Ný saga - 01.01.1998, Page 25

Ný saga - 01.01.1998, Page 25
Hernám hugans boðaði baráttu gegn kommúnisma, enda töldu Bandaríkjamenn öryggi heimsins m.a. velta á því hvaða hugmyndakerfi menn að- hylltust. Þeir hafa því vart verið á móti því að sjónvarpið næði til Islendinga og kynnti þeim hugmyndir þeirra enda mátti nálgast dagskrá Keflavíkursjónvarpsins í sendiráði Bandaríkj- anna í Reykjavík.23 Með stækkunarleyfinu hófust deilur um Keflavíkursjónvarpið og jafnframt um það hvort Islendingar ættu að koma sér upp eigin sjónvarpsstöð. Voru margir efins um að ís- lendingar hefðu bolmagn til þess og sáu ekki tilgang með því. Þannig sagði Sigurður A. Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu í Ríkisútvarpinu þann 26. nóvember 1961 að vafasamt væri að leggja út í mikinn kostnað vegna íslensks sjónvarps á meðan menningar- stofnanir lægju í fjársvelti. Islendingar yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir væru minns- ta sjálfstæða þjóð heims og ekki væri hægt að apa upp allt eftir öðrum úti í heimi. Við yrð- um engu bættari með íslensku sjónvarpi og sagði hann að stofnun þess rninnti sig einna helst á hugmyndina um að komið yrði á fót næturklúbbi á Eyrarbakka. Það bara passaði einhvern veginn ekki.24 Miklar umræður fóru fram um þessi mál á næstu árum. Fjallað var um málið á þingi, á síðum dagblaðanna og í Ríkisútvarpinu. Menn skipuðu sér í fylkingar og héldu fundi, sendu stjórnvöldum áskoranir og höfðu uppi stór orð um getuleysi ráðamanna gagnvart of- urvaldi Bandaríkjanna eða töluðu um óþol- andi forsjárhyggju þeirra sem vildu takmarka útsendingar Keflavíkursjónvarpsins, allt eftir því hvar í flokki menn stóðu. Benedikt Grön- dal, þáverandi ritstjóri Alþýðublaðsins og for- maður útvarpsráðs, segir að þar með hafi haf- ist „mikil deilumál, svo að varla voru önnur meiri með þjóðinni næstu fimm árin.“25 Það þurfti ekki að bíða lengi eftir við- brögðum frá Alþýðubandalaginu, því þann 22. nóvember 1961 lögðu fjórir þingmenn þess fram lillögu til þingsályktunar um að sjónvarpsleyfi bandaríska hersins á íslandi yrði afturkallað. Sögðu þeir í greinargerð að ameríska stöðin bæri aðeins á borð frum- stæða dægrastyttingu af versta tagi en Ríkis- útvarpið reyndi á sama tíma að miða dagskrá sína við menningarlegt gildi. Töldu þeir að stækkun Keflavíkursjónvarpsins væri „eitt- hvert viðsjálasta vandamál, sem að íslenskri menningu hefur steðjað um langa hríð.“ Þeg- ar svo væri komið að opinber veitingahús í Reykjavík hefðu sjónvarpsskerma á veggjum sínum þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Veitingahús og sjoppur kepptust um að draga lil sín æskuna sem ælist upp við andlega fæðu sem amerískar sjónvarpsstjórnir viðurkenndu að væri undir öllu lágmarki að menningar- gildi. Að lokum sögðu flutningsmenn: „Ef þessu færi fram, köstuðu íslendingar frá sér allri menningarlegri ábyrgð og staðfestu þjóð- ernislega uppgjöf sína.“26 Að þeirra mati var því sjónvarpsleyfi íslenskra stjórnvalda bein ógnun við tilveru íslenskrar þjóðar. Alþýðubandalagsmenn voru þó ekki einir urn að mótmæla því fáeinum dögum síðar lögðu framsóknarmenn fram tillögu til þings- ályktunar um sjónvarpsmál. Tillaga þeirra gekk þó ekki eins langt og tillaga Alþýðu- bandalagsins þar sem þeir voru ekki á móti því að varnarliðsmenn starfræktu sjónvarps- stöð innan Keflavíkurflugvallar, en töldu hins vegar óviðunandi að sjónvarpsstöðin næði aug- um og eyrum íslendinga. í greinargerð sagði að leyl'i til stækkunar Keflavíkursjónvarpsins væri mikil yfirsjón af hálfu ríkisstjórnar Islands þar sem það „truflaði andlegt lrf hennar [þjóðar- innar) og sérþjóðlega menningarviðleitni.“27 Utvarpsumræður um fyrrnefndar þingsá- lyktunartillögur fóru fram þann 28. febrúar 1962. Mátti þar heyra svipaðar raddir og áður Mynd 7. SigurðurA. Magn- ússon. Mynd 8. Stjórnborð sjón- varpsstöðvar varnarliðsins. 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.