Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögfræðingar sem höfðu framsögu um hugtakið þjóðareign á auðlind- um á málþingi Landssamtaka landeigenda á Íslandi voru sam- mála um að hugtakið væri gild- ishlaðið og merkingarlítið og ónot- hæft í rökræðu. Málþingsgestur sem tók til máls við pallborðs- umræður sagði að fyrst hugtakið hefði enga þýðingu væri fundurinn í raun um ekki neitt! Umræða um að stjórnarskrár- binda ákvæði um þjóðareign á auð- lindum sjávar hefur færst nær túnjaðrinum hjá bændum og öðr- um landeigendum sem nýta marg- víslegar auðlindir jarðar. Á leið- inni hefur umræðan fengið orku úr jarðhitanum og leitt út í vötnin. Landeigendur eru enn að glíma við afleiðingar þjóðlendulaganna og hrökkva við þegar aðgerðir sem líkja má við þjóðnýtingu eru nefndar upphátt. Orðræðan hefur verið áberandi að undanförnu meðal stjórnmálamanna og fyrir og eftir kosningarnar til hins and- vana fædda stjórnlagaþings. Helguðu sér atvinnuréttindi Sigurður Líndal sagði að hug- takið þjóðareign væri með öllu merkingarlaust í rökræðum. Hins vegar gætu menn notað það í há- tíðarræðum um tunguna, fornbók- menntir Íslendinga og annað slíkt. Hann gat þess að lönd og lóðir væru yfirleitt skýrt afmarkaðar eignir. Nytjastofnar sjávar væru ekki eins skýrt afmarkaðir. Eigi að síður hefðu útvegsmenn helgað sér þar atvinnuréttindi sem nytu verndar stjórnarskrár þótt vernd- in væri minni en á landi. Þessi réttindi hefðu ekki orðið til án kostnaðar því þeir hefðu lagt í kostnað við skip, kvóta, þjálfun starfsmanna og fleira. Sigurður sagði að eignarrétturinn væri vissulega háður takmörkunum. Þannig gæti löggjafinn breytt fisk- veiðistjórnarkerfinu og innheimt gjald af afmörkun veiðiréttindanna og jafnvel afnumið kerfið en lög- gjafinn gæti ekki helgað íslenska ríkinu eignarréttinn. Sigurður Tómas Magnússon átti að ræða um hvað tæki við ef ákvæði um þjóðareign yrði sett í stjórnarskrá. Hann viðurkenndi að erfitt væri að fjalla um það vegna þess að allar skilgreiningar vant- aði til að hægt væri að átta sig á því hvað átt væri við. Hann fór yfir stefnu nokkurra frambjóðenda til stjórnlagaþings og ummæli stjórnmálamanna. Fram hefur komið það mat að 22 af 25 fulltrúum vildu breyta stjórnarskránni. Sigurður Tómas vakti athygli á því að þeir töluðu ekki einum rómi, eða allt frá því að ræða um litlar breytingar til þess að tala fyrir þjóðnýtingar- hugmyndum. Sigurður Tómas tók undir orð Sigurðar Líndal um að þjóðar- eignarhugtakið væri merkingar- laust. Hann taldi það þó ekki skaðlaust því ef það væri sett inn gætu síðar komið valdhafar sem túlkuðu það bókstaflega og þá væri fjandinn laus. Fullt verð komi fyrir Sigurður lagði áherslu á að eignarréttindi yrðu ekki skert nema almannaþörf krefði og þá með lagastoð og fullt verð kæmi fyrir. Ef grundvallarbreyting yrði á fyrirkomulagi eignarréttar á Ís- landi væri hætta á að eignir sem nú eru einstaklingseign hyrfu til ríkisins. Við blasti að þá myndi koma til málshöfðunar vegna eignaskerðingar, fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadóm- stól Evrópu. Þar sem fullt verð kæmi fyrir eignirnar myndi breyting af þessu tagi væntanlega kosta mikið og velti Sigurður Tómas því fyrir sér til hvers væri þá verið að ráðast í breytingarn- ar. Rætt um hugtak án merkingar  Lögfræðingar segja að hugtakið þjóðareign á auðlindum sé ónothæft í rökræðu  Kalla eftir ná- kvæmari skilgreiningum um hvað við er átt  Fullt verð þarf að greiða við skerðingu eignarréttinda Morgunblaðið/Einar Falur Laxveiðiá Vötnin og hlunnindin koma eins og fleira við sögu í umræðunni um þjóðareign á auðlindum landsins. Sigurður Jónsson, hæstarétt- arlögmaður á Selfossi, sagði að eignirnar væru almennt betur komnar í höndum einstaklinga en ríkisins. Það hefði gefist best að þeir ættu landið sem hagsmuna hefðu að gæta við nýtingu þess. Horfði hann til reynslu af þjóð- lendunum þar sem íslenska ríkinu er áskilinn eignarréttur að landi og hlunnindum, utan eignarlanda. Nefndi Sigurður að lítill kraftur virtist í starfi nefndar sem hefði umsjón með þessum eignum fyrir forsætisráðuneytið. Þannig hefði Landsvirkjun afnot af þjóðlendum en hann kvaðst ekki vita til að hún hefði greitt fyrir þau afnot sem komið hefðu til eftir að lögin tóku gildi. Þá sagði hann að engin trygging væri fyrir því að ríkið ætti þessi lönd alltaf. Einkaeign á landi hefur gefist best LÍTILL KRAFTUR SAGÐUR Í UMSJÓN ÞJÓÐLENDNA Sigurður Líndal, Sigurður Tómas Magn- ússon og Sigurður Jónsson. FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ákvörðun kjararáðs um að greiða skuli dómurum við Hæstarétt Ís- lands og Héraðsdóm Reykjavíkur tímabundið álag á laun, um 101 þúsund kr. á mánuði, vegna aukins álags, nær ekki að vega upp kjara- skerðinguna sem dómarar urðu fyrir, þegar laun þeirra voru lækk- uð fyrir tæpum tveimur árum. Í framhaldi af lagasetningu Al- þingis 2008 ákvað Kjararáð lækkun launa þingmanna og ráðherra, embættismanna sem undir það heyra og dómara. Við það lækkuðu heildarlaun dómara um 10-14%, mest hjá þeim sem höfðu hæst heildarlaun. Þannig lækkuðu t.d. laun hæstaréttardómara um tæp- lega 160 þúsund kr. á mánuði (í rúmar 890 þús. kr að meðtöldu álagi vegna yfirvinnu). Með hækkuninni nú fá hæsta- réttardómarar til baka tæplega 2/3 hluta af þeirri skerðingu sem þeir urðu fyrir fyrir tæpum tveimur ár- um. Á sama tíma hefur málafjöldi við réttinn hins vegar stóraukist. Meginrökstuðningur ráðsins fyrir hækkuninni nú er aukið álag á dómstólana. Það var Dómarafélag Íslands sem vakti athygli kjararáðs á því í september sl. að álag á dómstóla landsins hefði aldrei verið eins mik- ið og nú og væri fyrirséð að það mundi aukast verulega á næstu mánuðum og árum. Ríkt tilefni væri til endurskoðunar á launum dómara. Þegar samþykkt var tímabundin fjölgun dómara á Alþingi lá fyrir að skráðum málum við Hæstarétt hafði fjölgað um 57% frá árinu 2003 og skráð mál aldrei verið fleiri en á árinu 2009, eða 782. Nýjar tölur sýna að álagið var engu minna í fyrra. Þó skráðum málum hafi fækkað frá árinu á undan um 56, er þetta engu að síður annar mesti málafjöldi sem borist hefur Hæsta- rétti á einu ári. Kærumálum fjölg- aði um 53 eða 14% í fyrra. Munn- lega fluttum einkamálum fækkaði um 101 frá árinu áður. Einkamál- um þar sem um kærur var að ræða fjölgaði verulega en þau eru yf- irleitt mun flóknari úrlausnar. Dómum Hæstaréttar fjölgaði mikið í fyrra. Var meðferð 710 mála lokið á árinu, og voru dómar 56 fleiri en á árinu 2009 og 160 fleiri en meðaltal áranna 2004 – 2008. Hafa aldrei verið afgreidd fleiri mál á einu ári í sögu rétt- arins. Kjararáðsfulltrúarnir Svanhildur Kaaber, núverandi formaður ráðs- ins, og Rannveig Sigurðardóttir vísa til þess í sératkvæði sínu að vegna fjölgunar dómara til að mæta auknu álagi, sé launahækk- unin ekki tímabær. Meirihluti kjararáðs víkur einnig að þessu en segir að lykilatriði sé að dómstólar séu í stakk búnir til þess að mæta auknu álagi þannig að mál dragist ekki á langinn og réttarspjöll hljót- ist af. „Er því mikilvægt að reyndir og hæfir lögfræðingar sæki um embætti dómara,“ segir kjararáð. Óróleiki vegna vaxandi mis- ræmis launa lögfræðinga Kjararáð er ekki lengur bundið af fyrirmælum laga um lækkun launa æðstu embættismanna. Eftir því sem næst verður komist eru þó ekki fleiri mál af þessum toga í undirbúningi hjá kjararáði. En skv. heimildum blaðsins fer óróleiki í launamálum hjá ríkinu vaxandi. Sérstaklega vegna síauk- ins launamisræmis á milli annars vegar þeirra embættismanna og dómara, sem hafi búið við launa- skerðingu frá 2009 og svo lögfræð- inga sem séu á svimandi háum launum í samanburði og starfa margir hverjir á vegum ríkisins við uppgjör mála eftir bankahrunið, s.s. í skilanefndum bankanna, slita- stjórnum og víðar. Þeir fái greidd mun hærri laun en t.a.m. dómarar, sem skjóti skökku við þar sem dómarar fá í fangið sífellt fleiri og erfiðari mál sem rekja má til efna- hagshrunsins. Aldrei fleiri dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti  Hækkun launa hæstaréttardómara vegur ekki upp 160 þús. kr. launalækkun Fjöldi mála og dóma Hæstaréttar 2004–2010 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Ný mál Dómar 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 117 265 294 284 256 317 216 221 190 206 188 206 205 240240 87 83 88 129 71 97 131 151 92 121 175 106 147 188 96 155 214 88 206 216 68 117 79 94 132 71 78 120 154 102 131 169 101 147 176 93 145 211 81 181 208 527 553 673 672 697 782 726 485 487 558 590 630 654 710 Áfrýjun - einkamál Áfrýjun - sakamál Kærur - einkamál Kærur - sakamál „Eins og þetta blasir við mér er kjararáð að fara út fyrir valdsvið sitt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í tilkynningu í gær. „Alþingi er nýbúið að taka ákvörðun um fjölgun dómara og aðstoðarmanna til þess einmitt að mæta auknu álagi. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort kjara- ráð hafi yfirhöfuð umboð til að fara gegn þeirri ákvörðun Al- þingis? Ég sé ekki betur en að með þessu þurfi dómstólarnir að fækka dómurum aftur til að mæta þessari launahækkun.“ Stjórn BSRB átelur hækk- unina og segir að ákvörðun kjararáðs hljóti að slá tóninn í yfirstandandi kjaraviðræðum „og þær stéttir sem búa við mikið álag hljóta að vænta sömu uppbótar. Það er ólíðandi að á meðan ríkisvaldið fæst ekki til að ganga frá kjarasamn- ingum við starfsmenn sína skuli kjararáð hækka laun dómara.“ Út fyrir vald- svið sitt GAGNRÝNA HÆKKUNINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.