Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 11
Halldór Kiljan Laxness og forn sagnahefð
en skaparanum, en slíkt er óguðlegt eí'tir
kristinni kenníngu."
Þessi orð um sköpunarverkið og skaparann
má auðvitað heimfæra upp á höfunda og sög-
ur og þau samrýmast illa þeirri kenningu að
þessi „djarfasti aðili íslenska skólans“ hafi
viljað hefja höfundinn sem slíkan lil skýj-
anna.12 En hugmynd Halldórs um hina beinu
leið milli hlutanna og orðanna, eða afneitun
þess að sögurnar hafi tákngildi, er grundvall-
aratriði í skilningi á þeim, og mikil fræði hafa
verið saman sell á síðari áratugum sem rísa af
öðrum grundvelli en neita þessum. I meðför-
um Halldórs tengist þetta viðhorf andstæð-
unni milli heiðni og kristni.
Krisfni og heiðni
Of langt mál væri að rekja fjölmörg ummæli
Halldórs Kiljans Laxness á þessum árum um
það sem hann kallar heiðni Islendinga, og enn
lengra ef jafnóðum ætti að gera grein fyrir að
hvaða leyti og af hverju ég er honum ósam-
mála. En það hefur lengi verið hluti af hinni
íslensku þjóðernisgoðsögn - og eimir jafnvel
eftir af' því enn hjá manni og manni - að Is-
lendingar hafi, andstælt ýmsum öðrum þjóð-
um, aldrei kristnast heldur varðveitt ein-
hverja forna heiðni, eiginlega mætti kalla það
þjóðernisrasjónalisma frernur en þjóðernis-
rómantík. í „Minnisgreinum“ kallar Halldór
hina norrænu örlagatrú „skynsemistrú vík-
ingaaldar“. En skáldfræðimaðurinn er ekki í
vandrícðum með að lýsa á myndrænan hátt
hugmyndum sínum um sambýli kristindóms
og norrænnar heiðni:
Vald kirkjulegrar hugsunar sunnanað réð
ekki við hina fornu norrænu erfð í þessu
vígi hennar sem var varið fjarlægð, storm-
um og æstu liafi, gal hvorki lamað hana né
afmáð, einsog kristindómurinn hlýlur sam-
kvæmt eðli sínu að reyna við allar stefnur;
og þó þessar tvær stefnur rynnu leingi í ein-
um farvegi á Islandi er snertíng þeirra eins-
og kalds vatns við bráðið blý ...
Skáldið um það
leyti sem það samdi
Barn náttúrunnar.
Sannleikurinn er sá að meðan hér standa
flestar kirkjur eru samdar hér heiðnustu
bókmentir í Evrópu, og Island eina land
álfunnar þar sem heiðinn andi skapar verk
hámenníngarlegs gildis.13
Til þess að átta sig betur á hvað hér er átt við,
þegar talað er um heiðnar bókmenntir, verð-
ur að tengja það við orð fyrri tilvitnunar um
leiðina milli hlutanna og orðsins, en það kem-
ur einmitt fram í ályklarorðum um Njáls
sögu, sem skáldfræðimaðurinn beinir mestri
athygli að í þessari rannsókn. Hann hefur gert
skýra grein fyrir því að Islendingasögur eins
og Njála séu alls ekki raunsæjar í nútímaskiln-
ingi, og segir þá meðal annars:
Það er hérumbil sama hvaða alburður er
rökstuddur í Njálu, um sennileik er aldrei
hirt eftir raunskilníngi vorra tíma, heldur
ævinlega valin sú orsök sem best fer í
mynd.
Það hefur lengi
verið hluti af
hinni íslensku
þjóðernisgoð-
sögn að íslend-
ingar hafi, and-
stætt ýmsum
öðrum þjóðum,
aldrei kristnast
heldur varðveitt
einhverja forna
heiðni
9