Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 29

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 29
staðreynd að rafmangsorgel geta aldrei komið í stað pípuorgela sem hljóðfaeri í kirkjur til flutnings kirkjutónlistar. Allar auglýsingar sem leitast við að rugla saman þessum ólíku hljóðfærum ættu sóknarnefndir að lesa með mikilli gagnrýni og leita upplýsinga hjá stjórn F.i.O. eða þeim kirkjum sem hafa fargað rafmangs- orgelum og keypt pípuorgel í staðinn. Á aðalfundi F.I.O. 1980 hvatti blaðnefnd félaga til að senda organistablaðinu efnisskrár allra tónleika í kirkjum, svo að fréttadálkur þessi megi verða sem fullkomnastur. Dr. Orthulf Prunner hefur orðið fyrsturtil þess að senda blaðinu efnisskrár og fer hér á eftir yfirlit yfir alla tónleika, sem hann hefur haldið á einu ári síðan hann kom til Islands: Háteigskirkja 28 júní 1 979 og Skálholts- kirkju 14. júlí 1979. OrgeltónleiKar með verkum eftir J.S. Bach. Praeludium og fuga í G-dúr. Partita: 0, Gott, du frommer Gott. Sálmforleikir: Liebster Jesu, Wir glauben all' an einen Gott, Wachet auf ruft uns die Stimme, Wer nur den Lieben Gott lasst walten, Meine Seele erhebt den Herren og Nun kom' der Heiden Heiland. Triosonata í Es-dúr og Fantasía í G-dúr. Skálholtskirkja 15. júlí 1979. Buxtehude: Prealudium, Fuge und Chaconne in C-dúr og Choralvariatinonen: Wie schön leuchtet der Morgenstern. J. Pachelbel: Sálmforl.: 0 Lamm Gottes unschuldig og Praludium in d-moll. J.N. de Grigny: Tierce en Taille, Duo og Dialogue sur les Grands Yeux. J.S. Bach: Sonata í G-dúr. Úr Orgelbuchlein: Herr Gott nun sei gepreiset, Das alte Jahr vergangen ist og In dir ist Freude og Práludium und Fuge in a-moll. Á tónleikum i Akureyrarkirkju 6.sept. 1979 lék dr. Prunner sömu verk eftir Grigny og auk þeirra: Chorale í a-moll eftir C. Franck. Praludium og fuga í g-moll og sálmforleik: 0 Gott, du frommer Gott eftir J.Brahms. Praludium og fuga í Es-dúr og sálmforleikina: Christ unser Herr zum Jordan kam og Wir glauben all' an einen Gott eftir J S. Bach. Þann 22. og 26. maí 1 980 lék dr Prunner verk eftir J.S. Bach á orgel Háteigskirkju og var ágóði af síðari tónleikunum (nál. kr. 90 þús.g.kr.) gefinn til kaupa á altaristöflu í kirkjuna. Efnisskrá: Toccata, Adagio og Fúga í C-dúr, Choralfantasia: Christ lag in Todesbanden, Sonata í C-dúr. Sálmforleik- ur: Erbarm dich mein, 0 Herr Gott, Passacaglia og Fúga í c-moll. Árleg kirkjuvika í Lágafellskirkju var haldin 2.-5. mars 1980. Kirkjuvikan er orðinn fastur liður í menningarlífi byggðar- lagsins og þykir jafnan nokkur viðburður. Dagskrá var fjölbreytt, en 3. mars sungu m.a. tveir nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík, þær Elísabet Eiríksdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir við undirleik Smára Ólasonar og kirkjukórinn söng þrjú tónverk undir stjórn hans. 4 mars lék síðan Skólahljómsveit Mosfellssveitar undir stjórn Lárusar Sveinssonar og Barnakór Varmárskóla söng undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Kór Landakirkju í Vestmapnaevjum og féiagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands héldu tónleikar í Selfosskirkju 10. okt. og í Háteigskirkju 11. okt. 1980. Flutt var Mariezellermesse eftir Joseph Haydn. Einsöngvarar: Sigrún Gestsdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Reynir Guðsteinsson og Geir Jón Þórisson. Stjórnandinn, Guðmundur H. Guðjónsson, organisti Landakirkju og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari léku saman á tónleikunum sónötu fyrir fiðlu og orgel eftir Pietro Nardini. Prófessor Hans Gebbard frá Hamborg hélt orgeltónleika í Selfosskirkju 7. sept. 1980 og lék eftirtalin verkefni: D. Buxtehude: Toccata í F-dúr, J.S. Bach:Tríó: Allein Gott in der Höh sei Ehr. Toccata og fuga í D-moll (doriska), W.A. Mozart: Fantasía í F-moll, F.Liszt: Variationen uber ,,Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen". Lunds studentsangförening hélttónleika til minníngar um dr. Róbert Abraham Ottósson í Háteigskirkju 14. sept. og í Skálholtskirkju 15. sept. sl. Söngstjóri er Folke Bohlin, orgelleikari Viggo Edén. Kórinn söng lög frá öllum norðurlöndum, b.á.m. úr Þorlákstíðum, úts. Róberts A. Óttóssonar á Te Deum og lag hans, Við ORGANISTABLAÐIÐ 29

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.