Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 8
Fyrsta verkið er nútímaverk, kafli úr stærra verki útaf sögninni um Faust. Mér leist ekki á byrjunina, var þar ekki ein á báti, en það breyttist skjótt, þótti verkið fallegt og skemmtilegt, söngkonan söng mjög fallega, sama að segja um leik hljómsveitarinnar. Næst var flutt fallegt verk eftir Brahms, og fékk þaðgóðar viðtökur áheyrenda. - Því næst einleikur á fiðlu, (aukalag) úr partítu fyrir einleiksfiðlu eftir Bach. Mikill fagnaðárlæti, blóm, o.s.frv. Síðast, Vor-Sinfónían, leikin af fjöri og hita (gott fyrir okkur norðanmenn að komast í þetta). Það var (og er) „hnjúkaþeyr" í þessu verki, fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Já, þarna var sannarlega vor í lofti, ógleymanlegur sá léttleiki og hlýja, er stafaði frá hljómleikunum. Maður þyrfti að geta borið þetta sólskin heim í svuntu sinni, eins og kerlingin í sögunni af karlinum frá Hringaríki og kerlingunum þremur. Laugardagur 9. júní. Morgunverður kl. 8. Á eftir var farið út í nótna- og hljómplötuverslanir, hagstætt að kaupa þessar vörur þarna. Á leiðinni þangað gengum við fram á skrýtna náunga, hjá gamla ráðhúsinu. Voru þeir í bláum mussum með rauðu pírumpári, börðu bumbur og blésu í lúðra. Voru þetta tímaverðir, er tilkynna tímaskipti dags með þessum hætti á hverjum laugardegi. Er þetta gamall siður frá míðöldum, búningarnir frá þeim tíma. Þóttumst við góð, að fá að sjá þennan forna sið. Eftir hádegi er haldið á tónleika í Tómasarkirkjunni, voru flutt þar þau verk, er við fengum að heyra á æfingu daginn áður og að auki sem orgelforleik, Toccata . og fuga í d-moll eftir Max Reger. Fengum við þá sæti uppi á lofti, og gátum fylgst betur með því er fram fór, bæði söng og orgelleik, er unun var á að hlýða. Þar á eftir kom maður frá ferðaskrifstofu ríkisins, er sýndi okkur kirkjuna og sagði okkur ágrip af sögu hennar, en hún er um 800 ára gömul, byggð upphaflega í rómönskum stíl, en 1 350 var kórinn endurbyggður í gotneskum stíl, og er meiri hluti kirkjunnar í þeim stíl. Gluggarnir eru gerðir eftir 1 899, eru þeir með litmyndum, sumum úr Biblíunni, aðrir með myndum úr sögu Lútherstrúar, og jafnframt sögu þjóðarinnar, t.d. er mynd af Gústafi Adólf, Bach og Lúther. Innsti glugginn var settur í 1919 til minningar um þá er féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Aðalmyndin er af Kristi á krossinum, fyrir neðan er mynd af hermönnum og borgurum er mjög dökkt yfir þeim hluta, en hún lýsist, er Ijósust efst, tákna dökku litirnir hörmungar stríðsins, en Ijósari litirnir vonina um frið í heiminum. Tómasarklaustur var stofnað 1401. Fyrsta kirkjuklukkan var smíðuð 1477, nefndist hún Gloriosa. Um þá smíð hefir Schiller ort kvæði, Die Glocke,- 151 9 var mikil guðsþjónusta haldin í kirkjunni. Þá var ólga og órói í kirkjulífinu, undanfari siðaskiptanna. 1 539 prédikar Lúther í kirkjunni. Með þeirri prédikun byrja siðaskiptin í Leipzig. Sama ár var klaustrið leyst upp og Tómasarskólinn komst undir umsjón borgarinnar. 1789 lék Mozart á orgel kirkjunar. 1806 - 1813 var kirkjan um tíma birgðastöð og jafnframt sjúkrahús fyrir heri landsins. 1 813 var Richard Wagner skírður í kirkjunni. - 1841 lét Mendelsohn Bartholdy flytja Mattheusarpassíu Bach' s, réttum 100 árum eftir að hún var frumflutt. 1843 lét Medelsohn reisa minnisvarða Bach' s en hann stendur rétt við kirkjuna. Árið 1254 er Tómanerkórinn fyrst nefndur. Á tíma Bach' s taldi hann 54 söngvara, en nú eru þeir 93. Þarna er gott að vera og hlusta, þarna finnst manni tíminn standa kyrr, hún talar svo sterkt til manns frá liðinni tíð. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.