Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Reiði og sorg einkenndi fjöldamót- mæli í mörgum borgum Norður-- Afríku og Mið-Austurlanda í gær þegar fólk flykktist út á göturnar eftir föstudagsbænir í moskunum. Margir mótmælendanna voru bál- reiðir yfir blóðugum árásum öryggissveita á mótmælendur í Líbíu og Barein fyrr í vikunni. Gleðin var meiri í miðborg Kaíró þegar hundruð þúsunda manna söfn- uðust þar saman til að fagna afsögn Hosnis Mubaraks, viku eftir að hann hrökklaðist frá völdum. Um tveir mánuðir eru liðnir frá því að mót- mælabylgjan hófst í Túnis eftir að örvæntingarfullur ungur maður varð sjálfum sér að bana með því að kveikja í sér til að mótmæla því að lögreglan meinaði honum að selja ávexti og grænmeti. Af þessum neista varð bál sem hefur þegar orð- ið til þess að tveir einvaldar hafa hrökklast frá völdum. Ráðamenn í öðrum einræðisríkjum nötra þar sem þeim stendur mikill uggur af lýðræðiskröfunni sem farið hefur eins og logi yfir akur um heimshlut- ann. Leyniskyttur skutu á fólkið Í sumum arabalandanna hafa ráðamennirnir brugðist við mótmæl- unum með því að stokka upp í ríkis- stjórnum og lofa efnahagslegum um- bótum til að draga úr óánægju fólksins. Í öðrum löndum hafa yfir- völdin sýnt klærnar og sigað öryggissveitum á mótmælendur. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch höfðu í gær eftir ónafngreindum sjónarvottum að öryggissveitir hefðu skotið að minnsta kosti 24 mótmælendur til bana í Líbíu í fyrradag. Hermt er að leyniskyttur hafi skotið á fólkið í borgunum Benghazi og Al-Baida í austanverðu landinu. Hermenn voru sendir út á götur Benghazi í gær eft- ir að þúsundir manna mótmæltu manndrápum öryggissveitanna. Mikil reiði er einnig meðal íbúa Barein eftir að öryggissveitir urðu minnst fjórum að bana þegar þær réðust inn á torg í höfuðborginni Manama til að binda enda á mót- mæli. Mótmælendurnir eru úr röð- um sjíta, sem eru í meirihluta í Bar- ein, og segjast vilja afnema konungsstjórn súnníta. Leiðtogar grannríkja við Persa- flóa, sem eru einnig undir stjórn súnníta, lýstu yfir fullum stuðningi við stjórnvöld í Barein og árás öryggissveitanna á mótmælendur í Manama. Frönsk stjórnvöld sögðust í gær hafa stöðvað sölu á frönskum vopn- um og öryggisbúnaði til Líbíu og Barein vegna árásanna á mótmæl- endur. Breska stjórnin kvaðst einnig ætla að endurskoða heimild breskra fyrir- tækja til að selja yfirvöldum í Barein vopn og annan búnað sem notaður hefur verið til að kveða niður mót- mæli. Breskir fjölmiðlar sögðu að fyrirtækin hefðu haft heimild til að selja slíkan búnað síðustu mánuði en breska utanríkisráðuneytið sagði að ekki hefðu komið fram vísbendingar um að breskum vopnum hefði verið beitt gegn mótmælendum. Reiði og sorg vegna manndrápa Reuters Sorg Fjórir Bareinar, sem öryggissveitir urðu að bana í Manama, voru bornir til grafar í gær. Öryggissveitir beittu aftur byssum og táragasi þegar mótmælendur reyndu að safnast saman á torgi í miðborginni síðar um daginn.  Hermenn kvaddir út í Líbíu eftir að þúsundir manna mótmæltu drápum á mótmælendum  Frakkar stöðva sölu vopna til Líbíu og Barein  Breskum vopnum ef til vill beitt gegn mótmælendum í Barein Herinn hætti pyntingum » Amnesty International hvatti í gær herinn í Egypta- landi til að hætta að pynta fanga og sagði að fram hefðu komið nýjar vísbendingar um að herinn beitti pyntingum. » Að sögn mannréttinda- samtaka ber herinn í Egypta- landi ábyrgð á pyntingum á a.m.k. tólf föngum og tugum mannshvarfa á síðustu vikum. » Minnst 365 manns biðu bana og 3.500 særðust í mót- mælunum í Egyptalandi. lofthjúpi sólar sem veldur firnamikilli aukningu birtu á sólinni og straumi hlaðinna gasagna út í geiminn. Fjallað er um sólblossa og áhrif þeirra á jörðinni á stjörnufræðivefnum: www.stjornuskodun.is/solkerfid/ solin/solblossar. Þar kemur meðal annars fram að ork- an sem losnar við öflugustu blossana jafngilti því að milljónir 100 megatonna vetnissprengjur væru sprengdar samtímis. Vísindamenn víða um heim fylgdust í gær með áhrifum mesta sólblossa sem orðið hefur í fjögur ár. Slíkir bloss- ar geta truflað gervihnetti, fjarskipti og rafveitunet á jörðinni. Sólblossar geta einnig valdið mikilli norður- ljósadýrð og orðið til þess að norðurljós sjáist mun sunnar en venjulega. Alls urðu þrír sólblossar dagana 13., 14. og 15. febrúar og einn þeirra var sá sterkasti í fjögur ár. Sólblossar, eða sólgos, eru snögg orkulosun í 1 2 3 4 Alfven-bylgjur Öflugar segulbylgjur sem geta flutt orku frá yfirborði sólar í sólvindinn Látlaus straumur hlaðinna gasagna sem skjótast frá sólinni í allar áttir Getur truflað gervi- hnetti, rafveitunet, og fjarskipti á jörðinni Meðalhraði: 400 km/s Hiti: 1 milljón gráður á Celsíus Sólin Sólin er að mestu leyti vetni sem er svo heitt að megnið af gasinu er rafgas Jörð Kóróna Lithvolf SÓLVINDUR Yfirborð sólar Segulsvið jarðar verndar hana gegn sólvindinum, myndar nokkurs konar bólu og vindurinn þarf að streyma umhverfis hana SÓLBLOSSAR Heimild: NASA Teikning: K. Pong/G. Cabrera/RNGSHlutföll í teikningunni eru ekki rétt ÞANNIG MYNDAST SÓLBLOSSAR Átt snúnings Segulsviðslínur Mark- punktur Kórónulykkjur Segulsviðslínur sólar liggja frá suðri til norðurs milli pólanna Snúningur sólar verður til þess að línurnar teygjast, mest við miðbauginn sem snýst hraðar en pólarnir Segulsviðslínur bugðast og sumar þeirra brjótast að lokum út frá yfirborðinu og mynda lykkjur Þegar segullykkja fer yfir ákveðinn markpunkt springur hún frá sólinni og myndar segulstorm Sólblossi veldur norðurljósadýrð –– Meira fyrir lesendur . Morgunblaðið gefur út ÍMARK fimmtudaginn 3. mars og er tileinkað íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 4. mars. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 24. febrúar. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: ÍMARK íslenski markaðsdagurinn S É R B L A Ð MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar Viðtal við formann Ímark Saga og þróun auglýsinga hér á landi Neytendur og auglýsingar Nám í markaðsfræði Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna Hverjir keppa um Lúðurinn Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin Ásamt fullt af öðru spennandi efni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.