Ný saga - 01.01.1998, Page 21
Hörður Vilberg Lárusson
Hemám hugans
Hugmyndir manna um áhrif Keflavíkursjónvarpsins
á íslenskt þjóðerni
tandið órofa vöRÐ um tungu vora,
þjóðerni og menningu gegn þeirri
skrílmenningu ameríska mammons-
ríkisins sem nú gerir innrás í land vort.
Slandið vörð gegn því hernámi liugans og
hjartans, gegn forheimskunni og þýlynd-
inu, sem Ieppblöð og leppflokkar amerísks
auðvalds boða, því það hernám er öllu
öðru hættulegra.1
Þetta mátti lesa í Ávarpi til íslendinga frá
miðstjárn Sósíalistaflokksins sem birtist í Þjóð-
viljanum þann 8. maí 1951, daginn eftir að
bandarískir hermenn stigu á íslenska grund
eltir aðeins fjögurra ára fjarveru. Vegna ótta
við að Kóreustyrjöldin gæti breiðst út og jafn-
vel leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar höfðu
NATO-ríkin stóraukið útgjöld sín lil hermála
og merki þess mátti sjá á íslandi.
Norður í Atlantshafi var mönnum þó ekki
síður umhugað um samskipti mörlandans við
hina erlendu hermenn. Víða voru ógróin sár frá
stríðsárunum eftir kynni þeirra af íslenskum
blómarósum og fundu margir dátunum flesl
til foráttu. Heyra mátti raddir í öllum stjóm-
málaflokkum sem héldu því fram að hersetan
veikti siðferði þjóðarinnar og ýtti undir spill-
"igu.2 Kristinn Guðmundsson Framsóknar-
Hokki, utanríkisráðherra í stjórn Ólafs Thors
1953-56, segir t.d. í endurminningum sínum:3
Ameríkanarnir óðu hreinlega uppi. Peir
voru líðir gestir í veislum á einkaheimilum
hér í Reykjavík, einkum ef vín var haft um
hönd. Veitingahúsin voru full af einkennis-
klæddum mönnum. Og þeir gömnuðu sér
óspart við íslenskar stúlkur og léku margar
þeirra grátt.
Fljótlega eftir komu hersins magnaðist and-
staðan við hann og voru samskiptavandamál
Jslendinga og varnarliðsins áberandi í kosn-
ingabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1953.
Til marks um það má nefna dreifimiða frá
Sósíalistaflokknum til kjósenda en á honum
stóð: „Viltu að hernámspestin af Keflavíkur-
flugvelli breiðist út um alll ísland?“4 Hér var
að hætli sósíalista sterkt að orði kveðið, en
jafnframt var Ijóst að margir litu á varnarlið-
ið eins og pestina, sótthreinsa þyrfti sýkt
svæði og einangra þau sem ekki væri hægt að
hreinsa að fullu. Enda fór það svo að ríkis-
stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
gekk til viðræðna við bandarísk stjórnvöld
um að takmarka samskipti íslendinga og
bandarískra hermanna. Greint var frá sam-
komulaginu í Ríkisútvarpinu að kvöldi 26.
maí árið 1954 en í því fólst m.a. að herstöðin
skyldi girt af og ferðir hermanna út fyrir
svæðið takmarkaðar. Einnig skyldi Hamilton-
félagið, erlendur verktaki, hverfa á braut
ásamt erlendu verkafólki, en íslenskir verk-
takar og verkafólk taka við störfum þeirra.5
Islensk sljórnvöld höfðu því kallað lil er-
lent herlið til að sinna vörnum landsins, en
vegna smæðar þjóðarinnar töldu forráða-
menn hennar að menningu, þjóðerni og jafn-
vel siðferði hennar stafaði hætta af samskipt-
um við varnarliðið. Þetta varð meðal annars
til þess að bandarískir hermenn sem dvöldust
hér á landi báru blendnar tilfinningar í garð
íslensku þjóðarinnar og fannst oft á tíðum sem
þeir sætu í fangelsi.*’ Þegar líða tók á sjötta ára-
tuginn var þó reynt að hressa upp á sálarlíf her-
mannanna með því að gefa þeim kost á að
fara reglulega lil meginlands Evrópu til að
vinna gegn áhrifum einangrunarinnar.7 Island
var hins vegar búið að skella í lás!
Rödd stórveldis
Varnarliðið hóf rekstur útvarpsstöðvar fljót-
lega eftir komu hersins eða í nóvembermán-
uði árið 1951. Var þetta fastur liður í starfsemi
Margir litu á
varnariiðið eins
og pestina, sótt-
hreinsa þyrfti
sýkt svæði og
einangra þau
sem ekki væri
hægt að hreinsa
að fullu
19