Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Krummi krunkar úti Þessum hrafni leist heldur illa á það þegar annar hrafn gerði sig líklegan til að tylla sér hjá honum. Er engu líkara en hann sé að segja honum að hafa sig á brott.
Ómar
Óvissan um fiskveiðistjórn-
unina hefur verið sem lamandi
hönd í sjávarútveginum. Menn í
greininni hafa haldið að sér hönd-
um, fjárfesting hefur verið í lág-
marki og það hefur síðan haft
keðjuverkun í för með sér gagn-
vart öðrum atvinnugreinum. Um
það er hægt að nefna mýmörg
dæmi. Á meðan þessi óvissa ríkir
er þess ekki að vænta að við rjúf-
um þá efnahagslegu stöðnun sem
hér ríkir og veldur atvinnuleysi og verri lífs-
kjörum.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
dró nokkuð úr óvissunni með yfirlýsingu sinni
á Alþingi sl. fimmtudag. Þar svaraði hún
Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæð-
isflokksins, og sagði að ekki hefði verið horfið
frá því að fylgja samningaleiðinni svokölluðu
sem mikil og breið samstaða varð um í fjöl-
mennum starfshópi á vegum stjórnvalda þar
sem sátu fulltrúar allra hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi og stjórnmálaflokkanna. Nefndinni
var ætlað að móta tillögur um framtíðarfyr-
irkomulag við stjórn fiskveiða.
Ráðherrann áréttaði þetta enn er hún sagði
að tryggt yrði að ekki yrðu farnar kollsteypur í
sjávarútveginum. Slík yfirlýsing þarf engrar
túlkunar við.
Þessi yfirlýsing forsætisráðherra skiptir
máli og hlýtur að teljast stefnumarkandi um
það sem koma skal. Hér talar sjálfur forsætis-
ráðherrann.
En hvað felur þessi leið í sér? Í sem
skemmstu máli þetta. Fiskistofnarnir eru í
þjóðareigu/ ríkisins. Samningur verði gerður
um afnotarétt útgerða til tiltekins tíma gegn
gjaldi sem renni til eigandans. Þetta er al-
gjörlega samkynja leið og nú virðist breið sam-
staða um varðandi nýtingu þeirra orkuauð-
linda sem eru í eigu ríkisins, enda leituðum við
einmitt í þá smiðju þegar tillögur voru mótaðar
um samningaleið í sjávarútvegi. Forsætisráð-
herra lýsti því svo yfir í áramótaávarpi sínu að
eðlilegt væri að samræmi gilti um nýtingu
beggja þessara mikilvægu auðlinda.
Hver ætti þá að taka
á sig kvótaskerðinguna?
Í niðurstöðu fyrrgreindrar endurskoð-
unarnefndar kom mjög skýrt fram að stuðst
skyldi við aflahlutdeildarkerfi
við fiskveiðistjórnun. Þetta var
algjörlega ágreiningslaust í
nefndinni. Það þýðir á mæltu
máli að útgerðum er úthlutað til-
tekinni hlutdeild í því aflamarki
sem stjórnvöld gefa út á ári
hverju. Þegar aflaheimildir
aukast eykst sá veiðiréttur í
tonnum talið sem útgerðirnar
hafa til ráðstöfunar. Þegar þær
minnka taka útgerðirnar á sig
skerðinguna. Það er því um tómt
mál að tala að öðruvísi verði farið
með aflaaukningu en aflaminnkun. Enda aug-
ljóst að slíkt fær engan veginn staðist.
Tökum dæmi: Við upphaf núgildandi fisk-
veiðiárs ákváðu stjórnvöld að auka kvóta í
þorski en minnka hann í ýsu. Ef ætlunin væri
að fara öðruvísi að með aflaaukningu en afla-
minnkun hefði útgerðin ekki átt að njóta ábat-
ans af auknum þorskafla, en hins vegar taka á
sig skerðingu í ýsunni. Það sjá auðvitað allir að
það getur ekki gengið.
Best heppnaða samráðið
En meginmálið er að forsætisráðherrann
segir að unnið sé að útfærslu nýs frumvarps á
grundvelli samningaleiðarinnar, sem nefnd
undir forystu tveggja þingmanna stjórn-
arflokkanna lagði til. Þar er gert ráð fyrir því
að stuðst verði við aflahlutdeildarkerfi. Það er
grundvallaratriði. Önnur praktískari mál, svo
sem þau er lúta að færslu veiðiréttar á milli
ára, framsalsheimildum og þess háttar kalla
vitaskuld á frekari útfærslu. Aðalatriðin eru
skýr og nú hefur forsætisráðherra sagt að þau
verði lögð til grundvallar nýjum lögum um
fiskveiðistjórnun.
Þetta er fagnaðarefni og gefur til kynna að
niðurstaða best heppnaða samráðsins í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar verði lögð til grundvallar
í einu þýðingamesta úrlausnarefni sem við
stöndum frammi fyrir.
Eftir Einar Kristin
Guðfinnsson
» „Það er því um tómt mál að
tala að öðruvísi verði farið
með aflaaukningu en afla-
minnkun. Enda augljóst að slíkt
fær engan veginn staðist.“
Einar K. Guðfinnsson
Höfundur er þingmaður.
Samningaleiðin
rýfur óvissuna
Verði Icesave-krafa Breta og
Hollendinga lögleidd á Íslandi
eins og meirihluti þingmanna
vill, verður ekki ofan af samn-
ingnum snúið. Ný ríkisstjórn
gæti ekki breytt samningi eftir
á eins og t.d. hefði verið hægt
gagnvart fjölmiðlalögunum
með einfaldri lagabreytingu á
Alþingi. Þetta hafa mætir
menn eins og Björn Bjarnason
fyrrv. dómsmálaráðherra bent
á.
Núverandi staða Icesave-málsins er sönn
birtingarmynd þess ákvæðis stjórnarskrár-
innar, sem kveður á um að við mikilvægar
breytingar skuli kosið til Alþingis í millitíð-
inni, svo þjóðin fái tækifæri til að skipta út
þingliði og tryggja þannig vilja þjóðarinnar
í málinu. Það er eitt af ólánseinkennum Ice-
save-deilunnar, að sama ríkisstjórnin reynir
enn á ný að keyra í sama farinu eftir að
tveir þriðju hluta þjóðarinnar hafa hafnað
aðkomu hennar að málinu með afgerandi
hætti.
Grundvöllur og nálgun ríkisstjórnar Jó-
hönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu hef-
ur frá öndverðu verið í sjálfheldu vegna
eina stefnumáls ríkisstjórnarinnar: að láta
Ísland ganga í ESB. Þetta stefnumál hefur
stjórnað aðkomunni að Icesave. Ekki hefur
mátt styggja kröfuhafa, sem eru með
ákvörðunarvald í sínum höndum um hverj-
um verður veitt heimild til þátttöku í ESB.
Ríkisstjórnin er þannig beinn aðili málsins
á grundvelli stjórnmálastefnu sinnar og þar
af leiðandi vanhæf til að leiða Icesave til
lykta fyrir landsmenn.
Landsmenn hafa á afdráttarlausan hátt
sýnt vilja sinn. Það er óviðunandi að rík-
isstjórnin komi enn eina ferðina með málið,
sem þjóðin hafnaði. Slíkt er reyndar siður
ESB, að ekki hlíta úrskurði þegna sinna,
heldur reyna og reyna enn á ný að koma
sínum málum að, þrátt fyrir að þegnarnir
vilji eitthvað allt annað. Þess ber þar að
gæta, að þar eru þegnarnir ekki að fást við
lýðræðislega kjörna fulltrúa sína, sem hægt
er að skipta út í lýðræðislegum kosningum,
heldur skipaða embættismenn,
sem eru engu valdaminni en
embættismenn Friðriks sjö-
unda Danakonungs forðum.
Friðrik kom á fullveldi þegna
sinna og eyddi guðlegum völd-
um embættismannanna en ekki
er við því að búast, að fram-
kvæmdastjórn ESB fylgi því
fordæmi.
Hugurinn er hjá forseta vor-
um. Hann þarf einn að axla þá
óheyrilegu og stóru ábyrgð að
velja milli ákvörðunar Alþingis
í annað sinn og frelsis- og lýðræðisleitar
þjóðar sinnar. Ef einhver hefur léð fjallkon-
uninni okkar rödd er það hin áttræða Guð-
rún, sem hringdi í Útvarp Sögu og lýsti til-
finningum sínum í málinu á svo
eftirminnilegan hátt, að seint mun gleym-
ast. Boðskapur hennar var skýr:
„Ég hef aldrei upplifað annað eins á
minni áttatíu ára ævi. Ég er búin að leggja
fyrir mína afkomendur að koma sér í burtu
og helmingurinn af þeim er þegar farinn.
Ef eftir gengur, að þingmenn vogi sér að
fylla út óútfylltan víxil fyrir komandi fram-
tíð – börnin okkar, þá óska ég eftir að hin
fari, því ég á ekki það mikið eftir sjálf.“
Guðrún er ekki ein. Samstaða þjóðar
gegn Icesave hefur í alvöru hafist og yfir 40
þúsund manns hafa á örfáum dögum hlýtt
kallinu með því að heita á forsetann að gefa
þjóð sinni vald til eigin ákörðunar.
Guð blessi forsetann, Guðrúnu og alla
aðra þegna Íslands, sem eiga það eitt skilið,
að málstaður þeirra sé varðveittur í hönd-
um þeirra.
Eftir Gústaf Adolf Skúlason
» Grundvöllur ríkisstjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur í
Icesave-málinu hefur frá önd-
verðu verið í sjálfheldu vegna
eina stefnumáls ríkisstjórn-
arinnar.
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er smáfyrirtækjarekandi og er fyrr-
verandi ritari Evrópubandalags smáfyrirtækja.
Núverandi ríkisstjórn
vanhæf að leiða
Icesave-deiluna til lykta