Ný saga - 01.01.1998, Page 24

Ný saga - 01.01.1998, Page 24
Hörður Vilberg Lárusson Stefnt var aö því að móta vel upplýstan hermann sem væri stoltur af einkennisbún- ingi sínum og föðurlandi Mynd 6. Húsakynni útvarps- og sjónvarpsstöðva varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. símamálastjóra að höfðu samráði við utanrík- isráðherra, en þeir töldu ekkert því til fyrir- stöðu að auka afl sjónvarpsstöðvarinnar.19 Ekki var vanþörf á því þar sem stöðin var orðin úrelt og í niðurníðslu.2l, Leyfisveitingin var hins vegar ekki gerð opinber fyrr en í nóv- ember 1961 og vakti það tortryggni á meðal andstæðinga Keflvavíkursjónvarpsins sem töldu að maðkur væri í mysunni. Þannig sagði í Tímanum að stækkunin væri ekki miðuð við þarfir varnarliðsins heldur miðaði hún aö því að koma amerískum sjónarmiðum og áróðri á framfæri.21 Spurningin var sú hvort tæknileg- ar eða pólitískar ástæður lægju til grundvallar stækkuninni. Hvort stækkun stöðvarinnar miðaði aðeins að því að bæta móttökuskilyrði á Keflavíkurflugvelli eða hvort ætlunin væri að tryggja að sjónvarpið næði lil Islendinga og hefði áhrif á skoðanir þeirra og viðhorf. En hver var yfirlýstur tilgangur Bandaríkja- manna með sjónvarpsrekstri sínum? í tultugu ára afmælisriti fjölmiðlaþjónuslu Bandaríkja- hers (A.F. R.T. S.) sem kom út árið 1962 var vitn- að í John F. Kennedy Bandaríkjaforseta þar sem hann sagði: „In these challenging times, it is vitally important that all citizens of the United States be fully informed about the crilical issues facing the Nation.“ í formála rits- ins sagði síðan: „In this decade of anxiety and conflicting ideologies, Radio and Television have inherited a grave responsibility for keeping Americans knowledgeable and in- formed on national and international issues.“ Bandaríkjamenn höfðu því tekið útvarp og sjónvarp í þjónustu sína við að upplýsa her- menn sína á erlendri grundu. Þeir töldu að liðsmenn sínir væru þátttakendur í einu erfið- asta verkefni allra tíma, að tryggja öryggi hins frjálsa heims. Sú barátta væri þó ekki alltaf háð með áþreifanlegum vopnum s.s. skrið- drekum og skotvopnum, heldur miklu fremur með ólíkum hugmyndum eða hugmyndakerf- unr. I þeirri baráttu væri vel upplýstur her- maður lífsnauðsynlegt vopn, og hann yrði að þekkja þau málefni sem í deiglunni væru, og ekki síður að þekkja hugmyndafræði andstæð- ingsins. Framkvæmdastjórn menntunar- og upp- lýsingaþjónustu hersins (Directorate for Armed Forces Information and Education) sá samkvæmt samræmdum áætlunum um að útvega hermönnum veggspjöld, bæklinga og kvikmyndir ásamt útvarps- og sjónvarpsefni til þess að innræta þeim rétt viðhorf og lil að stytta þeim stundir. Dagskrá sjónvarpsstöðva hersins samanstóð af fréttum, íþrótlum, um- ræðuþáttum, fræðsluþáttum um vísindi, trú og menntun, og einnig kom fyrir að fjallað væri sérstaklega um fyrirbæri eins og lýðræði og kommúnisma. Stefnt var að því að móta vel upplýstan hermann senr væri stoltur af einkennisbúningi sínum og föðurlandi.22 Það skyldi því engan undra að sósíalistar og aðrir andstæðingar hersins mótmæltu Kefla- víkursjónvarpinu ákaft þar sem það boðaði og stóð fyrir hugmyndafræði sem þeir voru algjörlega mótfallnir. í þeirra augum var því um harðsvíraðan áróður að ræða og vissulega mátti finna efni í Keflavíkursjónvarpinu sem 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.