Organistablaðið - 01.11.1980, Page 13

Organistablaðið - 01.11.1980, Page 13
styttum, oflangt mál að lýsa því öllu. Þetta er hátíðarsalur kastalans. Þarna er gott að syngja, og var það gert. - Við förum héðan klyfjuð af minningum í bak og fyrir. Nú er haldið til Weimar, en þar eru hús Goethe og Frans Lizt, varðveitt heimili þeirra, óbreytt frá þeirra dögum. Við komum fyrst í hús Goethe. Fallegt heimili, t.d. heilt safn af myndastyttum, flestum frá Ítalíu, sem hann orti um kvæðið „Þekkirðu land þar gul sítrónan grær”. Lag eftilr Beethoven. Það kom í söngheftum Jónasar Helgasonar, var talsvert sungið hér í fyrri daga. - Við göngum stofu úr stofu, þar sem allir hlutir vitna um góðan smekk húsráðanda. Næst er farið til húss Franz Lizt, en okkur er sagt að þaðsé lokað þennan dag. En Haukur og Ingeborg leiðsögumegn fara og finna safnvörðinn, fara svo leikar að við fáum að sjá safnið. Voru þá sumir úr hópnum farnirfrá, en Hauki tekst að ná í þá, komust allir og sáu húsið. íbúðin er varðveitt, eins og hún var á hans dögum. Fallegt og smekklegt heimili, þarna er píanó og flygill. Hingað komu tónlistarmenn víðsvegar að til að fá tilsögn hjá honum. Við fáum að heyra „Liebestraum” (Ástardraumurinn) á hljómplötu, leikið á flygilinn (man ekki hver leikur). Er ég hlýði á þetta lag þarna, verður mér hugsaðtil æskudaga snillingsins og greifadótturinnar ungu og fögru. Þau unnust hugástum. Móðir hennar var á þeirra þandi, en veiktist og dó, en faðir hennar sagði „Ég hefi önnur áform með dóttur mína, en að gifta hana tónlistarmanni. Dóttir mín skal giftast manni úr sinni stétt". - Þetta var þungt áfall fyrir hinn unga tónsnilling. - Sextán árum seinna hittust þau aftur, hétu hvort öðru að hugsa hvort til annars, er kvöldklukkurnar hringdu. - Senn líður að kvöldi, mál að halda heim með minningar og myndir af því er við sáum. Dagstofan í Liszt-safninu f Weimar ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.