Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 6
Organistaferðin 1979 - II. Leipzig Föstudagur 8. júní. Vakna allsnemma. Ausandi rigning og stormur, en brátt birtir og gerir gott veður. Frjáls tímí fram að hádegismat, en hann er kl. 12.30. Nota tímann til að skyggnast um í allra næsta umhverfi, þori ekki að fara lengra en að ég sjái í hótelið'okkar, tek nokkrar myndir. Þarna eru gríðarstórar byggingar, en blóma og trjáreitir setja vinalegan svip á umhverfið. Eftir hádegið förum við í Tómasarkirkjuna. Fáum að hlýða þar á æfingu hjá Tómanerkórnum, en það er drengjakór, er hann fyrst nefndur 1254. Átímum Bach' s taldi hann 54 söngvara, en nú 93. Drengirnir byrja þarna frá 8 eða 9 ára, æfa söng 3 eða 4 tíma á dag og nema einnig aðrar námsgreinar. En vandamálið er, að þeir fara fyrr í mútur nú en áður fyrr. Er þeir eru búnir að ná góðum árangri í raddbeitingu, kemur breytingin. Flætta þeir þá söng um tíma, læra þá á eitthvert hljóðfæri og leika þá í hljómsveit, sem þarna er líka ætð. Núverandi söngstjóri (kantor) kórsins er Hans Joakim Rotzsch, fyrrverandi tenorsöngvari, er hefir mjög gott lag á drengjunum. Honum hefir tekist að varðveita barnslegt hugarfar gegnum árin, t.d. á hann stórt safn af járnbrautarlestum (barnaleikföng) og leikur sér að þeim eins og drengur í frístundum. Þetta minnir á svohljóðandi vísu eftir Guttorm J. Guttormsson. ,,Allt kvenfólkið hrökk við í kirkjunni brátt er klerkurinn hnefann rak niður. Og mælti, svo gall við í guðshúsi hátt ,,Ó, gáið að barninu í yður”. En í alvöru - þessi maður hefir trúlega varðveitt barnslundina. Það er annar maður, (bassasöngvari) sem æfir, en stjórnandinn fylgist vel með drengjunum, hjálpar þeim og huggar, er þeir eiga erfitt, en það sér hann fljótt. Þótti okkur fróðlegt að sjá vinnubrögðin þarna á æfingunni. Voru verkin æfð í pörtum, endurtekið, þar til sá svipur kom á, er vera átti. Söngurinn þarna er mjög fallegur, syngja litlu drengirnir efri raddir, en þeir stærri neðri raddir, en þeir skipta yfir í þær, er þeir komast úr mútum, en þeir hætta þarna 18 ára. Fallegur blær yfir dýpri röddunum. Verkin, sem við heyrðum þarna voru: Kórverkefir Anton Dvorak og J.S. Bach. Að lokinni æfingu fór fram athöfn við gröf Bach's, en hún er þarna inni í kirkjunni, einnig er þar stúka með töflum til minningar um hann. Kór organistanna söng þar, „Vertu Guð faðir, faðir minn," eftir Þórarin Guðmundsson, stjórnandi Sigurður Daníelsson. Þá talar Séra Hannes Guðmundsson frá Fellsmúla, minnist þess hve tónlist Bach's hafi orðið sterkur þáttur í hinni lúthersku kirkju, en hann var organisti og söngstjóri þessarar kirkju um langt árabil. Hann minnist þess trúarlega anda er ríkt hafi í verkum hans, en hann leit á sig sem verkfæri í Guðs hendi. Einkunnarorð hans voru. „Soli Deo Gloria", sem þýðir „Guði einum sé dýrðin". Hann starfaði íauðmýktog innilegri trú. Prestur minntist einnig, að hér hefði Páll (sólfsson stundað nám og starfað sem organisti, mælti hann einnig á þá leið, aðorganistarnir væru verkfæri í Guðs hendi. Einnig talaði þarna biskup kirkjunnar, bað fyrir kveðju til biskups íslands, og sendi honum fallega teikningu af Tómasarkirkjunni, en organistunum afhenti 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.