Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað Næsta listmunauppboð 7. mars Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg Dýrt að stytta leigutímann  Samorka varar við áformum um að „vinda ofan af“ löglega gerðum samningum Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í ályktun aðalfundar Samorku, sem haldinn var í gær, er varað við áformum stjórnvalda um að „vinda ofan af“ löglega gerðum samningum við einkaaðila á sviði orkunýtingar og bent á að slík- ir gjörningar geti fælt frá áhugasama fjárfesta. Enn fremur að aukin gjaldtaka, í formi auðlinda- gjalda eða skatta, myndi ekki skapa ný verð- mæti heldur þvert á móti leiða til hærra orku- verðs. Það sama gildi um styttingu á leigutíma orkuauðlinda. Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samorku, segir augljóst mál að fjárfestar hljóti að veigra sér við að koma með fjármagn inn í geira þar sem óvissa ríkir um leikregl- urnar. „Menn hljóta eðlilega að hugsa sig tvisv- ar um þegar þeir heyra yfirlýsingar um að það eigi að gera óvirka samninga sem búið er að gera á löglegan hátt,“ segir Gústaf. Hvað varðar samningaviðræður stjórnvalda og Magma um styttri leigutíma orkuauðlind- anna segir hann Samorku ekki hafa tekið neina afstöðu til þeirra. „Okkur þykir hins vegar ekki gott að það sé verið að beita okkar fé- lagsmenn svona þrýstingi og það er augljóst að Magma átti ekki frumkvæðið að þessum við- ræðum.“ Hann segir augljóst að ef samningar tækjust með ríkinu og Magma myndi það eitt og sér ekki þýða hærra orkuverð en það myndi tví- mælalaust hafa áhrif ef sá samningur markaði stefnubreytingu í þá átt að semja almennt um styttri leigutíma. „Styttri leigutími þýðir ein- faldlega hærra orkuverð, þ.e. hærri ávöxtunar- kröfu og styttri afskriftartíma,“ segir Gústaf. Morgunblaðið/Ómar Andri Karl andri@mbl.is „Við samtökin þurfum að taka af- stöðu til þess í samráði við okkar lög- mann hver næstu skref verða,“ segir Guðrún Pétursdóttir, formaður Styrktarsjóðs hjartveikra barna, en í gær staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi skaðabótamáli, sem sjóður- inn höfðaði gegn Landsbankanum og Landsvaka, dótturfélagi bankans, vegna tapaðra fjármuna, rúmra 20 milljóna króna, í peningamarkaðs- sjóðum bankans við hrun. Styrktarsjóðurinn taldi, að stýring Landsbankans á fjármunum sjóðsins hefði verið í ósamræmi við fyrirfram samþykkta fjárfestingarstefnu sem gerð hafði verið. „Í mínum huga er það mikið atriði fyrir viðskiptavini banka að fá á hreint hvort undir- skrifaður gjörningur af bankanum sé pappírsins virði eða ekki,“ segir Guðrún og bætir við að skýr og und- irskrifaður samningur um fjárfest- ingarstefnu hafi verið þverbrotinn. „Og svo sleppur bankinn á þeirri for- sendu að menn taka ekki afstöðu til málsins.“ Málið talið vanreifað Hæstiréttur vísaði til forsendna úrskurðar héraðsdóms um að mála- tilbúnaður styrktarsjóðsins hefði verið óskýr og hann ekki getað skýrt út hvert nákvæmt tjón hans gæti tal- ist. Meðal annars af þeim ástæðum var ekki lagður efnisdómur á aðal- kröfuna. Þá var styrktarsjóðurinn ekki tal- inn hafa afmarkað saknæma og ólög- mæta háttsemi sem varakrafan um viðurkenningu skaðabótaskyldu byggðist á. Var ekki heldur lagður efnisdómur á hana. Styrktarsjóður verður af rúmum 20 milljónum króna  Formaður sjóðsins segir að næstu skref verði skoðuð Morgunblaðið/Golli Banki Málinu var vísað frá dómi. Nokkuð er um að lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu sé kölluð út vegna ósættis um tölvunotkun ung- linga. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn segir að lögregla bregðist við út- köllum sem þess- um enda þótt hún hafi í nógu öðru að snúast. Hann segir ekki merki um aukið ósætti inni á heimilum, þrátt fyrir aukið atvinnuleysi, bæði meðal yngra fólks og eldra. Í tilkynningu frá lögreglunni í gær segir að hún hafi verið kölluð að heimili í borginni vegna ágrein- ings um tölvunotkun. Þar hafi mæðgin átt í útistöðum vegna tölvunotkunar sonarsins. Móðirin taldi að tölvunotkunin bitnaði á náminu en pilturinn var á öðru máli. Lögregla reyndi að miðla mál- um áður en hún fór af vettvangi. Hvattir til að setja mörk Geir Jón segir að margir for- eldrar hafi áhyggjur af tölvunotkun barna sinna. Af hálfu stjórnvalda hafi verið hvatt til þess að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna og stilli henni í hóf. Ýmsar hættur séu líka á netinu. Það sé e.t.v. ekki eitt af skylduverkum lög- reglu að miðla málum í slíkum deil- um en Geir Jón minnir á að lög- regla sinni ótal verkefnum sem séu strangt til tekið ekki á hennar könnu. Í mörgum þessara tilvika eigi fólk þó ekki í önnur hús að venda. Lögregla sé jú á sólar- hringsvakt. Ef unglingar hafi tekið hliðarspor út af beinu brautinni sé einnig al- gengt að foreldrar óski eftir því að hann ræði við þá og segi þeim m.a. til hvers slík feilspor geti leitt. Lög- regla líti á viðtöl sem þessi sem hluta af skyldum sínum enda séu forvarnir einn mikilvægasti þátt- urinn í hennar starfi. Geir Jón segir að útköll vegna netnotkunar séu tiltölulega ný af nálinni. Á móti komi að ýmsum öðr- um verkefnum sem tengist ung- mennum hafi fækkað, t.a.m. sé ekki sama mannmergðin og unglinga- drykkja í miðbænum um helgar og áður og ekki sú hópamyndun í hverfum sem áður tíðkaðist. runarp@mbl.is Lögregla miðlar mál- um í deilum Geir Jón Þórisson Umdeild tölvunotkun Platan Go, sem Jón Þór Birgisson, Jónsi, sendi frá sér á síðasta ári, hlaut í gærkvöldi Norrænu tónlistarverðlaunin, sem veitt voru í Ósló, fyrir bestu norrænu plötu síðasta árs. „Þetta kom mér virkilega á óvart, ég átti ekki von á þessu,“ sagði Jónsi við blaðamann Morgunblaðsins eftir að úrslitin voru tilkynnt „Ég ætlaði að fara í rómantíska helgarferð til Óslóar. Ég vissi lítið um þessi verðlaun en vissi þó að Ólöf Arnalds og Robyn hefðu verið til- nefndar.“ Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í ár. Upphaflega voru sextíu plötur tilnefndar en tólf voru svo valdar í endanlegt úrtak. Jónsi hlaut Norrænu tónlistarverðlaunin Scanpix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.