Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 50. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Fjöldi vinabeiðna eftir sjóðheitt…
2. Vala Grand rænd í Köben
3. Dómarar fá 101.000 kr. launa…
4. Gattuso brjálaður á bílastæði
Næstu fjóra sunnudaga flytur Út-
varpsleikhúsið þáttaröðina Vort
dramatíska líf á Rás 1 kl. 14. Í þætt-
inum á morgun verður m.a. fluttur
fléttuþátturinn Í Briminu eftir Þor-
gerði E. Sigurðardóttur, en hún
hreppti 4. sæti í keppni evrópskra
ljósvakamiðla, Prix Europa, um bestu
fléttuþætti Evrópu í fyrrahaust fyrir
þáttinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Vort dramatíska líf í
Útvarpsleikhúsinu
Alþjóðlega kvik-
myndahátíðin
Northern Wave
verður haldin á
Grundarfirði 4.-6.
mars nk. Leik-
stjórinn Romain
Gavras, sonur
Costa Gavras,
verður viðstaddur
hátíðina og sýnir brot úr mynd sinni
Notre Jour Viendra sem Vincent
Cassel fer með aðalhlutverk í.
Romain Gavras á
Northern Wave
Áheyrnarprufur verða haldnar í dag
frá kl. 13 í Listasafni ASÍ og eru þær
hluti af sýningu Gunnhildar
Hauksdóttur og Krist-
ínar Ómarsdóttur,
Gjöf til þín, yð-
ar hátign. Í til-
kynningu segir
að í prufunum
gefist fólki
kostur á að
leika og lesa í
búningum og
sviðsmyndum.
Áheyrnarprufur í
Listasafni ASÍ
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-15 m/s, en allt að 20 m/s syðst. Vætusamt sunnantil á
landinu, en þurrt fyrir norðan. Hægt hlýnandi veður og hiti 1 til 6 stig.
Á sunnudag Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning sunnanlands, en annars hægari og stöku
skúrir. Hiti 1 til 6 stig, en víða næturfrost fyrir norðan.
Á mánudag og þriðjudag Norðaustlæg átt með éljum norðanlands, en annars hægari
og skúrir. Kólnandi veður fyrir norðan.
Endurkoma Gretu Mjallar Sam-
úelsdóttur í íslenska landsliðið í
knattspyrnu eftir þriggja ára fjarveru
vekur mikla athygli í skóla hennar í
Bandaríkjunum. Greta stundar nám
við Northeastern University, háskóla
í Boston, og var þar í stóru hlutverki
með kvennaliði skólans í vetur. »1
Endurkoma Gretu vekur
athygli vestanhafs
Utandeildaliðið Crawley
Town hefur vakið mikla at-
hygli í ensku bikarkeppninni
í knattspyrnu í vetur. Það er
komið í 16-liða úrslit og
sækir Manchester United
heim á Old Trafford í dag.
Þar verða bæði Torres og
Rauðu djöflarnir áberandi.
Crawley er ríkasta ut-
andeildaliðið í Englandi og
er líkt við Manchester City á
sínum vettvangi. »2
Torres mætir á
Old Trafford í dag
Bikarúrslitaleikirnir í körfubolta fara
fram í Laugardalshöllinni í dag þar
sem KR mætir Keflavík í kvennaflokki
og Grindavík í karlaflokki. Kristján
Jónsson fjallar
um bikarúr-
slitaliðin fjög-
ur og vegur og
metur mögu-
leika þeirra í
úrslitaleikj-
unum. Hann
reiknar með
að Pavel Er-
molinskij og
Jacquline
Adamshick
verði í
stórum
hlutverkum.
»4
Hvað gerist í bikarúr-
slitunum í körfubolta?
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Þetta er kaka sem er í stíl við það
besta sem fólk fær úti í heimi, en úr
íslensku hráefni,“ segir Sigurður M.
Guðjónsson bakarameistari. Hann
fór með sigur af hólmi í árlegri
keppni Landssambands bak-
arameistara um köku ársins og af-
henti Katrínu Júlíusdóttur iðn-
aðarráðherra kökuna við hátíðlega
athöfn á dvalarheimili Hrafnistu í
Reykjavík í gær.
En hvernig kaka er þetta? „Þetta
er svona frekar nútímaleg frönsk
kaka en í henni er íslenskt smjör og
íslenskt skyr. Hún er sett saman úr
frönskum kexbotni, skyrmús með
sítrónu og vanillu, hindberjakjarna
og efst er möndlubotn,“ segir Sig-
urður. Hann segir helstu nýjungina
við sigurkökuna vera hinn snjóhvíta
súkkulaðihjúp. Uppskriftinni verður
Í stíl við það besta úti í heimi
Morgunblaðið/RAX
Namm Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra leggur mat á köku ársins 2011. Sigurður M. Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi og sigurvegari
keppninnar, stendur lengst til hægri. Kakan fer í almenna sölu nú um konudagshelgina í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara.
Sigurður segist nota íslenskt
gæðahráefni í baksturinn, en í
sigurköku hans er til dæmis ís-
lenskt skyr og smjör. Aðferðin
við gerð hins snjóhvíta súkku-
laðihjúps utan um köku Sig-
urðar, sem er helsta nýjungin,
er hins vegar „iðnaðarleynd-
armál“ eins og er.
Hann ljóstrar þó upp aðferð-
um sínum við aðra bakara-
meistara sem
setja sig í
sam-
band
við
hann.
Hvíti hjúp-
urinn nýjung
LEYNDARMÁL
en alls bárust 16 kökur. Hann hafði áð-
ur sigrað í Kahlúa-kökukeppninni árið
2009. Sigurður segist ekki hafa gengið
með hugmyndina að nýju kökunni
lengi. „Ég er nú frekar hjátrúarfullur
og byrja aldrei á þessum kökum fyrr
en viku áður. Ég bakaði þrisvar í þessa
köku, þrjár mismunandi útfærslur, áð-
ur en hún small saman,“ segir Sig-
urður.
Hann kveðst hafa prófað kökuna á
sjálfum sér og samstarfsmönnum í
Bernhöftsbakaríi, fjölskyldufyrir-
tækinu, en hann er af þriðja ættlið
rekstraraðila. „Það gildir það sama
um alla vöru sem ég sel hér í bakarí-
inu. Ég prófa þetta allt og sel ekki
neitt sem ég borða ekki sjálfur. Það er
mín heimspeki: ef ég borða það ekki
þá sel ég það ekki.“
Dómnefndin metur innsendar kök-
ur út frá því hversu vel bragð og útlit
fellur saman, auk þess sem lagt er á
það mat hversu líklegt sé að hún falli
sem flestum í geð. Fólki gefst færi á að
bragða á köku Sigurðar nú um konu-
dagshelgina, en þá fer hún í almenna
sölu í bakaríum félagsmanna lands-
sambandsins og verður þar út árið.
hins vegar ekki dreift til annarra en
félagsmanna Landssambands bakara-
meistara til að byrja með. „Ég miðla
allri þeirri fagþekkingu til kollega sem
hringja. Oft er það þannig að þegar ný
kaka ársins er valin er verið að kynna
nýjar vinnuaðferðir,“ segir Sigurður.
Kakan er skreytt með makkarónu-
kökum, sem gerðar eru úr möndlu-
mjöli og eggjahvítum, og fylltar með
hindberjasultu.
Hjátrúarfullur bakari
„Mig hefur nú ekki mikið dreymt
kökur, eins og sumir tala um,“ segir
Sigurður spurður að því hvernig ný
kaka verður til. „Ég leita eftir
ákveðinni áferð á botni, og
ákveðinni áferð á frauði. Svo er
það hjúpurinn og skreytingin,
þetta þarf allt að harmónera
saman,“ segir hann.
Þetta var í annað sinn sem
Sigurður tók þátt í keppninni,
Kaka ársins 2011 nútímaleg frönsk
kaka búin til úr íslensku hráefni