Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 22
í eðli sínu er allur alþýðusöngur einradda. Þjóðlag er oftast afspringur fjölhugðar (kollektíf ismi), svo sem Jón Leifs staðhæfir: „Tónskáldið mikla, þjóðin sjálf.” Einnig siðbótarlög kirkjunnareruyfirleittófeðruð. Þaueru nafnlauseinsog þjóðlagið og sprottin af sama stofni. Mörg þeirra eru vér-lög (,,Vér trúum allir á einn guð'Jog beinastsemsafnaðarlögaðfjölhugðtrúarsamfélags, ímótsetningu við ég-lög, sem vísa frekartil persónulegrar e/>7/7tyg'<Ja/-(indivídúalismi). Af þessu leiðir, að eðli uppruna speglast bezt í einradda flutningi; en gullöld þjóðlags er tímabilið 1400—1600 og gullöld trúarlegs safnaðarlags er 1 6. öldin. Hér mætast því aftur þessar tvær greinar alþýðusöngs. Um miðja 19. öld, og þó einkum eftir útkomu fyrstu kóralbókar Islands 1878 og annarrar 1885 (Pétur Guðjohnsen, Jónas Helgason), er farið að syngja safnaðarlög fjölradda. Ótónlæsufólki erkenntaðsyngjaeftireyranu mismunandi raddir í kirkjulagatónbálki fkantionalsats). Páfagauksaðferðinni er hleypt af stokkum. Auðvitaðfær þá aðeins örlítill hlutisafnaðartækifæritil aðsyngja. Þetta litla úrval safnast að orgeli og verður „kirkjukór”. En með þesu er safnaðarlag tekiðfrá kirkjugestum. Kórinn leggureinkahaldásafnaðarlag. Söfnuðurkveinkar sér við að syngja með fjórradda kór og tvöfalda þannig, með undirtekt karlradda, sópran-lag ísamstígum áttundum. Söngurverðursvo,,fínn”, aðmessugestirvilja ekki skemma hann. Hér er upp komin reginvilla, sem enn ríður húsum í íslenzkri kirkju. Með því að svipta söfnuð lagi sínu er hann gerður ómyndugur. Safnaðarlag er á röngum forsendum orðið hlutverk margradda kirkjukórs, sem gerir hvortveggja í senn að dæma sönfuðtil óvirkni, og aðkoma sérhjáþvíaðflytja viðhafnarsöng ílistilegum búningi fcantus figuralis)X\\ tilbreytingar við guðsþjónustu. Jafnvel öndvegisorg- anisti fullyrðir, að meðþessu móxi\sésafnaðarsönguri\ótraááa, hérstandi ísland í fremstu röð! — Og þóersafnaðarsöngurinn ekki til. Safnaðarlag á sérengan söfn- uð, sem veitir því líf, bara kórflokk, sem bregður yfir það einskonar sýndarblæ konsertflutnings. Of lengihefir íslenzkkirkjalátiðviðgangastþennan misskilning. Barnaleg löng- un tilþessaðstillasamanfjórarósamkynjaraddir hefurupprunalegaveriðsádrif- kraftur, sem hér var beitt á röngum stað og á röngum tíma. Dómgreindarlitlir organistar halda uppteknum hætti ogtelja mestu máli skipta, að/e^u/-<Jsöngsog fjórradda samræmis veki aðdéun við guðsþjónustu. Tilbeðin fegurð rómantísk- unnar keppir þá við boðun fagnaðarerindis Krists. Með því raskast lítúrgískt lög- mál og guðfræðileg kenningatilhögun kristinnar kirkju. Guðspjallið situr ekki lengur í fyrirrúmi. Músíkin tjáir ekki lengur þakkargjörð til Drottins. Hún er orðin að sjálfsdýrkun. Meðlítúrgískri aðildsafnaðarinnanguðsþjónustuformserreisturvarnarvegg- ur gegn afvegaleiðandi,,konsertmóral”. Þessisafnaðarlega helgisiða-þátttakaer mótuð strax á siðskipta öld. Lög hennar eru líftaug safnaðar frá upphafi vega. Og enn stendur óþorrinn kraftur þeirra í kjarnyrtum miðalda-tónháttum sínum. Island hefur ekki enn tekið upp þráðinn, sem slitnaði með rómantísku írafári mistúlkaðrar umþótastefnu 19. aldar. Siðbótarkórall Grallarans varð að lúta tískubornum tækifærissöngvum, jafnvel sætabrauðslögum, og þaðsvorækilega, að Fslendingar hafa ekkienn endurheimt sín hreinræktuðu kirkjulög klassískrar hefðar. Arfur sá er ekkert augnagróm; og vissulega ergullaldarlag Grallaranssá 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.