Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég er búinn að fá óvenju margar ábendingar um gangtruflanir í bens- ínbílum síðan um áramót,“ segir Leó M. Jónsson véltæknifræðingur í sam- tali við Morgunblaðið en hann heldur því fram að olíufélögin flytji inn lé- legra bensín en áður og gæðaeftirliti með innflutningi þess sé ábótavant. Hann segir þessar bilanir kosta bíl- eigendur stórfé. Samkvæmt sínum upplýsingum frá bílaumboðum séu þessar truflanir raktar til eldsneytis- ins. Leó, sem skrifar reglulega um bíla- mál í aukablað Morgunblaðsins, Finnur.is, hefur komið ábendingu um þetta á framfæri við FÍB, Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þetta verði kannað nánar. Hann tekur undir með Leó að svo virðist sem brotalöm sé á eftirliti með innflutningi á eldsneyti. Leó ritaði einnig um þetta pistil á vefsíðu sinni, leoemm.com. Þar segir hann mest bera á kvörtunum um þetta þegar hlýnar í veðri eftir frosta- kafla. Vélin drepi á sér vegna þess að rakamengun í bensíninu, mögulega eftir sjó, þéttist og verði að vatns- dropum á botni sogreinarinnar. Þeg- ar magnið nái ákveðnum mörkum drepi vélin á sér, oftast í lausagangi. Annars lýsir Leó þessum gangtrufl- unum svo: „Sameiginlegt er að auk þess sem vélin gengur skrykkjótt, jafnvel með rykkjum við inngjöf á hún það til að steindrepa á sér, t.d. á rauðu ljósi, og tekur ekki við sér í starti. 4-5 mín- útum seinna rýkur hún í gang. Þetta getur gerst nokkrum sinnum á dag en stundum líða dagar á milli.“ Leó segist hafa sannað mál sitt um lélegra bensín með því að blanda ís- vara út í bensínið, um 100 ml út í 50-60 lítra af bensíni. Vélin hætti þá oftast að drepa á sér í tíma og ótíma. Leó segir hið grátbroslega við þetta að olíufélögin auki tekjur sínar um tugi milljóna króna með því að selja bíleigendum ísvara sem kostar margfalt lítraverð bensíns. Hann gagnrýnir jafnframt hið op- inbera fyrir slælegt eftirlit með inn- flutningi á eldsneyti. Í gildi séu lög og reglugerðir sem ekki sé farið eftir. Runólfur Ólafsson segir nauðsyn- legt að láta óháðan aðila skoða inni- hald eldsneytisins. Sér vitanlega fari slíkt eftirlit ekki fram á vegum hins opinbera heldur láti olíufélögin, sam- eiginlega, rannsóknastofuna Fjölver fara yfir innihald þess sem flutt er inn. Öll olíufélög taki auk þess inn birgðir gegnum sama aðilann. Strangar gæðakröfur Herbert Herbertsson, tæknisér- fræðingur hjá N1, segir bensíninn- flutning fara fram eftir ströngum gæðakröfum samkvæmt samevr- ópskum reglum, en bensínið er keypt inn beint frá Statoil í Noregi. Efast hann stórlega um að gangtruflanir í bílum megi rekja til eldsneytisins en öllum sé velkomið að láta kanna inni- hald þess nánar sem N1 flytur inn. Jóhann Þorsteinsson, verkstæðis- formaður hjá Toyota, segist kannast við þessar bilanir og þær megi mögu- lega rekja til eldsneytisins. Hann geti þó ekki fullyrt um það. Jóhann segir umboðið ekki hafa fengið marga bíla til sín út af þessu, innan við tíu. Veldur gallað bensín bilunum?  Véltæknifræðingur telur gallað bensín valda gangtruflunum í bílum  Gæðaeftirliti sé ábótavant  Ábendingu komið á framfæri við FÍB  Tæknisérfræðingur hjá N1 vísar gagnrýninni á bug Bensín Borið hefur á gangtrufl- unum í bílum í vetur. Morgunblaðið/Kristinn Olíufélögunum ber að skila ár- lega skýrslu til Umhverfisstofn- unar, fyrir 1. mars, um hvað þau flytja inn á ári af eldsneyti og innihald þess, samkvæmt gild- andi reglugerð um fljótandi eldsneyti. Athugasemdir eru þá gerðar ef ástæða þykir til. Ekki er því um beint neytendaeftirlit að ræða með innfluttum farmi hverju sinni, heldur er markmið með skýrslugjöfinni meira að fylgjast með umhverfisáhrifum af innfluttu eldsneyti. Þannig skoðar stofnunin t.d. ekki hvort möguleg aðskotaefni hafi áhrif á gangverk bílanna. Fær árlega til sín skýrslu UMHVERFISSTOFNUN Borgun er eina fyrirtækið á landinu sem býður heildarlausn í færsluhirðingu. Fyrirtæki sem eru með öll kortaviðskipti hjá Borgun njóta betri kjara og fá betri yfirsýn yfir tekjur með einu uppgjöri fyrir öll kortaviðskipti. Hjá Borgun ertu með allt á einum stað. Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.