Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þrátt fyrir aðstjórnkerfifiskveiða hafi í megin- atriðum reynst farsælt og sjávar- útvegur verið traust undirstaða íslensks at- vinnulífs eftir fall bankanna, ákvað núverandi ríkisstjórn að setja þessa atvinnugrein í upp- nám með því að boða viðamikl- ar breytingar á starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Til að ná fram þessu markmiði sínu beitti ríkisstjórnin aðferð sem hún notar iðulega þegar hún vill ná fram vafasömum málum, hún boðaði til samráðs. Skipuð var fjölmenn nefnd ólíkra hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka, sáttanefndin svokallaða. Fyrirfram mátti telja að nánast útilokað væri að í þessum sundurleita hópi næð- ist sátt um eina tillögu, en svo fór engu að síður að nánast full samstaða varð um að leggja til ákveðna leið, samningaleiðina svokölluðu. Nú var ríkisstjórninni vandi á höndum. Samkomulag hafði náðst um leið sem í skýrslu sáttanefndarinnar er lýst þannig: „Í meginatriðum bygg- ist samningaleið á aflamarks- kerfi og að breyta núverandi aflahlutdeild aðila að tilteknu hlutfalli aflahlutdeilda í samn- ingsbundin réttindi.“ Af meg- inniðurstöðu skýrslunnar er ljóst að vilji sáttanefndarinnar stóð ekki til þess að umbylta fiskveiðistjórnarkerfinu og stefna með því undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar í stór- hættu. Sátt hafði náðst um að stíga varlega til jarðar og leit- ast við að gera breytingar sem röskuðu ekki um of starfs- grundvelli greinarinnar. Ef marka má viðbrögð rík- isstjórnarinnar eftir að sátt náðist, og orð einstakra ráð- herra um framhaldið, ekki síst forsætisráðherra, er ljóst að ríkis- stjórnin telur sig hafa fundið leið framhjá nið- urstöðu sátta- nefndarinnar. Samstarfinu breiða sem rík- isstjórnin stærði sig af þar til niðurstaða lá fyrir, var skyndi- lega hætt. Í stað hinnar breiðu nefndar var sett á laggirnar nefnd þingmanna stjórnar- flokkanna og í hana skipaðir sumir af þeim sem hvað harð- ast hafa gengið fram í því að reyna að koma sjávarútveg- inum á kné. Stjórnvöld hafa síðan verið mjög treg að ræða við hagsmunaaðila en vinna í laumi frumvarp sem útlit er fyrir að muni aðeins í orði kveðnu taka mið af niðurstöðu sáttanefndarinnar. Ríkisstjórnin var upp- haflega mynduð með aðstoð frá stjórnarandstöðunni gegn fyrirheitum um samráð. Með það fyrirheit var ekkert gert. Ríkisstjórnin hefur síðan gert samkomulag við aðila vinnu- markaðarins um aðgerðir en efndirnar hafa engar orðið. Samráð við breiða hópa úr samfélaginu og þverpólitískar nefndir eru sú lausn sem rík- isstjórnin telur vera á hverjum vanda. Hagsmunaaðilar og stjórnarandstaða láta enn glepjast af fagurgalanum og taka þátt í hverju sýndar- samráðinu á fætur öðru. Með þessu hefur ekkert náðst fram nema að auðvelda ríkis- stjórninni að knýja fram stór- skaðlega stefnu sína og gera henni kleift að láta líta út fyrir að hún starfi með öðrum og taki tillit til ólíkra sjónarmiða. Þetta hefur reynst dýrkeypt á ýmsum sviðum, en fátt jafnast þó á við tjónið sem þessi blekk- ingarleikur ríkisstjórnarinnar hefur valdið og gæti átt eftir að valda í sjávarútvegi. Blekkingarleikir ríkisstjórnarinnar hafa reynst dýr- keyptir} Sýndarsamráð Dag eftir dagmótmæla borgarbúar stjórn Samfylkingarinnar á borginni í skjóli skemmtiframboðs- ins. Fyrst er gerð atlaga að skólakerfi borgarbúa en þegar samfylkingarfólkið rekst á vegg hrekkur það til baka með helming fyrirætlana sinna og kynnir eigið undan- hald sem varnarbaráttu þess sjálfs fyrir borgarbúa. Auðvit- að sjá þeir í gegnum þessa vandræðalegu túlkun á uppgjöf og úrræðaleysi. En hvað gerir æðsti embætt- ismaður borgarinnar á meðan þessu fer fram? Hann er að slást við aspir. Hann er á móti öspum og vill fá „innlend“ tré í staðinn fyrir þær. Aspirnar eru hrað- vaxnar og hafa lífgað hratt upp á steindrepandi borgarmynd- ina með sínum stórgerðu grænu laufum og á haustin standa þær allar svo skínandi gular, eins og skáldið benti á. En á meðan raunverulegir stjórnendur borgarinnar sækja að skólum hennar ræðst borg- arstjórinn á aspirnar. For- gangsröðun í lagi. Báðir aðilar rífa niður. Það er hörmung að horfa upp á fram- göngu borgar- yfirvalda} Asparbani borgarstjóri F ull ástæða er til lýsa sérstakri ánægju með þann úrskurð kjar- aráðs að hækka hallærislega lág laun hæstaréttardómara og dóm- ara við Héraðsdóm Reykjavíkur tímabundið um 100 þúsund kall á mánuði, frá 1. febrúar sl. og til ársloka 2013 vegna þess hve mikið þeir hafa að gera í vinnunni. Með úrskurðinum sannast, sem einhverjir ku hafa efast um, að kjararáð hefur sál; það vill gjöra rétt en þolir ei órétt og veður ekki yfir lít- ilmagnann á skítugum skónum. Það er í fullu samræði við aðra sem véla um laun starfs- manna ríkisins og sveitarfélaga. Hækka mætti laun fleiri hópa. Samkvæmt heimildum eru þeir beinlínis á lúsarlaunum, sem strita þessi misserin í skilanefndum hér og þar um samfélagið; mér er sagt að þeir hafi það víst beinlínis skítt og fái varla nema svart kaffi ókeypis í vinnunni. Undarlegt er að heyra viðbrögð verkalýðsforystunnar og þingmanna við tímabundinni leiðréttingu á launum dómara. Er einhver ástæða til þess að setja sig á móti hækkun launa? Að vísu þarf að hafa í huga verðbólgu- markmið og vísitölur í komandi kjarasamningum við hinn almenna launamann og hækkun kjararáðs er að sjálfsögðu ekki vísbending um það sem koma skal, enda aðeins tíma- bundin – og dómarar hafa mikið að gera, sem er lyk- ilatriði. Hjúkrunarfræðingur sem ég hitti að máli í gærmorgun, eftir að fréttin ánægjulega birtist í Morg- unblaðinu, sagðist vel þekkja vinnubrögð eins og hér um ræðir og undraðist því alls ekki. „Stundum er ótrúlega mikið að gera hjá okkur, ekki síst á slysadeildinni og jafnvel töluverð hætta á ferðum að næturlagi þegar misjafn- lega vel á sig komið fólk þarf á þjónustu okkar að halda, og þá er legið í okkur um að þiggja hærri laun. Það er varla að maður hafi tíma til að sinna sjúklingunum því launanefnd ríkisins sendir hálfgerða handrukkara á vinnustaðinn í þessum erindagjörðum; nefndin beinlínis þráir að greiða meira en áður fyrir þau ómerkilegu störf sem við sinnum.“ Barnakennari í Reykjavík hafði sömu sögu að segja í gær. „Þegar fækkað var í starfslið- inu og fjölgað í bekknum hjá mér þurfti ég að beita hörðu til þess að bíta af mér launanefnd- ina sem vildi hækka launin. En eins og ástandið er í sam- félaginu vil ég ekki bera ábyrgð á gjaldþroti þjóðarbúsins og sagði því auðvitað nei, takk.“ Ekki má gleyma því að dómarar urðu að taka á sig mikla kjaraskerðingu fyrir nokkrum misserum, eins og fjöldi annarra launþega í landinu, en svo lítið hefur verið að gera hjá öðrum frá hruni að ekki er ástæða til þess að hækka laun þeirra. Sumir hafa ekki einu sinni unnið neitt. Rólegt er á sjónum, ekkert að gera í byggingageiranum og skólamenn nær óþarfir. En óhjákvæmilegt er að nefna að óvenju mikið álag hefur verið undanfarið, og verður áfram, á blaðamönnum. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Mikið fagnaðarefni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is F íkniefnasalar hafa í auknum mæli skilið á milli framleiðslu á marijúana og sölu, því þeir meta það svo að með því móti verði sölunetið fyrir minna tjóni ef og þegar lögreglan stöðvar framleiðsluna, sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. „Menn reyna að dreifa áhættunni,“ segir hann. Fyrr í þessum mánuði lagði lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu hald á alls 8 kíló af marijúana um leið og hún stöðvaði umfangsmikla ræktun í Garðabæ. Þar uxu og döfnuðu um 170 plöntur í geymsluhúsnæði sem er sambyggt íbúðarhúsnæði rækt- andans sem er fjölskyldumaður. Pakkningarnar sem efnið var í vógu um hálft kíló og segir Karl Steinar að maðurinn hafi líklega ekki dreift efninu til neytenda heldur fremur afhent efnið mönnum sem hafa sölu- net á bak við sig. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið heild- sölubragur yfir þessu hjá mann- inum,“ segir hann. Um þetta atriði sé málið þó ekki fullrannsakað. Velti tugum milljóna Samkvæmt verðkönnun meðal þeirra sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ kostar hvert gramm af marijúana rúmlega 3.000 krónur. Efnið kostar mun minna í heildsölu en lögregla telur engu að síður ljóst að ræktunin í Garðabæ hafi skilað veltu upp á tugi milljóna. Uppskeran sem lög- regla haldlagði hafi einungis verið ein af mörgum, um það beri um- merki á vettvangi glöggt vitni. Lögregla beitti sér mjög gegn marijúanaræktun á árinu 2008 og 2009 og Karl Steinar segir að svo virðist sem viðbrögð ræktenda hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi þeir dregið úr umfanginu og ræktað um 100-200 plöntur á hverjum stað. „Þú þarft minna húsnæði og það eru kannski minni líkur á að ræktunin veki athygli,“ segir hann. Hins vegar hafi þeir brugðist við aðgerðum lög- reglu með því að skilja á milli rækt- unar og sölu. Náist ræktandinn megi reyna að finna annan í hans stað en hefði hann einnig verið sölumaður væri sölunetið í hættu. Sölunet fyrir marijúana eru með ýmsum hætti. Karl Steinar seg- ir að sölumenn sækist eftir fólki sem hafi tengsl inn í skóla og fari á veit- ingastaði þar sem efnin eru seld. Símanúmer hjá sölumönnum gangi manna á milli og efnin sömuleiðis. Þótt fíkniefnadeild lögregl- unnar hafi ekki fengið vitneskju um ofbeldi tengt fíkniefnasölu segir Karl Steinar ljóst að þessi heimur sé harkalegur. Efnin séu ekki gefins, nema þá þegar menn eru að kynna þau væntanlegum neytendum. Þá fái fólk e.t.v. að prófa ókeypis en þurfi svo að borga. Meira ræktað á meginlandinu Ræktun á marijúana virðist hafa aukist mjög árið 2008 og um leið varð algengara að gróð- urhúsalömpum væri stolið. Karl Steinar segir að í Noregi og fleiri Evrópuríkjum hafi ræktun á mari- júana aukist til muna. „Menn hafa náð betri tökum á plöntunum og þessu ræktunarumhverfi svo þeir ná sterkara efni út úr þessum plöntum,“ segir Karl Steinar. „Það eru enn mikil umsvif í ræktuninni, þrátt fyrir allt. Þessu efni er haldið að ungu fólki, það er alveg greinlegt og eft- irspurnin er mikil. Þetta er mikið áhyggjuefni.“ Skilja á milli sölu og framleiðslu á marijúna Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Fíkniefnaræktun Í sumar var maður dæmdur í 12 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að rækta 322 plöntur. Brynhildur Jensdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku, segir mikið af foreldrum hringja vegna marijúana-reykinga barna sinna. Þessum hring- ingum hafi fjölgað mjög und- anfarið. Hún segir að svo virð- ist sem unglingar eigi mjög auðvelt með að nálgast mari- júana, eða gras, eins og það er einnig kallað. Þeir fái upp- lýsingar um sölumenn m.a. með sms-sendingunum, á Fa- cebook, á msn-spjallrásinni o.s.frv. Margir séu haldnir þeirri ranghugmynd að marijúana- reykingar séu ekki ýkja skað- legar, sem sé alls ekki raunin. Marijúana sé skaðlegt fíkni- efni sem m.a. geti stuðlað að geðsjúkdómum, minnistapi og skertri andlegri getu. Auðvelt að nálgast gras RANGHUGMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.