var aðeins óvirkur áheyrandi, ,,partur af públikum". Allir sameinuðust um að framkvæma lítúrgíu-messunnar. Afnumið var einveldi prests og kórs (monopolium sacerdotale et scholare). Teólógískt lýðræði var orðið að veruleika. Á íslandi ríkir þetta jafnrétti guðsþjónustuhalds á öllu svokölluðu Grallara- tímabili, frá aldamótum 1 600 og fram til 1900, enda þótt Aldamótabókin, sálma- bók Leirárgarða 1801 („Leirgerður”) hafi átt aðstöðva Grallara-söng og innleiða nýja, fágaða siði upplýsingarstefnu. En reynslan hafði sýnt, að Grallarinn var hjartfólin söngbók íslenzkrar alþýðu, sem hún ógjarnan lagði fyrir róða; enda mun það mála sannast, að aldrei hafi almennur kirkjusöngur safnaðar dafnað á islandi jafnvel sem á þessu 300-ára-skeiði Grallarans, án orgels, án allra hljóðfæra. Margir hlökkuðu jafnan til kirkjuferðar, ekki sízt vegna þess að þá gafst öllum kostur á að beita eigin söngrödd, hverjum einum eftlr kunnáttu sinni og tónvísi. Þetta var blómatími barkasöngs. Nýr söngur sem hnignun safnaðarsöngs Með tilkomu orgels í dómkirkju Reykjavíkur árið 1840 hefst fyrsta veruleg atlaga gegn Grallara-söng og síðar samfelld herferð. Blindframfarafíkn, leyst úr orsakasambandi sögulegrar þróunar, geysistgegnþjóðlegri hefð. Lítterséstfyrir. Fínleiki lagrænnar einröddunar kirkjutóntegunda hverfur sjónum og heyrn, og útilokunarstefna tveggja tónkynja, dúr og moll, heldur innreið sína. Háættuðum erkienglum kirkjutóna er steypt af stóli og lágkúruleg nytjastefna verzlegs leiðsögutóns hrifsar til sín öll yfirráð. Kjarnmikill léttleiki tónlínu hörfar undan grófum og þungstígum pundsnótum hljómfjötraðs kórbálks.Hljómur verður ríkj- andi en laglína víkjandi. Safnaðarlög eru nú útsett með 3—4 fylgiröddum. Á kostnað hljómfærslu glatar „inndúað" lag þeim eftirminnileik, sem nakin ein- röddunarlína oft ber með sér. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.