Ný saga - 01.01.1998, Page 33

Ný saga - 01.01.1998, Page 33
Hernám hugans Tveir heimar - ein leið Með tilkomu íslenska sjónvarpsins datt um- ræðan um Keflavíkursjónvarpið niður og menn fóru í æ ríkari rnæli að beina kröftum sínum að íslenska sjónvarpinu. Rætt var urn hvernig dagskránni skyldi háttað og hvernig hægt væri að breiða sjónvarpið út unt byggðir landsins á sem skemmstum tíma. Þannig var flutt tillaga til þingsályktunar á Alþingi stuttu eftir upphaf sjónvarpsins um að framkvæmd- um við uppbyggingu íslensks sjónvarpskerfis yrði hraðað þannig að sjónvarpið næði til allra landsmanna ekki síðar en 1968. Töldu flutningsmenn að ekki yrði unað við þennan aðstöðumun höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar til lengdar, ekki síst í ljósi þess að íbúar höfuðborgarsvæðisins hefðu nrun fjöl- hreyttari möguleika í menningar- og skemmt- anamálum.71 Með tilkomu íslenska sjón- varpsins færðist umræðan í þá ált að rætt var um aðstöðumun höfuðborgar og landsbyggð- ar í stað stöðu íslands gagnvart Bandaríkjun- um. Þrátt fyrir að íslenska sjónvarpið hefði haf- ’ð göngu sína var Keflavíkursjónvarpið enn fll staðar og ljóst að margir vildu njóta dag- skrár þess áfram. Til að ná bæði útsending- um Keflavíkursjónvarpsins og þess íslenska í Reykjavík þurfli tvö loftnet. Til að ná Kefla- víkursjónvarpinu þurfti að snúa loftnetinu í vesturátt, en til að ná útsendingum íslenska sjónvarpsins þurl'ti að snúa því í austur- eða suðausturátt. í frétt Tímans af önnum sjón- varpssala og viðgerðarnranna dagana fyrir fyrstu útsendingu íslenska sjónvarpsins sagði að margir létu snúa loftnetinu í austur og hættu að hugsa urn Keflavíkursjónvarpið, en aðrir settu upp aukanet til að geta horft á báðar stöðvarnar á meðan útsendinga Kefla- víkursjónvarpsins nyti við.72 Fyrsta ár hins íslenska sjónvarps var dag- skráin stöðugt lengd og farið var að sjónvarpa fleiri daga vikunnar. Á haustdögum 1967 var larið að sjónvarpa sex daga vikunnar, og þann 16. ágúst skrifaði Ernil Jónsson utanríkisráð- herra varnarliðinu og lýsti yfir því af íslands hálfu að nú væri ekkert því til fyrirstöðu að Bandaríkjamenn takmörkuðu sjónvarpsút- sendingar sínar.73 Nokkrum dögurn síðar sendi yfirmaður hersins frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem sagði að sjónvarpsútsendingar varnarliðsins yrðu takmarkaðar frá og nreð 15. september 1967 í samræmi við samkomu- lagið frá því í september 1966. Þar með yrði Keflavíkursjónvarpið lakmarkað við Kefla- víkurflugvöll og næsta nágrenni hans.74 Utsendingarnar voru því takmarkaðar þann 15. seplember 1967. Sagði í Sjónvarps- tíðindum að það mæltist mjög illa fyrir meðal almennings án tillits til stjórnmálaskoðana. Menn misstu kannski ekki al' miklu en þeir misstu þó réttinn til þess að velja og hal'na.75 Enn var hér látið í veðri vaka að takmörkun á útsendingum Keflavíkursjónvarpsins væri að- för að frelsi einstaklingsins. Þessu var slegið fram alveg óháð því að útsendingarnar voru ekki ætlaðar almennum borgurum og var því ekki verið að brjóta neinn rétt á þeirn með því að takmarka þær. Ekki tókst betur til nteð takmarkanirnar en svo að sjónvarpið sást ekki allsstaðar á Keflavíkurflugvelli og því var stefnu loftnet- anna breytt á ný. I Sjónvarpstíðindum sagði að eftir að breytingarnar hefðu verið dregnar til baka sæist Keflavíkursjónvarpið allvíða á Reykjavíkursvæðinu og þætti Reykvíkingum ekki verra að hafa aðgang að tveimur sjón- Mynd 15. Vilhjálmur Þ. Gisla- son, útvarpsstjóri, ávarpar sjónvarps- áhorfendur fyrsta útsendingarkvöld sjónvarpsins. Mynd 16. Emil Jónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.