Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 28

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 28
Þá voru 2 menn kjörnir heiðursfélagar F.I.O., þeir Páll Halldórsson, fyrir frábær stjörf í þágu Organistablaðsins, og Gunnar Thyrestam sem hefur gert sér far um að kynna íslensk orgelverk erlendis, en Gunnar er áttræður um þessar mundir. Fundarstjóri var Kristján Sigtryggsson. Smári Ólason las fundargerð síðasta félagsfundar og urðu nokkrar umræður um hana og eftir nokkrar athugasemdir var hún samþykkt. Þá fór fram inntaka nýrra félaga, en þeir eru: Ólafur Finsen, Seljasókn, dr. Orthulf Prunner, Háteigskirkju, Pálmar Eyjólfsson, Gaulverjabæ. Næsti dagskrárliður var skýrsla for- manns. Haldnir voru nokkrir stjórnarfundir á árinu. Vann stjórnin að leiðréttingu launamála nokkra félagsmanna. Stjórnin fór fram á styrk úr Kristnisjóði til Organistablaðsins kr. 40.000.- og fékkstsú upphæð fyrir árið 1979 og fyrir 1980 samtals 80.000,- Félagsfundur var 4. maí og rætt um handrit að nýju messuformi. Jón Stefáns- son lýsti störfum nefndar um það efni. Ennfremur efndi stjórnin til félagsfundar 28.9.80, þar sem aðallega voru rædd orgelkaup. Næst las gjaldkeri upp reikninga félags- ins og voru þeir samþykktir. Var innheimta mjög góð. Þá var komið að stjórnarkjöri. Þeir Jón Stefánsson og Helgi Bragason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Formað- ur var endurkjörinn, ritari Guðný Magnúsdóttir og gjaldkeri Daniel Jónas- son. Varaformaður Jakob Tryggvason og meðstjórnendur til vara Haukur Guðlaus- son og Reynir Jónasson. Endurskoðendur Gústaf Jóhannesson og Geirlaugur Árnason og til vara Einar Sigurðsson. Blaðnefnd var endurkjörin þeir Glúmur Gylfason, Smári Ólason og Þorvaldur Björnsson. Áskrift að Organistablaðinu f. 1979 kr. 3.000 g.kr. til annarra er félagsmanna. Félagsgjald var ákveðið 22.600,- fyrir organista með umtalsverð laun. Áskrift fyrir árið 1980 var ákveðið kr. 6.500,- Nokkrar umræður urðu um launamál, bílataxta svo og laun söngfólks. Ennfremur um Organistablaðið s.s. endurprentun á eldri árgöngum. Páll Kr. Pálsson nefndi af gefnu tilefni organistalög og benti á hversu mikinn vanda þau leystu. Formaður sagðist hafa rætt við menntamálaráðherra um organistalög og hefði hann beðið um uppkast að slíkum lögum samþykktum af F.Í.O. Fundarmenn voru 14. G. Magnúsdóttir, ritari. Frá félagsfundi F.Í.O. F.Í.O. hélt félagsfund í Hvassaleitisskóla 28.09.80. Boðað efni fundarins var: Orgel og orgelkaup. Fjörugar umræður urðu um efnið og margir tóku til máls. Ýmsar skoðanir komu fram og sýndist sitt hverjum, eins og vænta mátti. Voru félagar sammála um að stærð orgelanna skipti ekki öllu máli, heldur gæðin og að lítil hljóðfæri þyrftu nausynlega að hafa tvö hljómborð. Einnig kom fram, að tekjur kirknanna hefðu minnkað og þar með möguleikinn á kaupum á stórum orgelum. Ekki voru allir sammála um hvort orgel skyldu vera með eletrísk eða mekanísk spilaborð og register. Sú hugmynd kom fram að félagið reyndi að hafa áhrif á rafmagnsorgelakaupin, með því að skrifa bréf til allra sóknanefnda um það efni. Fundarmenn gáfu sér tíma til að hlusta á ýmsar hljómplötur með mismunandi gerðum af hljóðfærum, pípuorgelum og rafmagnsorgelum og gera samanburð þar G. Magnúsdóttir Fréttir Aðalfundur F.I.O., haldinn 19.10. 1980, samþykkir eftirfarandi ályktun: Félagsmenn telja það skyldu sína, sem starfsmenn kirkjunnar, að skýra frá þeirri 28 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.