Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 31
ugörðum spretta úr spori. Við
fengum síðar að njóta þessa
stórkostlega hests í nokkur ár
eftir að Sverrir dró sig um tíma í
hlé frá hestamennskunni á 9.
áratugnum og sneri sér að golf-
inu.
Þegar við urðum eldri varð
fastur siður hjá okkur systkin-
unum að fara í heimsókn eftir
hádegi á aðfangadag til þeirra í
Lágengið og síðar Grenigrund-
ina. Þar sátum við og spjölluðum
um heima og geima yfir malti og
appelsíni. Þótti okkur mjög
vænt um að eiga þessa notalegu
stund saman á aðfangadag og
oft var haft á orði að það gætu
hreinlega ekki komið jól án þess
að við kíktum inn hjá þeim.
Síðustu árin hafa fjölskyldur
okkar átt afskaplega ánægjuleg-
ar samverustundir í útilegu einu
sinni á sumri. Höfum við þá
tjaldað í 1-2 nætur á einhverjum
góðum stað, leikið okkur og haft
það notalegt saman.
Í dag kveðjum við Sverri
móðurbróður okkar sem er lát-
inn langt fyrir aldur fram eftir
baráttu við erfið veikindi. Við
sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Guðveigar, Bergs,
Óla Magna, Hrefnu, Sverris Óla,
Garðars Freys og ömmu Krist-
ínar, með línum úr textanum
sem Ómar Ragnarsson samdi
við lagið sem við minntumst á
hér að ofan:
Ef þú átt erfitt,
sérð enga von,
þú veist þú átt mig að
óháð stund og stað.
Ég verð hjá þér,
vef þig í örmum mér,
og skal þér vísa veg.
Eins og brú yfir boðaföllin
ég bendi þér á leið.
(Ómar Ragnarsson.)
Við hittumst síðar, Sverrir
minn, okkar huggun er sú að við
vitum að nú ertu hjá afa og þið
passið hvor annan.
Ólafur Steinason og Kristín
Laufey Steinadóttir.
Þau hafa verið grimm örlögin
okkur frændsystkinum liðinn
áratug. Enn er höggvið í þann
knérunn og við sem syrgjum
stöndum í þögulli spurn, hvort
ekki sé nóg komið. Nákomnir
ættingjar burt kallaðir langt um
aldur fram og þannig komið
heilsu tveggja að þeim er örðugt
um félagslega þátttöku. En þótt
sorgin og söknuðurinn séu djúp
höfum við lært hversu gott það
er að orna sér við ljúfar minn-
ingar sem þetta góða fólk skilur
eftir sig.
Við Sverrir frændi minn vor-
um jafnaldrar og nánast óað-
skiljanlegir á yngri árum. Sterk
tengsl sköpuðust milli okkar og
lékum við okkur saman, í skóla
og utan, þar til klukkan sagði til
um að tími væri til að fara heim.
Sjónvarpi var ekki til að dreifa
og tefja fyrir en knattleikir af
ýmsu tagi höfðu mikið aðdrátt-
arafl og ófáar voru stundirnar
sem við undum okkur við að
sparka á mark, leika fótbolta
eða körfubolta þegar hægt var
að skipta í lið.
Sverrir var góður íþróttamað-
ur og æfði knattspyrnu með
Ungmennafélagi Selfoss. Hann
var traustur varnarmaður og
trúr því sem hann tók sér fyrir
hendur. Að sjálfsögðu var það
uppskrift að árangri. Íslands-
meistaratitlum var náð og ásamt
Gylfa Þór Gíslasyni, skólabróð-
ur okkar og vini, varð hann
fyrstur Selfyssinga til að verða
valinn í landslið í knattspyrnu.
Árið 1967 voru þeir tveir valdir í
unglingalandslið er tók þátt í
Norðurlandamóti. Ég sam-
gladdist Sverri frænda mínum
innilega. Fyrir mér var hann
„varnarmaðurinn“ í knatt-
spyrnuliðum Selfoss á þessum
tíma. Það var svo margt spenn-
andi að gerast í íþrótta- og
æskulýðsmálum á Selfossi í þá
tíð.
Ég hafði því ótal margar
ástæður til að líta upp til Sverr-
is. Hann var gætinn í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur og hóf
snemma störf á vinnumarkaðin-
um. Hann eignaðist snemma bíl
og naut ég þess í hvert sinn er
ég kom heim í helgarleyfi úr
skóla en þá hringdum við Sverr-
ir okkur saman, fórum á rúntinn
á Selfossi og lögðum mat á
landsins gagn og nauðsynjar.
Margt var rætt og ýmis plön
lögð þótt þau gengju fæst eftir.
En hugir okkar stefndu í ólíkar
áttir. Hann lagði stund á mjólk-
urfræði og festi ráð sitt í heima-
bænum. Báðir urðum við ham-
ingju aðnjótandi í einkalífi og
hvor um sig svo upptekinn af
fjölskyldu sinni að trosnaði á
hinum sterku böndum er tengdu
okkur saman.
Síðasta sumar hittumst við
Sverrir á fótboltavellinum á Sel-
fossi. Hann var glaður í sinni því
svo virtist sem hann væri að
vinna sigur á illvígum sjúkdómi
sem hann hafði glímt við. Ég
hafði fylgst úr fjarlægð með
baráttu hans og gladdist yfir að
gamli varnarjaxlinn væri enn og
aftur að hafa betur gegn skæð-
um sóknarmanni. Í þetta sinn
reyndist það tálsýn, aðeins logn-
ið á undan storminum, því
nokkrum mánuðum síðar barst
sú fregn að sjúkdómurinn hefði
tekið sig upp að nýju, á enn erf-
iðari stað en áður. Öll varnaraf-
brigði urðu undan að láta, ekk-
ert varð við ráðið.
Elsku Guðveig, Kristín
frænka og ástvinir allir, Guð
styrki ykkur í djúpri sorg.
Minningin um góðan dreng lifir.
Trausti.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sof þú væran, vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk)
Nú er ég kveð hann Sverri henn-
ar Guðveigar móðursystur
minnar minnist ég augna hans
líkt og segir í ljóðinu hér að of-
an, „fagureygðan svein“. Hann
var með stór falleg blá augu og
svo löng augnhár að hver kona
hefði öfundað hann af. Þessi fal-
legu augnhár hafa erfst áfram
hjá sonum hans og sonarsonum.
Sverrir var mikill fjölskyldu-
maður og sonum sínum mikill fé-
lagi ekki síður en faðir og ekki
spillti fyrir að þeir höfðu sömu
áhugamál, þ.e. fótboltann og
golfið. Hann var góður afi og
verður sárt saknað af sonarson-
unum en þeir voru yndi afa síns
og gátu fengið hann til að gera
margt með sér þar til þrek hans
fór að þverra og veikindin að
segja til sín.
Þau Guðveig voru afar samhent
og sinntu áhugamálum sínum
saman. Um lengri tíma voru þau
með hesta, þá stunduðu þau
golf, ferðalög og sinntu húsverk-
unum saman. Ég man þegar
Guðveig sagði mér að þau skiptu
húsverkunum á milli sín, þá
skildi ég betur hvað þau voru
miklir félagar ekki síður en
hjón.
Ég var svo lánsöm að fá að vera
með annan fótinn inni á heimili
þeirra hjóna fyrir átta árum er
ég var að vinna á Selfossi. Það
var alveg sama hvenær og
hversu oft ég kom, aldrei fann
ég annað en ég væri velkomin á
heimilið og þakka ég fyrir það.
Um leið og ég þakka Sverri sam-
fylgdina sendi ég móður hans,
Guðveigu, Óla Magna, Bergi,
Hrefnu og sonum samúðar-
kveðjur.
Vigdís Elísdóttir.
Þegar litið er yfir farinn veg
verður minning æskuáranna
böðuð dýrðarljóma. Eilíft sumar
með sól og sumarleikjum eða
vetur með snjókerlingagerð,
sleðaferðum og skólanámi. Á
frumbýlisárum Selfosshrepps
fluttist margt ungt fólk til stað-
arins, settist þar að og stofnaði
fjölskyldur. Flestir unnu hjá
Mjólkurbúinu eða Kaupfélag-
inu, allir vildu byggja yfir sig og
sína, þannig að hverfi mynduð-
ust sem fylltust af börnum. Við
Kirkjuveg, Sunnuveg og Engja-
veg voru á þessum árum þrjú til
fjögur börn í hverju húsi sem öll
virtust á sama aldri. Á þessum
árum bundust vinabönd sem
ekki hafa slitnað þótt lengst hafi
í taumnum. Einn af fyrstu vin-
um mínum var Sverrir Ólafsson,
sem við nú kveðjum eftir alvar-
leg veikindi.
Á þessum árum voru mæð-
urnar yfirleitt heima og virtist
það vera skylda hverrar móður
að taka á móti soltnum börnum
með kökum og smurðu brauði
eftir ærslafulla leiki. Áhyggjur
morgundagsins voru víðs fjarri.
Götur og nýbyggingar voru
vettvangur leikja, bílaleikir voru
ofarlega hjá okkur strákunum
og stelpurnar sem voru í
mömmuleik tóku gjarnan á móti
okkur með „kaffi og meðlæti“. Á
þessum árum stofnuðum við
einnig íþróttafélag sem litaðist
af afrekum Vilhjálms Einars-
sonar í Ástralíu. Síðar breyttist
það í knattspyrnufélag og þar
var Sverrir traustur í vörninni.
Nú er einn af þessum æsku-
vinum mínum búinn að kveðja
þennan heim langt um aldur
fram. Fjölskyldu hans, móður
og systrum sendi ég samúðar-
kveðjur og bið guð að veita þeim
hjálp í sorginni.
Guðmundur Paul Jónsson.
Sverrir Ólafsson hóf störf hjá
Mjólkurbúi Flóamanna á 15.
aldursári við sumarafleysingar
og tveimur árum seinna var
hann orðinn fastráðinn starfs-
maður í mjólkurbúinu. Hinn 1.
janúar 1972 hóf hann nám í
mjólkurfræði og útskrifaðist
sem mjólkurfræðingur í árslok
1975. Sverrir starfaði nánast
alla sína tíð hjá Mjólkurbúi
Flóamanna, síðar MS Selfossi,
og spannaði starfsaldurinn því
rúmlega 45 ár. Sverrir starfaði
við ýmis störf í mjólkurbúinu í
gegnum tíðina en á seinni árum
var hans aðalstarf í vélasal þar
sem móttaka, meðhöndlun og
gerilsneyðing á mjólk fer fram.
Það hafa átt sér stað miklar
breytingar í framleiðsluferlum
og tæknimálum í mjólkuriðnað-
inum á liðnum árum, hvað þá á
45 árum. Tölvutæknin hélt inn-
reið sína og breyttust störfin
mikið með tilkomu iðnstýringar
á öllum sviðum mjólkurvinnsl-
unar. Það vafðist aldrei fyrir
Sverri að takast á við breytingar
og hafði hann einstakt lag á því
að leysa öll þau verkefni sem
honum voru falin af mikilli fag-
mennsku, metnaði og áhuga.
Sverrir var mjög traustur
starfsmaður og honum var um-
hugað um vinnustaðinn og að
fyrirtækinu vegnaði sem best.
Hann var ákaflega vel liðinn
meðal starfsfólksins og átti
marga góða vini og félaga á
vinnustaðnum. Hann hélt góð-
um tengslum við vinnufélagana
alveg fram á síðasta dag og
verður nærveru hans sárt sakn-
að. Minningin um góðan dreng
mun lifa áfram í hjörtum okkar
hjá MS Selfossi. Ég votta að-
standendum samúð mína og
megi Guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Guðmundur Geir
Gunnarsson, MS Selfossi.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
– Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal.)
Í dag er komið að kveðjustund,
nú kveð ég kæran mág minn
hann Sverri. Ekki finnst mér
tímabært að kveðja mann á
þessum aldri, en við í Bæjar-
skersfjölskyldunni höfum verið
rækilega minnt á nú síðustu
mánuði að maðurinn ákvarðar
en Guð ræður. Það deilir enginn
við dómarann eins og Sverrir
hefur þekkt úr fótboltanum.
Hann hafði mjög gaman af að
fylgjast með boltanum, bæði
þeim enska og íslenska, enda
spilaði hann fótbolta á yngri ár-
um og var meðal annars valinn í
landsliðið á sínum tíma.
Við hjónin eigum góðar minn-
ingar frá ferðum sem við höfum
farið í með Sverri og Guðveigu,
þau með fellihýsið sitt og við í
sumarbústað. Þau hjón voru
dugleg að ferðast og var þá golf-
settið oft með í för. Sverrir naut
sín vel á golfvellinum, að spila
sjálfur eða fylgjast með strák-
unum sínum, hann var stoltur af
þeim og ef ekki gekk eins og all-
ir óskuðu sagði hann: „það geng-
ur bara betur næst“. Ekki var
hægt að hugsa sér ljúfari ferða-
félaga en Sverri og hún Guðveig
systir sá um að við fengjum allt-
af góðan hafragraut í morgun-
mat sem var hollt og gott í sól-
inni á Spáni. Við lögðum leið
okkar á markaðina á Spáni að
skoða mannlífið og varninginn
sem þar var til sölu, keyptum
einstaka hluti í poka og þegar
pokarnir voru orðnir fullir fóru
Sverrir, Elli og Geiri með þá í
bílinn. Komu svo aftur ef þeir
þurftu að bera meira, töldu það
ekki eftir sér. Ég sagði Sverri
eitt sinn að ég hefði alls ekkert
gaman af búðarápi og markaðs-
ferðum, þá hló hann sínum ein-
staka hlátri og greinilegt að
hann trúði ekki orði af því sem
ég sagði, enda ætlaðist ég ekki
til þess. Ég er þakklát fyrir
þessar ferðir og þær samveru-
stundir sem við áttum. Í eina
ferðina fóru Sverrir og Guðveig
með alla fjölskylduna og var
yndislegt að sjá hvað Sverrir
bar mikla umhyggju fyrir
drengjunum sínum stórum og
smáum og tengdadótturinni.
Þarna var afahlutverkið vel
ræktað. Nú verða ekki fleiri
ferðir með þér, félagi góður, og
á ég eftir að sakna þess.
Aðdáunarvert var að fylgjast
með æðruleysinu sem hann
Sverrir sýndi í sínum veikind-
um. Þetta var verkefni sem hon-
um var falið og úr því varð að
vinna og aldrei kvartað. Fjöl-
skylda hans stóð þétt við bakið á
honum og studdi hann vel allt
þar til yfir lauk.
Móður Sverris, Magneu Krist-
ínu, Guðveigu systur, sonum og
ástvinum öllum sendi ég og fjöl-
skylda mín einlægar samúðar-
kveðjur. Minningin um ljúfan
mann mun styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Sverri kveð ég að leiðarlokum
með djúpri virðingu og þökk fyr-
ir samveruna hér á jörðu.
„Far þú í friði
friður guðs þig blessi.“
Þín mágkona,
Valgerður Auðbjörg
Bergsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Laugardaginn 12.
febrúar var til moldar borinn frá
Stokkseyrarkirkju að viðstöddu
fjölmenni frændi minn Hinrik
Ólafsson frá Baugsstöðum, 81
árs að aldri. Á kveðjustund eru
efst í huga allar góðar samveru-
stundir, allt frá barnæsku.
Baugsstaðir eru sjávarjörð og
þar, hjá foreldrum Hinriks,
þeim Ólafi og Jónínu, sem var
ömmusystir okkar bræðra og
jafnkær, dvöldum við oft í sveit
á sumrin og ávallt mikil tilhlökk-
un að fara „austur“. Á árunum
1950 til 1960 var búskaparlag
enn af gamla skólanum miðað
við nútíð og mikils virði að hafa
kynnst því.
Hinrik bjó alla ævi sína á
Baugsstöðum, stundaði hefð-
bundinn búskap með foreldrum
sínum og síðar föður, eftir að
bræður hans fluttu burt. Vöru-
bifreið átti hann í áratugi og
stundaði vinnu meðfram bú-
skapnum og átti ótaldar ferðir
Hinrik Ólafsson
✝ Hinrik Ólafssonfæddist á Baugs-
stöðum 1. september
1929. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 2. febr-
úar 2011.
Útför Hinriks var
gerð frá Stokkseyr-
arkirkju 12. febrúar
2011.
„suður“ að sækja
áburðarfarma fyrir
bændur á vorin
auk margs konar
aðstoðar fyrir ná-
granna og fleiri.
Hæglátur var Hin-
rik, enginn „útrás-
armaður“, orðvar
með afbrigðum,
hógværð og
nægjusemi ein-
kenndu hann alla
tíð. Náttúrubarn á sinn hátt,
naut þess að fylgjast með már-
íuerlunni og öðrum farfuglum á
vorin og hröfnunum gaf hann
ávallt afganga á klöppina neðan
bakkanna á veturna.
Bændurnir stunduðu rekann
vel enda trjáreki talsverður fyrr
á árum. Árið 1959 fann Hinrik
flöskuskeyti í Baugsstaðafjöru-
,var það frá þýskum sjómanni
sem hafði varpað flöskunni frá
skipi langt suður í hafi. Þýsku-
kunnátta Hinriks kom þarna að
góðu gagni, svaraði hann skeyt-
inu og hófust svo samskipti,
skrifuðust þeir á og sendu hvor
öðrum jólagjafir í yfir 50 ár!
Hinrik var vinmargur sem
margar gestabækur hans til ára-
tuga vitna um. Einn vinur þeirra
feðga var Eyjólfur Eyfells list-
málari sem kom fjölmörg ár
austur þangað til að mála og þó
enn frekar til sjóbirtingsveiða og
gisti þá jafnan á Baugsstöðum.
Eina ferð til útlanda fór Hin-
rik á ævi sinni, var það árið
1966, með Eyjólfi vini sínum.
Fóru þeir þá í siglingu mikla
með skemmtiferðaskipinu „Reg-
ina Maris“ til Miðjarðarhafs-
landa.Var oft minnst á þá sigl-
ingu síðar.
Tvíbýli var á Baugsstöðum, í
vesturbænum bjuggu sæmdar-
hjónin Elín og Páll Guðmunds-
son ásamt sonum sínum, Sig-
geiri og Sigurði, og fjölskyldum
þeirra. Árið 1954 vorum við
bræður hjá þeim um sumarið.
Þar var þá enn stunduð útgerð
og róið opnum báti frá Tun-
guósi. Ég minnist þess, er ná-
grannabændur komu á kvöldin
eftir mjaltir að beita línu í gamla
fjósinu við olíuluktir og var þá
oft líflegt. Og svo var róið í bítið
næsta morgun og línan lögð. Það
voru glaðir karlar sem komu svo
úr róðrinum og báru aflann upp
á bakka, á skiptivöll, rétt eins og
um aldir! Mikilsvert er að hafa
fengið að sjá þessi vinnubrögð
og í minningunni er sem hlýir
sólfarsvindar hafi alltaf leikið
um land og sjó. Flest þetta fólk
er nú horfið og það verður tóm-
legra á Baugsstöðum nú þegar
Hinrik hefur einnig kvatt. Nú
hefur önnur „Regina Maris“ létt
akkerum fyrir utan Bleikalón og
hafið siglingu til bjartra eilífð-
arstranda.
Við Gréta og fjölskylda send-
um bræðrum hans og vinkonu
hans, Ingunni Sighvatsdóttur,
samúðarkveðjur.
Karl Gústaf Smith.
✝
Elskuleg móðir og stjúpmóðir okkar, tengda-
móðir og amma,
KRISTJANA S. KRISTJÁNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
21. febrúar kl. 15.00.
Einar Kristján Þorleifsson, Liu Bao Mei,
María Þorleifsdóttir, Hafsteinn Másson,
Björg Þorleifsdóttir, Ólafur Karl Nielsen,
Olga Bergljót Þorleifsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson,
Örn Þorleifsson, Laufey Ólafsdóttir,
Rosemarie B. Þorleifsdóttir, Sigfús Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR SVERRIR EINARSSON,
Vatnsnesvegi 29,
Keflavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 11. febrúar, verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. febrúar
kl. 13.00.
Sigurður Júlíus Sigurðsson, Marta V. Svavarsdóttir,
Helga Ellen Sigurðardóttir, Benjamín Guðmundsson,
Ólafía Þórey Sigurðardóttir, Hallgrímur I. Guðmundsson,
Ásta Rut Sigurðardóttir, Þórhallur Sveinsson,
Pálína Hildur Sigurðardóttir, Rafnkell Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
ERIKA JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Norðurbrún 1,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 15. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 22. febrúar kl. 13.00.
Ingi Hans Ágústsson,
Sonja Ágústsdóttir,
Ingibergur Ágústsson (Ástralíu),
barnabörn og langömmubörn hinnar látnu.