Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Á fimmtu og síðustu tónleikum starfsárs Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnu- dagskvöld, verða fluttir tveir strengjaoktettar, eftir Felix Mend- elssohn og George Enescu. Felix Mendelssohn varð ekki nema 36 ára en var bráðger; oktett- inn op. 20 samdi hann árið 1825, 16 ára að gamall. Þá hafði Mendels- sohn þegar samið 13 sinfóníur fyrir strengjahljómsveit og þrjá meiri háttar píanókvartetta. Oktettinn, sem mörgum þykir eitt besta kammerverk Mendelssohns, hefur hljómað einu sinni áður hjá Klúbbn- um, í mars 1977. George Enescu fæddist í Rúmen- íu 1881, óvenjulegt undrabarn í tón- list. Með tímanum varð Enescu heimsfrægur fiðlari, píanisti, tón- skáld og hljómsveitarstjórnandi; auk þess var hann annálaður kenn- ari – meðal nemenda hans voru fiðl- arinn Menuhin og píanóleikarinn Dinu Lipatti. Eftir Ensecu liggja allmörg kammerverk en einungis hefur eitt þeirra hljómað áður hjá klúbbnum. Oktettinn samdi Enescu tiltölulega nýútskrifaður úr tónlistarháskóla. Flytjendur á tónleikunum eru fiðluleikararnir Sigrún Eðvalds- dóttir, Zbigniew Dubik, Sif Tulinius og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Ás- dís Valdimarsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir lágfiðluleikarar og knéfiðluleikararnir Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurgeir Agnars- son. Flytjendurnir Strengjaleikararnir átta sem koma fram annað kvöld. Oktettar eftir Enescu og Mendelssohn Myndlistamennirnir Inga Þórey Jó- hannsdóttir og Kristinn E. Hrafns- son taka á morgun, sunnudag, þátt í leiðsögn um sýninguna Án áfanga- staðar sem stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögnin hefst klukkan 15. Inga Þórey og Kristinn eiga bæði verk á sýningunni, ásamt fjölda ann- arra listamanna, innlendra sem er- lendra, en Markús Þór Andrésson er sýningarstjóri. Útgangspunktur sýningarinnar er ferðahugurinn og upplifun ferðamannsins á því um- hverfi sem verður á vegi hans. Verkin end- urspegla hug- myndir samtíma- listamanna um ferðalög, staði og staðleysur og beina sjónum að hinu skapandi og persónulega sam- tali sem á sér stað við upplifun ólíkra staða. Mörg verkanna tengjast Íslandi. Fylgja um ferðasýningu Inga Þórey Jóhannsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Caput-hópurinn, undir stjórn Guðna Franzsonar, flytur í dag klukkan 14 og 15 nýtt tónverk Hauks Tóm- assonar, Moldarljós, í Listasafni Ís- lands. Þar verða einnig til sýnis um helgina fjögur ný málverk Eggerts Péturssonar en listamennirnir veittu hvor öðrum innblástur. „Þetta hefur verið hátt í tveggja ára ferli, síðan hugmyndin fæddist,“ segir Eggert þegar hann er spurður út í verkin og viðburðinn um helgina. „Við Haukur höfum hist öðru hverju, sérstaklega síðasta árið og Gunnlaugur Sigfússon með okkur, en hann átti hugmyndina að leiða okkur saman. Ég reyndi að vera músíkalskari í málverkinu en ég er vanur að vera,“ segir hann. „Haukur kom með lista af hljóðfærum sem hann vildi nota og ég tengdi þau við blóm. Fyrst datt mér blástjarnan í hug og síðan duttu fleiri inn, og ég fór að spyrða saman hljóðfærin og blómanöfn. Mörg blómanafnanna höfðu eitthvað með himininn að gera og málverkin fóru að hanga meira í lausu lofti, urðu meira abstrakt en ég er vanur.“ Eggert segir að það hafi gert sér gott að fara í samstarf sem þetta núna, eftir að hafa verið upptekinn í nokkur misseri við að ljúka stórum verkum úr Úthlíðarhrauni sem hann sýndi í Hafnarborg í haust. „Ég þurfti að horfa upp í him- ininn,“ segir hann. Samstarfið hafði áhrif „Ég held að samstarfið hafi haft töluverð áhrif á tónlistina,“ segir Haukur. Ég hefði ekki samið ná- kvæmlega svona tónlist nema vegna þessara mynda. Þar kemur margt til, jafnvel sjálf blómin og nöfnin á þeim, fyrir utan myndirnar.“ Hljómsveitina skipa 14 manns og Haukur segist nota talsvert af björt- um hljóðfærum, honum þykir það hæfa myndheimi Eggerts. Tónverkið, sem er í fjórum hlutum og um 20 mínútna langt, er gefið út á geisladiski. Morgunblaðið/Einar Falur Eggert og Haukur „Ég reyndi að vera músíkalskari í málverkinu en ég er vanur að vera,“ segir málarinn. Blómaverk og nýtt tón- verk mætast á sýningu Gradualekór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, flytur Krýningarmessuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart á tónleikum í kirkjunni annað kvöld, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 20. Allir einsöngvarar utan einn eru fyrrverandi félagar kórsins. Ein- söngvarar eru Kristín Einarsdóttir Mantyla, Arnheiður Eiríksdóttir, Eggert Reginn Kjartansson og Andri Björn Róbertsson. Verkið verður flutt í nýrri útsetn- ingu kórstjórans fyrir stúlknakór og leikur fimmtán manna hljómsveit með. Konsertmeistari hennar er Ísak Ríkharðsson. Fleiri verk eru á efnisskránni, m.a. Stabat mater eftir Pergolesi og Ave María eftir Eyþór Stefánsson. Morgunblaðið/Golli Kór og hljómsveit Gradualekór Langholtskirkju og hljómsveitin á æfingu. Gradualekórinn flytur Krýningarmessu Í minningu Isang Yun er yfirskrift tónleika Caput hópsins í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna hús- inu á morgun, sunnudag, klukk- an 15.15. Caput flytur þá úrval verka eftir Isang Yun (1917-1995), sem var helsta tón- skáld Kóreu á 20. öld. Flutt verða fjögur tónverka hans, Tríó fyrir flautu, óbó og fiðlu (1972-1973), Glissés fyrir selló (1070), Kvartett fyrir flautu, fiðlu, selló og píanó (1988) og Kvartett fyrir óbó og strengi (1994). Þá verður flutt verk eftir Hosokawa: Memory, í minn- ingu Isang Yun, en það er píanótríó frá 1996. Isang Yun nam við tónlist- arháskólann í Osaka og tónsmíðar í Tókýó. Ferill hans var litríkur og markaður af pólitískum átökum; eftir að hafa verið rænt árið 1967 af Suður-Kóreumönnum í Vestur- Berlín, þar sem hann bjó, var hann pyntaður og hnepptur í fangelsi. Honum var sleppt fyrir þrýsting frá útlöndum en gerður útlægur úr heimalandinu. Caput leikur á 15:15 tónleikum í minningu Yun Tónskáldið Isang Yun Nú um helgina stendur yfir í Listasafni Íslands sýningin Moldarljós, laugardag og sunnudag frá kl. 11-17, aðeins þessa tvo daga. Eggert Péturs- son myndlistarmaður og Hauk- ur Tómasson tónskáld hafa lagt saman krafta sína fyrir tilstilli Gunnlaugs Sigfússonar. Þeir Eggert og Haukur hittust reglulega, ræddu verkin, og horfði Haukur á Eggert mála en Eggert málaði með tónlist Hauks í eyrum. Afraksturinn er fjögur mál- verk á sýningunni og tónverk sem verður flutt í safninu í dag, laugardag, kl. 14 og 15. Stutt sýning og tónleikar MOLDARLJÓS Í LÍ Karlakórinn Heimir Skagafirði í Njarðvíkurkirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 20:30 í Langholtskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 15:00 Forsala á tónleikana í Langholtskirkju er hjá Eymundsson í Kringlunni Helga Rós Indriðadóttir STJÓRNANDI Thomas R. Higgerson PÍANÓ Jón Þorsteinn Reynisson HARMONIKA Efnisskrá fjölbreytt að vanda, þekktar karlakóraperlur, óperukórar, ástarkvæði og hestavísur. Einnig flytur Jón Þorsteinn nokkur sígild verk gömlu meistaranna. www.heimir.is N Ý PR EN T eh f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.