Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 27
Aðalfundur Kirkjukóra- sambands Islands hald- inn í Skálho/ti 31.8. 1980 k/. 20:00 Formaður sambandsins Haukur Guð- laugsson, söngmálastjóri, setti fund og bað menn rísa úr sætum og minnast tveggja fyrrverandi stjórnarmanna K.Í., þeirra séra Sigurðar Kristjánssonar og Finns Árna- sonar. Þá var settur sem fundarstjóri Sigurður Gunnarsson, ritarar Kristrún Hreiðars- dóttir og Helgi Ólafsson. Gengið var til dagskrár. Eftir að siðasta fundargerð hafði verið lesin og samþykkt flutti formaður skýrslu stjórnar. Vék hann fyrst að undir- búningi á útgáfu tónbanda, einkum ætluðum nýliðum kóra, til auðveldunar á að læra raddir í algengum sálmalögum. Rúmlega 20 lög hafa verið sungin inn á böndin og senn fullfrágengin til útgáfu. Kirkjukórasamband Island veítti fé til þeirrar útgáfu. Þá gat formaður um heimsóknir til prófastsdæma, sem hann er byrjaður á og hyggst halda áfram. Þá vék hann að undirbúningi kóramóts á næsta ári vegna 1000 ára afmælis kristniboðs á íslandi, unnið er að efnisskrá fyrir þá tónleika og yrði hún send öllum kórum, ásamt nótum. Fundarstjóri gaf orðið laust. Ýmsir tóku til máls og töldu heimsókn söngmálastjóra til sambandanna í pró- fastsdæmum landsins hafa glætt mjög áhuga fólks. Einnig lýstu menn ánægju sinni með námskeið í Skálholti. Fram kom í máli flestra nauðsyn þess að fá tilsögn í söng fyrir kirkjukórana. Þeir, sem hafa fengið slíka tilsögn, telja hana mjög til bóta. Einnig var ræddur vandi lítilla safnaða við að fá organista til starfa sökum lítillar fjárhagsgetu safnaðanna. Söngmálastjóri rakti lítillega frumvarp til laga, sem lagt hefur verið fyrir alþingi. M.a. er þar gert ráð fyrir heimild til þess að ráða tvo menn til aðstoðar söngmálastjóra við raddþjálfun og söngkennslu kórfólks. Gat hann þess, að nú væri ungur maður í námi í söngfræðum erlendis. Hann lýsti nokkuð fjárhagsvanda söngmála þjóðkirkjunnar. Lítið svigrúm væri til þes að styrkja söfnuðina um landið. í þessum umræðum var einnig drepið á menntun söngkennara fyrr og nú og þeirri skoðun komið á framfæri að Tónskóli Kirkj- unnar ætti að vera deild innan Tónlistar- skólans. Varagjaldkeri Árni Pálsson las upp reikninga í forföllum aðalgjaldkera. Fram kom að í sjóði voru kl. 733.200,00. Athuga- semd var gerð við það að inneign væri, en fé ekki nýtt til brýnna verkefna, gjaldkeri tók fram, að enn væri ógreitt mest af framlagi. því frá fyrra ári, er veitt var til tónbanda- útgáfu. Reikningar voru samþykktir. Þessu næst fór fram stjórnarkjör og varfyrri stjórn og meðstjórnendur ásamt varamönnum endurkjörnir. Stjórnin er því þannig skipuð: Formaður: Haukur Guðlaugsson. Gjaldkeri: Aðalsteinn Helgason. Ritari: Kristrún Hreiðarsdóttir. Meðstjórnendur: Fyrir vesturland: Sigríður Norðkvist. Fyrir norðurland: Jakob Tryggvason. Fyrir austurland: Jón Ó.Sigurðsson. Fyrir suðurland: Einar Sigurðsson. Varaformaður er Ragnheiður Kjartansd. Önnur mál voru næst á dagskrá. Haukur Guðlaugsson áréttaði enn litla fjárhagsgetu sambandsins, og það, að framlag ríkisins til þess færi síminnkandi að verðgildi. Fundurinn samþykkti að fela stjórninni að reyna að fá framlag ríkisins aukið. Að lokum var rædd nauðsyn þess að tengja aðalfund betur námskeiði organista í Skálholti og þá einnig hvort mögulegtværi að samræma aðalfund organistafélagsins, fundi K.í. Að lokum þakkaði Haukur gott samstarf. Fundarstjóri þakkaði fundarsetu og sagði fundi slitið. Kristrún Heiðarsdóttir, ritari. Aðalfundur F.Í.O. var haldinn í Hvassa/eitis- skó/a 19. okt. 1980. í upphafi fundar var minnst látins félaga, Hjalta Þórðarsonar frá Æsustöðum. ORGANISTABLAÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.