Ný saga - 01.01.1998, Side 31

Ný saga - 01.01.1998, Side 31
Hernám hugans henni væri engin hætta búin af fjölmiðlunar- tækjum heimsins.61 Undir áskorunina rituðu um fjórtán þúsund manns en upphaflega var stefnt að því að fá undirskriftir 6000 manna. Fjallað var urn undirskriftasöfnunina í Sjón- varpstíðindum og sagt að fróðlegt yrði að sjá hvort tillit yrði tekið til hinna 660 sem lýst hefðu sig andvíga Keflavíkursjónvarpinu, eða hinna 14 þúsund sem væru á móti takmörkun þess.62 Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þingmanna til að leysa málefni Keflavíkursjónvarpsins í söl- um Alþingis gekk það heldur treglega. Tillög- ur um afnám eða takmarkanir sjónvarpsleyfis Bandaríkjahers voru annaðhvort felldar eða þær voru sendar til umfjöllunar í nefnd þar sem þær dóu drottni sínum. Stjórnvöld höfðu ætíð sagt að það væri ekki Alþingis að fjalla um þessi mál, og svo fór að lokum að ákvörð- un um takmörkun Keflavíkursjónvarpsins var tekin utan veggja Alþingis. Þó svo að ríkisstjórnin hafi ekki viljað taka afstöðu til málsins á þingi þýðir það ekki að hún hafi látið sig það engu varða. Benedikt Gröndal segir að sendiherra Bandaríkjanna og yfirmaður varnarliðsins hafi þrautrætt sjón- varpsmálið við íslenska ráðamenn, enda kæmi á óvart ef það hefði ekki verið gert þar sem það olli umtalsverðu fjaðrafoki og dró upp heldur óskemmtilega mynd af Bandaríkj- unum og bandarísku þjóðinni.63 Þessu til stað- festingar má nefna bréf James K. Penfields sendiherra Bandaríkjanna á íslandi til Gylfa Þ. Gíslasonar, skrifað þann 24. febrúar 1966, þar sem hann vísar til viðræðna þeirra og set- ur fram hugmynd um mögulega lausn máls- ins. Penfield taldi að leysa mætti málið með fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðu- neytinu og var hann svo vinsamlegur að láta drög að henni fylgja með bréfi sínu sem frek- ari umræðugrundvöll.64 Efni þeirra var að stórum hluta samhljóða fréttatilkynningu ut- anríkisráðuneytisins sem gefin var út 8. sept- ember 1966, en textinn heldur lengri. í drög- unuin kom fram að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti sig ekki upp á móti því að sendingar hersjónvarps næðu til óbreyttra borgara þar sem engin sjónvarpsstöð væri fyr- ir hendi, fengist til þess leyfi viðkomandi stjórnvalda. Öðru máli gegndi þar sem sjón- varp væri til staðar, og þyrfti að takmarka sjónvarp hersins á þeim svæðum. Fyrir því væru tvær ástæður. Annars vegar kröfur dag- skrárframleiðenda í Bandaríkjunum og hins vegar sú stefna Bandaríkjahers að veita óbreyttum borgurum ekki þjónustu sem þeir gætu sótt til borgaralegra stofnana. í drögunum að fréttatilkynningunni sagði að vegna þess ágreinings sem hefði risið á meðal íslendinga um Keflavíkursjónvarpið vildu Bandaríkjamenn ekki gera ástandið verra með því að taka einhliða ákvörðun um takmörkun þess þar sem aðgerðir þeirra eða aðgerðaleysi yrði mistúlkað og ylli deilum. Sendifulltrúar Bandaríkjanna hefðu því spurt íslensku fulltrúana hvort þeir hefðu ekki lausn á sínum höndum sem félli öllum í geð. Þeir hefðu tekið vel í málaleitunina og myndu leggja sitt af mörkum til að leysa málið.65 Af þessu má því sjá að Bandaríkjamönnum var í mun að auka ekki óvinsældir sínar á meðal ís- lensku þjóðarinnar og þótti því betra að ís- lenskir ráðamenn tækju ábyrgðina á tak- rnörkun Keflavíkurstöðvarinnar, þó svo að reglur hersins og fyrirkomulag hersjónvarps- Tillögur um afnám eða takmarkanir sjónvarpsleyfis Bandaríkjahers voru annaðhvort felldar eða þær voru sendar til umfjöllunar í nefnd þar sem þær dóu drottni sínum 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.