Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
✝ Sverrir Ólafs-son var fæddur
á Selfossi 4. desem-
ber 1949. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suð-
urlands 10. febrúar
2011.
Sverrir fæddist í
Árgerði sem nú er
Árvegur 4. Flutti
með fjölskyldu
sinni á Kirkjuveg
22 árið 1953. For-
eldrar hans voru
Ólafur Nikulásson, f. 23.3. 1920,
d. 27.5. 1987 og Magnea Kristín
Sigurðardóttir f. 13. ágúst 1921.
Systur Sverris eru: Sigríður
Ólafsdóttir, f. 1948, í sambúð
með Sigurði Á. Þorsteinssyni.
Hún á 3 börn með fyrri manni
sínum Steina Þorvaldssyni. Ólöf,
f. 1956, gift Skúla Einarssyni,
þau eiga 4 börn og 1 barnabarn.
Sverrir kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni í ágúst 1978,
hún heitir Guðveig Bergsdóttir,
f. 1950. Foreldrar Guðveigar
voru Pálína Þ. Theódórsdóttir
og Bergur Sigurðsson, bæði lát-
in. Systkini Guðveigar eru: Þor-
Guðjónssyni árið 1969. Þeir
frændur voru undir vernd-
arvæng frænku sinnar Lauf-
eyjar Sigurðardóttur. Þeir unnu
hjá henni í veitingarekstri,
keyptu sér bíl saman og ferð-
uðust um Minnesota og nær-
liggjandi ríki. Sverrir var alla
tíð mikill fótboltaunnandi, lék
með Selfossliðinu og varð með
því Íslandsmeistari árið 1966.
Hann var líka valinn í unglinga-
landsliðið ásamt félaga sínum
Gylfa Þór Gíslasyni sama ár.
Uppáhaldsliðið hans var Arsen-
al. Hestamennska var eitt af
áhugamálum hans. Hann var
fyrst með hesta í samfloti með
móður sinni og föður. Seinna
varð Guðveig félagi hans í
hestamennskunni. Golfíþróttin
var líka uppáhaldssport og syn-
irnir báðir fylgdu honum í því.
Hann sagði reyndar að hann
ætti tvo föðurbetrunga í því
sporti. Sverrir og Guðveig byrj-
uðu að búa í blokkaríbúð í Foss-
heiði, seinna fluttu þau í Lá-
gengi 1 og núna síðast bjuggu
þau í Grenigrund 22. Alltaf
fluttu þau í húsakynni sín ný-
byggð.
Útför Sverris fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 19. febrúar
2011, og hefst athöfnin kl. 11.
björg, f. 1939, Vig-
dís Theódóra, f.
1941, d. 2011, Mar-
grét, f. 1942, d.
1994, Berglín, f.
1945, d. 1995, Ein-
ar, f. 1947, Hrönn,
f. 1949, Valgerður
Auðbjörg, f. 1952,
Sigurður Skúli, f.
1959. Sverrir og
Guðveig eignuðust
synina a) Berg, f.
28. apríl 1979, hann
er í sambúð með Hrefnu Garð-
arsdóttur og þau eiga tvo syni,
Sverri Óla, f. 2004 og Garðar
Frey, f. 2007. b) Ólafur Magni, f.
27. nóv. 1981.
Sverrir var í mörg sumur í
sveit hjá móðursystur sinni Sig-
ríði Sigurðardóttur og manni
hennar Guðmundi Sigurðssyni í
Sviðugörðum, Gaulverjabæj-
arhreppi. Sverrir nam mjólk-
urfræði í Danmörku, lauk námi
1975 og vann nánast allan sinn
starfsaldur í Mjólkurbúi Flóa-
manna. Hann gerði þó hlé á
þeim störfum og hélt til Minnea-
polis ásamt frænda sínum Hauki
Tilfinningar síðustu daga
verða vart tjáðar í orðum, þó svo
ég ætli að reyna það, heldur tár-
um. Tilhugsunin um að ég hafi
misst sterka, trausta og ljúfa
pabba minn virkar enn frekar
óraunveruleg og fjarstæðu-
kennd. Þessi hrausti maður sem
aldrei kenndi sér neins meins
hefur nú kvatt okkur eftir erfiða
þrautagöngu sem hann þurfti að
ganga í gegnum á lokakaflanum
í sínu lífi. Eftir standa minning-
arnar sem við fjölskyldan eigum
sem betur fer nóg af og munu
ylja okkur um ókomin ár.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og eyddi mestum tíma
með okkur, hvort sem var í ró-
legheitum heima fyrir, í útilegu
eða í hestum með mömmu eða í
golfi eða horfa á fótbolta með
okkur strákunum. Hvert sem
við bræðurnir fórum þá fylgdi
hann á eftir og studdi okkur í
öllu því sem við tókum okkur
fyrir hendur, í íþróttum og lífinu
sjálfu. Þó svo að tárin hafi verið
við völd frá því að það var orðið
ljóst í hvað stefndi þá eru það
allar góðu minningarnar sem
munu breyta tárum yfir í bros.
Ég kveð nú pabba minn í hinsta
sinn og þakka fyrir að hann er
nú loks orðinn þrautalaus.
Minning um góðan mann lifir.
Ólafur Magni Sverrisson.
Það er skrýtið að hugsa til
þess að pabbi skuli vera dáinn.
Hann sem alltaf var til staðar
þegar á þurfti að halda og aldrei
langt undan þegar allt lék í
lyndi. Við áttum margar yndis-
legar stundir í gegnum tíðina.
Hvort sem var á golfvellinum,
útilegum eða bara heima við þar
sem pabba leið alltaf best. Pabbi
hafði alla tíð mikinn áhuga á
íþróttum og stundaði fótbolta á
sínum yngri árum ásamt hesta-
mennsku og golfi til fjölda ára.
Hann fylgdi okkur bræðrum í
flestar ef ekki allar keppnisferð-
ir hvort sem var í fótbolta, hand-
bolta eða golfi á okkar yngri ár-
um og aldrei þrýsti hann á
okkur að velja eina íþrótt um-
fram aðra.
Pabbi vildi ekki troða sínum
skoðunum upp á aðra, t.d. var
það ekki fyrr en við Óli vorum
orðnir harðir United-stuðnings-
menn sem við komumst að því
að hann væri Arsenal-maður.
Pabbi lét aldrei mikið á sér
bera og mont var ekki til í orða-
forða hans. Hann kunni best við
sig heima við með mömmu og í
faðmi fjölskyldunnar.
Mamma og pabbi voru ákaf-
lega samrýnd og voru flestum
stundum saman fyrir utan
vinnu. Betri konu hefði pabbi
ekki getað átt því hún stóð eins
og klettur hjá honum í gegnum
árin og svo nú síðast í gegnum
mjög erfið veikindi hans.
Ég mun alltaf muna hvað
pabbi var mikill afi. Þegar hann
hélt á strákunum mínum litlum
og labbaði með þá hvert sem
þeir vildu og hló alveg út í eitt að
þessum krílum sem gáfu honum
svo mikið. Enda litum við Óli oft
hvor á annan þegar þeir vöfðu
afa um fingur sér og hugsuðum
báðir: Þetta hefðum við aldrei
fengið pabba til að gera þegar
við vorum litlir.
Ég er þakklátur fyrir þann
tíma sem ég fékk með pabba,
tæplega 32 ár er meira en marg-
ir fá með foreldrum sínum og
ekki lít ég til baka og hugsa: ég
vildi að við hefðum verið meira
saman, því við vorum alltaf mik-
ið saman. Leiðinlegra finnst mér
að synir mínir fengu ekki lengri
tíma með afa sínum því hann var
í sérstöku uppáhaldi þeirra.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð hann pabba í hinsta
sinn. Jafnframt veit ég að hon-
um líður mun betur en honum
leið í veikindum sínum. Minning
um góðan mann, föður og afa
mun lifa með okkur um ókomin
ár.
Bergur Sverrisson.
„Þegar þú ert sorgmæddur
skoðaðu þá hug þinn og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem
var gleði þín.“ (Khalil Gibran)
Heiðarlegur, traustur, trygg-
ur, dulur, tilfinningaríkur, góð-
ur maður. Allt lýsingarorð sem
lýsa Sverri bróður vel. Minning-
arnar um kæran bróður eru góð-
ar. Hann var einu og hálfu ári
yngri en ég og fyrstu æviárin
leiddi ég hann helst hvert fót-
mál.
Við bjuggum á árbakkanum
þar til ég var að verða fimm ára
og ég tók pössunarhlutverkið al-
varlega. Þegar við stálpuðumst
vorum við til staðar hvort fyrir
annað. Hann t.d. hjálpaði okkur
Steina að mála áður en við flutt-
um á Engjaveginn og gerðist fé-
lagi í Foreldrafélagi þroska-
heftra er við eignuðumst
fatlaðan son.
Þegar skóla lauk á vorin var
árvisst að Sverrir fór til Gísla
rakara og fékk sína burstaklipp-
ingu, hélt síðan í sveitina í Svið-
ugörðum til Siggu móðursystur
okkar og Guðmundar manns
hennar. Hann var í mörg sumur
hjá þeim hjónum, fyrst sem kúa-
rektor og hænsnahirðir, seinna
vélamaður og dráttarvélin var í
uppáhaldi. Eftir fermingu fór
Sverrir að vinna í mjólkurbúinu
á sumrin og í fullri vinnu eftir
gagnfræðaprófið. Hann fór á
samning hjá búinu og nam
mjólkurfræði við skólann í Óð-
insvéum, þar sem hann lauk
námi 1975. Má segja að alla sína
ævi hafi hann unnið hjá MBF og
núna síðast MS. Hann tók sér þó
ársfrí frá þeim störfum haustið
1969 og fór til dvalar í Minnea-
polis ásamt Hauki frænda okkar
frá Gaulverjabæ. Laufey móður-
systir okkar sá þar um piltana,
veitti þeim vinnu í veitingahúsi
sem hún stýrði, kynnti þá fyrir
vinum sínum og fallegum stöð-
um. Margt var brallað og þeir
félagar keyptu sér Oldsmobile,
amerískan kagga með krómi
slegið stél, og nýttu frítímann til
að ferðast. Fóru þeir m.a. í
mikla reisu til Yellow Stone
Park og Kanada með Trausta
frænda sem kom í heimsókn til
að skoða dásemdir Ameríku.
Sverrir hafði alltaf gaman af
hestum. Fyrsta hestinn fékk
hann í fermingargjöf og fékk sá
nafnið Glæsir. Pabbi, mamma og
Ólöf systir voru með honum í
hestamennskunni á þessu fyrra
skeiði hennar. Seinna skeiðið
var svo með Guðveigu og son-
unum. Knattspyrna, hesta-
mennska, golf og góðir bílar
voru helstu áhugamál hans.
Hann náði þeim árangri að kom-
ast í unglingalandsliðið í knatt-
spyrnu ásamt félaga sínum
Gylfa Þ. Gíslasyni fyrstir Sel-
fyssinga. Hann fékk líka margar
viðurkenningar í golfinu sem ég
kann ekki að nefna.
Hinn 13. ágúst 1978 kvæntist
Sverrir konunni sinni Guðveigu
Bergsdóttur. Það er óhætt að
segja að það var hans mesta
gæfa. Hún hefur fylgt honum
gegnum súrt og sætt. Þau eign-
uðust tvo yndislega syni, Berg
og Ólaf Magna. Aðdáunarvert er
hversu þétt hún og strákarnir
stóðu með honum í veikindun-
um, enda einstaklega samheldin
fjölskylda.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til móður okkar, til Guð-
veigar, Bergs, Hrefnu og Óla
Magna. Að ógleymdum afaling-
unum þeim Sverri Óla og
Garðari Frey.
Hittumst fyrir hinum megin
kæri bró.
Sigríður Ólafsdóttir.
Hann Sverrir er dáinn. Þann-
ig hljóðuðu orð sonar míns þeg-
ar hann hringdi til að segja mér
að Sverrir hefði andast kvöldið
áður. Við þau tíðindi setti mig
hljóðan þótt ég vissi að Sverrir
hafði barist hetjulegri baráttu
við illvígan sjúkdóm undanfarið.
Það leit á tímabili út fyrir að
Sverrir hefði betur en hann varð
að játa sig sigraðan að lokum.
Við fyrstu kynni okkar vorum
við báðir unglingar, ég átján ára
og Sverrir sautján, en eins og
segir í vinsælum dægurlaga-
texta „síðan eru liðin mörg ár“.
Þegar sambúð okkar Sirrýjar
systur hans hófst varð okkur
strax vel til vina og þótt hin síð-
ari ár hafi fundir okkar verið
stopulir hefur aldrei borið
skugga þar á, enda Sverrir ein-
stakur maður.
Þegar litið er til baka er svo
ótal margt sem kemur upp í
hugann. Fyrsta ferðalagið og
útilegan á Jeepsternum þar sem
fall reyndist fararheill og síðan
komu ótal önnur ferðalög í kjöl-
farið. Allir útreiðartúrarnir og
samveran í kringum hesta-
mennskuna, heyskapur, gegn-
ingar, járningar o.fl. Húsbygg-
ingar og viðhaldsvinna sem því
tilheyrði þar sem Sverrir var
alltaf tilbúinn að taka til hend-
inni á Engjaveginum sem við
reyndum svo að endurgjalda síð-
ar á Fossheiðinni og í Lágeng-
inu. Bílastúss alls konar, kaup
og sala ásamt viðhaldi var hluti
af því sem við brölluðum saman.
Síðast en ekki síst störfuðum við
saman hjá MBF í nokkur ár.
Á fyrstu hjúskaparárum okk-
ar Sirrýjar skorti ýmislegt sem
þykir sjálfsagður hlutur í dag og
enginn var bíllinn á heimilinu.
Það kom ekki að sök því Sverrir
var alltaf tilbúinn að keyra okk-
ur eða lána okkur bílinn sinn eða
annað sem hann réð yfir en okk-
ur skorti. Óeigingjarnari mann
var vart að finna sem var alltaf
boðinn og búinn að hjálpa til
með það sem hann gat veitt, sem
ekki var svo lítið.
Það er komið að kveðjustund.
Þótt ég hafi reynt að rifja upp
brot úr fortíðinni þá er svo
margt ótalið en minningin lifir
um góðan dreng.
Ég flyt nánustu aðstandend-
um hans mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Steini Þorvaldsson.
Sverrir frændi var góður og
traustur maður. Hann hafði
þægilega nærveru, og það var
alltaf stutt í hláturinn sem oftar
en ekki hreif nærstadda með
sér. Við munum eftir honum frá
því við vorum lítil, þegar Sverrir
bjó á Kirkjuveginum ásamt
ömmu og afa. Þá var Sverrir ný-
kominn frá Ameríku, og átti
skemmtilega tónlist á stórum 8
rása kassettum sem við fengum
að hlusta á hjá honum. Má þar
nefna t.d. Simon and Garfunkel,
og tengjum við þessa minningu
við Sverri þegar við heyrum
Bridge over Troubled Water og
fleiri góð lög sem voru á þessari
kassettu.
Við systkinin eigum einnig
góðar minningar úr hesthúsinu,
þar sem löngum tíðum sá Óli um
vatnið, Sverrir um moksturinn
og afi eða amma um að gefa
heyið, á meðan yngsta kynslóðin
fékk að hjálpa til við að kemba.
Gaman var að fara í útreiðartúra
með Sverri og ömmu og afa, og
ekki síst að ríða upp á Murneyr-
ar, eftir einni skemmtilegustu
reiðleið landsins upp bakka
Þjórsár. Þá fannst Sverri gaman
að láta gæðinginn Létti frá Svið-
Sverrir Ólafsson
✝
Okkar ástkæra
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Breiðabólsstað í Reykholtsdal,
andaðist fimmtudaginn 10. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13.00.
Guðni Þórðarson,
Jón Snævarr Guðnason, Þórdís Unndórsdóttir,
Sigrún Halla Guðnadóttir, Ólafur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, stjúpmóðir, tengda-
móðir, amma, langamma og systir,
GUÐBJÖRG MARÍA HANNESDÓTTIR,
Sólheimum 25,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánu-
daginn 21. febrúar kl. 13.00.
Guðmundur R. Karlsson,
Erna Þrúður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Guðjónsson,
Steinunn Gunnlaugsdóttir, Ragnar Løvdahl,
Hjalti Gunnlaugsson,
Gunnar Karl Gunnlaugsson,
barnabarnabörn,
Anna Guðrún Hannesd. Scheving.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HILMAR S. R. KARLSSON,
Hrafnistu Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans sunnu-
daginn 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 21. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hins
látna er bent á minningarsjóð Skálatúnsheimilisins.
Dagbjört Bergmann Hilmarsdóttir, Hjálmar Diego,
Jón Hilmarsson, Guðrún H. Theodórsdóttir,
Guðrún Hilmarsdóttir,
Berglind Hilmarsdóttir, Unnsteinn Ólafsson,
Svanur P. Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og bróðir,
KOLBEINN KRISTJÁNSSON,
lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn
8. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Kristbjörg Kolbeinsdóttir, Hallgrímur Benediktsson,
Jóhannes Möller Kolbeinsson,
afabörn og systkini.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN SIGURÐSSON
hornleikari,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu-
daginn 17. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Ó. Jónsdóttir, Gunnar Tómasson,
Sigrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn,
KALMAN STEFÁNSSON
bóndi,
Kalmanstungu,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 17. febrúar.
Bryndís Jónsdóttir.