Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 „Umhverfisráðu- neytið“ hefur nýlega ungað út enn einni gæluhugmynd sinni, í þetta sinn frumvarps- drögum sem lúta að breytingu á lögum nr. 44 frá 1999 um nátt- úruvernd. Frumvarp- inu er beint gegn stór- hættulegum plöntum af ýmsu tagi, gegn ill- gresi sem borist hafi inn í sæluríki þjóðlegra alíslenskra plantna, inn í ósnortið fyrirmyndar gróðurríki Íslands. Fram er þá komið eitt af brýnustu viðfangsefnum ísl. stjórnvalda: að herja á vondar ágengar útlenskar plöntur, hefja plöntustríð! Annars reynast alíslenskar plöntur við nánari skoðun bæði aðfluttar og ágengar, komnar hingað á sínum tíma yfir út- hafið af sjálfsdáðum, án þess að ráðu- neytið hafi þar um vélað. Að sögn sér- lega tilkvaddra sérfræðinga „umhverfisráðuneytis“, liggur hins- vegar beinlínis þjóðarheill við að hafið verði hið bráðasta reglulegt lúp- ínustríð á Íslandi, herjað á allar illa innrættar fjölærar plöntur, allar óþjóðlegar trjátegundir bannfærðar og þeim burtu rutt! Manni skilst að þar með sé reglulegt salamöndrustríð að skella á. Nú ætlar „umhverfisráðu- neyti“ sér að gefa út ein allsherjar ein- ræðislög (úkas) um bann við vondum útlendum grösum og svokölluðum ágengum trjátegundum. Grunlausir íbúar þessa lands taka nú að spyrja mann og annan, hvort eitthvert mið- alda-ofsóknaræði hafi virkilega gripið um sig hérlendis og brjótist nú út í ljósum logum í stjórnkerfi þessa lands. Umrætt ráðuneyti var ekki beinlínis vinsælt fyrir. – Spyrjið Reyk- nesinga, Sunnlendinga, spyrjið Þing- eyinga, Austfirðinga, spyrjið yfirleitt almenning í landinu. En nú trúi ég þó að taki steininn úr – fólki ofbýður. Lagafrumvarp „umhverfisráðu- neytis“ er fram komið til að binda sem rækilegast hendur þeirra tug- þúsunda Íslendinga sem á und- anförnum áratugum hafa lagt á sig ómælt erfiði, ómælda fyrirhöfn og ærinn kostnað við að græða upp með grösum og trjágróðri örfoka mela, gínandi moldarflög, grýtt holt og skriðulönd. Allt það fólk sem fæst við bráðnauðsynlega uppgræðslu þessa lands vissi sig þó vera að gera náttúru landsins til góða eftir aldalanga þrot- lausa áníðslu og gjöreyðingu gróðurs af völdum manna og ýmissa nátt- úruhamfara, hélt sig vera horfa til framtíðar í grænna, skjólbetra Ís- landi, í betra landi til búsetu. Sjálf- skipað náttúruverndarlið hérlendis hefur greinilega tekið náttúrufar Jan Mayens til fyrirmyndar: auðnin, ber- angurinn, ördeyðan lifi og verði gerð friðhelg. Vilji menn rækta skóg og græða upp landið er því ætlunin, að fyrst eigi þá að spyrja hið alltsjáandi, stranga, einráða stórmenntaða og réttsýna bu- reaucratie í 101 Reykja- vík hvað gera megi og hvað alls ekki megi, biðja allraþénustu- samlegast um leyfi að mega t.d. umgangast og rækta sína eignarjörð að eigin vild: má lúpína vaxa þarna, má grafa skurð hérna, má planta furu í þennan mel? Nei, þetta frumvarpsmál er ekki eins og ætla mætti einhver skrípa- leikur fáránleikans, þetta eru í raun tillögur og ætlan ráðuneytis umhverf- is sem þykist þess umkomið að gefa út lagaboð og bönn til almennings í landinu um ræktun og uppgræðslu, þykist geta kúgað almenning til að hlíta því sem ráðuneyti þessu er þóknanlegt. Ráðuneytið sýnir í þessu máli ótvíræða einræðistilburði, fer fram með vissum sjálfsþótta valdsins og óþolandi rembingi gagnvart þegn- um þessa lands. Athygli ráðuneytis virðist beinast helst að birki, fjalldrapa, fléttum og grámosa en hefur hingað til ekki lýst áhyggjum sínum af þeim augljósa usla sem vegalagning hefur þó um langt árabil valdið í náttúru landsins: Vegagerðin og undirverktakar hafa óátalið mátt þjösnast að vild á landinu með ýtum sínum og gröfum, hafa alls staðar rist djúp, herfileg sár í landið, rifið óátalið upp gróðurþekjuna vítt og breitt. Hervirkið blasir við allra augum um land allt og flennistór fleiðrin með tilheyrandi uppblæstri eru orðin hluti íslenskrar náttúru. „Umhverfisráðuneytið“ er vænt- anlega ekki ábyrgðarlaust embætti (sinekúre) eða hvað? Nú skal sparað og útgjöld ríkisins skorin ákaft niður á sem flestum svið- um eins og skólar og heilbrigðisþjón- usta hafa jú fengið að finna tilfinn- anlega fyrir. Nú þykir því mörgum löngu, löngu tímabært að leggja af einmitt þetta „umhverfisráðuneyti“ og spara þannig tugi milljóna – losa fjármuni sem gjarnan mættu þá renna til fjársveltra sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila úti á landi. Hyrfi „umhverfisráðuneytið“ af stjórn- arsviðinu, myndu fæstir taka eftir því en enginn sakna þess. Til málamiðl- unar mætti þó vel hugsa sér umhverf- ismál komin sem deild í innanrík- isráðuneytið nýja, eins og eitt skrifborð og fengin hæf kona í hálfu starfi til að sinna því embætti. Salamöndrustríðið Eftir Halldór Vilhjálmsson Halldór Vilhjálmsson » Athygli ráðuneytis virðist beinast helst að birki, fjalldrapa, fléttum og grámosa ... Höfundur er kennari og ísl. þegn. Það er sorglegt að Össur Skarphéðinsson skuli viljandi mis- skilja spurningu mína – hvort það samræm- ist ákvæðum 55. gr. Vínarsamningsins að sendiráð ESB skipti sér af innanrík- ismálum. Utanríkis- ráðherra ber ríka skyldu til að svara þinginu með réttar upplýsingar þegar eftir þeim er leitað – enda er það m.a. hlutverk þingmanna að hafa eftirlitsskyldu með fram- kvæmdavaldinu. Heykist ráð- herrann á að svara spurningunni – býr til nýja og svarar sjálfum sér? Notar ráðherrann spegilinn – ég, um mig, frá mér, til mín? Var nótt er hann leit upp og sá svartnætti? Af því má ráða að ekki hafi sést handaskil því í svarinu kemur fram þessi setning: „Þá myrkvast málið“ – ég sem taldi að Össur hefði hætt næturgöltri – og bloggum. Af mikilli „næturvinnu“ við lyklaborðið hélt ég að ráðherrann hefði tamið sér tækni veraldarvefs- ins og tileinkað sér svör Hr. Go- ogle. Ég varð því ekki hissa er hann svaraði spurningunni sem hann sjálfur samdi – að hann vís- aði í rangan Vínarsamning – Vín- arsamninginn um stjórnmála- samband. Tilgangurinn helgar meðalið. Það vill nefnilega þannig til að Vínarsamningurinn sem fjallar um ræðissam- band kemur fyrstur upp í Hr. Google er leitarorðið „Vín- arsamningurinn“ er slegið inn. Svo ótrú- lega vill til að samn- ingurinn er m.a.s. vistaður í ráðuneyti næturbloggarans sjálfs. Í 55. gr. samnings- ins sem ber yfirskrift- ina „Virðing fyrir lög- um og reglum viðtökuríkisins“ stendur: „1. Öllum þeim sem njóta for- réttinda og friðhelgi ber skylda til að virða lög og reglur viðtökurík- isins, en slík skylda skerðir þó ekki forréttindi þeirra og friðhelgi. Þeim er einnig skylt að skipta sér ekki af innanlandsmálum í því ríki. 2. Ræðisstofnunarsvæðið skal ekki nota á nokkurn þann hátt sem ósamrýmanlegur er framkvæmd ræðisstarfa.“ Næturbloggarinn heldur að við séum gengin í ESB – svo mikil er þrá hans eftir nýlenduherrunum að ekkert annað virðist hafa kom- ist í koll hans þessa myrkvuðu nótt en Vínarsamningurinn um stjórn- málasamband. Augljóslega hefur bloggarinn tekið upp símtólið og hringt í löglærða fulltrúa ráðu- neytisins því í svarinu segir: „Hvorki löglærðum embætt- ismönnum ráðuneytisins né ráð- herra hefur tekist að finna um- rædda 55. grein í Vínarsamningnum um stjórnmála- samband. Fyrirspyrjandi hefur að líkindum farið samningavillt og er að vitna til 55. greinar í öðrum samningi, sem líka er kenndur við Vín. Sá er frá 24. apríl 1963 og er um ræðissamband.“ Hversu dimmt getur orðið í kolli utanrík- isráðherra? Að lokum rofar til og næturbloggarinn segir: „Ráðu- neytið fær hins vegar ekki séð að aðkoma sendiráðs ESB að kynningarmálum sambandsins hér á landi stangist á nokkurn hátt á við efnisatriði þessara greina. Segja má á kjarnyrtri íslensku að sú starfsemi falli að Vínarsamn- ingnum eins og flís við rass. Svar ráðherra við fyrrgreindri spurn- ingu háttvirts fyrirspyrjanda er því játandi.“ Tekur síðan steininn úr er hann nefnir sendiráð Bandaríkjanna hér á landi og telur það vera fordæm- isgefandi fyrir sendiráð ESB. Öll- um brögðum er beitt til að koma hálfsannleik á framfæri. Já, Össur – nú myrkvast málið Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Af mikilli „nætur- vinnu“ við lykla- borðið hélt ég að ráð- herrann hefði tamið sér tækni veraldarvefsins og tileinkað sér svör Hr. Google. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þing- maður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 45 42 3 Sértilboð 8. mars frá 79.900 Tenerife Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Tenerife þann 8. mars í viku. Veðurfarið er einstaklega milt og notalegt sem og allt umhverfið. Verð kr. 79.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Frá kr. 109.900 Vime Callao Garden *** með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi í viku. Sértilboð 8. mars . Grunnur að góðu lífi : : 535_1000 Aðalheiður Karlsdóttir lögg. fasteignasali stakfell.is Fax 535 1009Fasteignasala . Íbúðarhúsnæði . Skúlatún 2 . 105 Rvk Laugateigur - þrjár íbúðir 232,5 fm parhús sem skipstist í þrjár hæðir. Í húsinu eru nú þrjár íbúðir ásamt sameign. Gróinn garður með berjarunnum og góðurhúsi. Frábær staðsetning í rólegu og fjölskylduvænu hverfi, miðsvæðis í borginni. Stutt í skóla, íþróttaperluna í Laugardal og alla þjónustu. Verð 48,9 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.