Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 11
Haukur við hljóðfærið og Kristfn syngur í Bach-safninu í Eisenach. í hús frá hans dögum, sem er varðveitt með húsbúnaði og hljóðfærum sem hann átti, til minningar um hann. Við sjáum þarna stofu og eldhús frá fyrri dögum, en við stöndum mest við í stofunni þar sem hljóðfærin eru, en það er lítið pípuorgel, spinet, klavíkord og fiðlur, allt frá tímum Bach's. Stúlkan, sem sýnir okkur safnið, leikur fyrir okkur á spinetiðskemmtilegan menúett eftir Bach. Einnigfáum viðað heyra í klavíkordinu. Þá verður mér hugsað til íslenzkrar konu frá fyrri öldum, Helgu í Bræðratungu, en hún kvað hafa leikið á það hljóðfæri. Þarna eru sungin 2 lög, „Vertu Guð faðir, faðir minn”, eftir Þórarin Guðmundsson. Haukur Guðlaugsson spiiar það á orgeiið, en Kristín Jóhannesdóttir syngur einsöng. - Var þetta alveg sérstakt, að leyfi fékkst að leika á það, því að hljóðfæri, sem eru varðveitt til minja, eru aðeins höfðtil sýnis, en hægt er að fá hljómplötur á þessum söfnum með lögum, sem leikin eru á þessi hljóðfæri, og keyptu menn sér plötur, allir sem vildu. Á eftir var Sungið ,,Ég fel í forsjá þína" (útsetning Bach's), söng organistahópurinn það, en Haukur stjórnaði. - Við kveðjum þennan minningaríka stað. - Hér er einnig Lúthershús, þar sem hann stundaði nám og varð fyrir fyrstu trúaráhrifum. Hérfæddist móðir hans, hann kallaði þennan stað sína kæru borg, en einnig prestahrelður. Þá voru 5000 íbúar í borginni en 300 prestar. Wartburg-kastali er þarna skammt frá. Þangað er ferðinni heitið, en þar var Lúther í 2 ár. Árið 1527 gerði kjörfurstinn í Wartburg dulbúna árás á Lúther og flutti hann íkastalann, gerði hann þaðtil að vernda hann gegn ofsókn kirkjunnar. ORGAMSTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.