Ný saga - 01.01.1998, Síða 17

Ný saga - 01.01.1998, Síða 17
Halldór Kiljan Laxness og forn sagnahefð þekkt á 13. öld en þar að auki þá sagnalist sem síðan hefur þróast og þá einkum skáld- söguna. Það er engin leið til baka í bók- menntasögunni. Ég rakti í þessum fyrirlestri, sem ég nefndi áðan, ýmis dæmi þess hvernig skáldsagan Gerpla sprengir af sér fornsagna- gervið á fjölmörgum stöðum, bæði í orðum sögumanns og einstakra persóna og leggur lcsanda til gnótt efnis að skilja að hér er ver- ið að tala um fleiri ofbeldismenn en Ólaf Har- aldsson og Þorgeir Hávarsson, hér er verið að tala um ofbeldismenn allra tíma, og Þormóð- ur er fulltrúi ginningarfíflanna. Gerpla hefur friðarboðskap að færa, það held ég sé óumdeilanlegt og megi sanna með rannsókn á texta verksins. En hefur Njáls saga það ekki líka? Víst gelur manni fundist það; en hafi höfundur Njálu, sá margumræddi snillingur og spekingur, verið að ræða um friðarspilla allra tíma og mannasætta allra tíma, þá gætti hann þess vandlega að láta það ósagt. Njála segir ákveðna sögu af ákveðnum mönnum í ákveðnu mannfélagi. Kannski er hægt að draga af sögunni almennar ályktan- ir um þetta mannfélag, kannski gerði höf- undur það og fyrstu áheyrendur, amk. sum- ir. Best gæti ég trúað því. En úr þeirri fjar- lægð sem við horfum til Njálu er engin leið að álykta um þetta með fullri vissu. Við þykj- umst skynja tilfinningarnar en vitum ekki hvorl samtíminn liefði átt um þær þau orð sem okkur eru nærtækusl, eða einhver orð. Og við drögum máttinn úr sögunni ef við ætl- um að gera Mörð að rægikarli allra tíma og Njál að friðarboða allra tíma. Þótt Gerpla sé að þessu leyti í grundvallar- atriðum óskyld Islendingasögu, er hún auð- vitað merkilegt dæmi um glírnu höfundar síns við hina fornu sagnahefð. Þegar hugað er að efni sögunnar og hneigð og hún borin saman við Ólafs sögu helga eftir Snorra, höfund sem Halldór Kiljan bar meira lof á en aðra höf- unda og kallaði „súveren“, blasa við augum skarpar andstæður í lýsingu á aðalpersónunni og athöfnum hennar og í viðhorfi til söguefn- isins. Það er eins og Halldór hafi spurt sjálfan sig: hvernig er hægt að skrifa svo frábæra sögu um svo herfilegan málstað? Efnismeðferð Gerplu er að mörgu leyti eins og tuttugustu- aldar höfundur hafi gert sig ósýnilegan, skot- ist aftur í tímann og fylgist með atburðum með eigin augum. Til þess að sú tilraun gæti fengið styrk og áhrifamátt varð Halldór að leggja á sig geysilegt erfiði eins og hann hefur sagt frá, m.a. í Skeggrœðum í gegnum tíðina. Þessi fyrirhöfn var auðvitað listræn ögrun. Sá sem hafði unnið hvern sigurinn á fætur öðrum vildi setja sér nýja þraut, örðuga á annan hátt en hinar fyrri. Tilgangurinn var þó ekki ein- göngu listrænn metnaður, heldur átti skáldið erindi við lesendur, vildi í kjölfar heimsstyrj- aldar opna augu þeirra. En auðvitað vissi hann að tultugustualdarmaður verður alltaf tuttugustualdarmaður hvaða gervi sem hann tekur á sig. Þess vegna stendur Ólafs saga óhögguð þótt Gerplu virðist stefnt gegn henni. Og sagnaskáldið hefur líklega sannfærst end- anlega um að predikun ætti ekki heima í sögu, jafnvel ekki undir rós. Hann var óþreytandi að minna á þetta löngum síðan, og þess má Vinirnir Halldór Kiljan Laxness og RagnarJónsson i Smára. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.