Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 12
Ólafur Tryggvason, stjórnar kór Organistanna á fæðingarstað Bach's Meðan Lúther dvaldi þarna þýddi hann Biblíuna úr grísku á þýsku. Lagði hann með því grundvöllinn að þýsku ritmáli. Sagði Goethe, að með því hefði hann sameinað þýsku þjóðina. Átti Goethe frumkvæði að því, að Wartburg-kastali var varðveittur. Seinna varð kastalinn mikill fundarstaður stúdenta. Wartburg er í ca. 400 metra hæð, fyrst nefndur 1080, byggður í núverandi mynd 100 árum síðar. Eftir 1945 voru veittar 2.2 milljónir marka til viðgerðar, er verið var að vinna að viðgerðinni, fundust 3 kassar með dýrmætum skjölum. Við leggjum á brattann. Það eru hátt í þrjú hundruð tröppur upp að fara, stigi eftir stiga og hallandi brautir á milli. - Loks komumst við upp, og er inn kemur taka við gangar miklir. Væri þar auðvelt að villast, en við höldum hópinn. Minnisstætt verður að koma þarna í grafhvelfinguna. Þarna eru myndir á veggjum, grafhellur í gólfi, ein stendur þar eins og kista upp út í miðju, veit eigi hverjir þarna eru grafnir. - Við komum einnig inn í langan fremur mjóan gang, með helgimyndum á veggjum. Þessi gangur er til minningar um konu, er átti þarna heima á fyrri öldum, hún var kaþólsk. Elísabet hét hún, varði hún lífi sínu til að hlynna að, kenna og hjúkra fátækum börnum, en eigi varð hún langlíf, dó 24ra (eða 25) ára, þá þrotin að heilsu. Nokkru eftir dauða sinn var hún tekin í dýrlingatölu. - Við komum í herbergi það er Lúther hafðist við í. Það er einfalt mjög, ómálaðar þiljur á veggjum eigi aðrir húsmunir en borðeittfornlegt, við það hefir hann unnið. - Eitt sinn fannst honum sá vondi vera þar kominn. Segir sagan, að hann hafi þá þrifið blekbyttu sína og þeytt henni þangað er honum fannst hann vera. Sást blekklessan lengi á veggnum, en nú er hún útmáð. - Enn er haldið upp stiga, og inn í stóran sal með margvíslegu skrauti, gylltum listum, 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.